Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR
Agnes Bragadóttir, blaðakona
á Morgunblaðinu, fékk boð um
ókeypis flug til Minneapolis í
Bandaríkjunum í boði flug- og fjár-
festingafélagsins FL Group í októb-
er árið 2005. Blaðakonan dvaldi í
Minneapolis í tæpan mánuð.
Þetta kemur fram í tölvupósti
frá stjórnanda FL Group til und-
irmanns síns sem dagsettur er 11.
október árið 2005. DV hefur tölvu-
póstinn undir höndum. Í honum
biður stjórnandinn undir-
mann sinn að ganga
frá fluginu til Minn-
eapolis fyrir Agn-
esi. Heimild-
ir DV herma
að Agnes hafi
falast eftir frí-
miða.
Ekki er vitað
í hvaða erinda-
gjörðum Agnes
ætlaði til Minn-
eapolis og hún
þvertek-
ur fyrir að ræða tilgang ferðarinnar.
FL Group var eitt stærsta fjár-
festingafélagið á markaðnum hér
á landi fyrir hrunið og var meðal
annars stærsti hluthafinn í Trygg-
ingamiðstöðinni og Glitni.
Helstu forsvarsmenn þess
voru Hannes Smárason og
síðar Jón Ásgeir Jóhannes-
son. Hannes var stjórnar-
formaður þegar FL Group
bauð Agnesi til Minneap-
olis og tók hann við sem
forstjóri félagsins rúmri
viku eftir að tölvupóstur-
inn var skrifaður.
Um þetta leyti var FL
Group að ganga frá
mjög umdeild-
um kaup-
um á
danska flugfélaginu Sterling af
eignarhaldsfélaginu Fons fyrir um
15 milljarða króna og hafði Agnes
Bragadóttir fjallað nokkuð um þessi
viðskipti á síðum Morgunblaðsins
vikurnar þarna á undan.
„Smá ferð“ Agnesar
Í tölvupóstinum segir stjórnandinn
við undirmann sinn, sem er ónafn-
greind kona, að Agnes sé að fara í
smá ferð til Minneapolis 17. októ-
ber 2007 og er starfsmaðurinn beð-
inn um að skrá einn miða á Agnesi
vegna þess að FL Group vilji styðja
hana. „Við ætlum að styðja hana
og bið ég þig um að setja á hana I
miða,“ segir stjórnandinn í tölvu-
póstinum og er nokkuð ljóst af sam-
henginu að um gjöf var að ræða af
hálfu FL Group til Agnesar.
Þetta sést svo enn frekar á síð-
ustu setningunni í tölvupóstinum
en þar er starfsmaðurinn beðinn
um að segja Agnesi að FL Group
ætli að sjá um flugið til Minneapolis
fyrir hana. „Gott væri ef þú mund-
ir hringja í hana í morgunsárið og
fara yfir, við tökum flugið f. hana -
seigja henni það,“ sagði stjórnand-
inn og er nokkuð ljóst að tölvupóst-
urinn var skrifaður í nokkrum flýti
þar sem margar stafsetningarvillur
eru í honum.
Af orðalaginu í tölvupóstinum
að dæma er eins og einhverjir aðr-
ir hafi styrkt Agnesi í þessari ferð
hennar til Minneapolis. Ástæðan
fyrir þessu er sú að stjórnandi FL
Group segir „við tökum flugið fyrir
hana“ en af því má álykta sem svo
að einhver annar hafi séð um að
greiða eitthvað annað fyrir Agnesi í
þessari ferð hennar vestur um haf.
Ræðir ekki málið
DV hafði samband við Agnesi til
að spyrja hana um boðsferðina til
Minneapolis. Blaðamaður bar upp
erindið við Agnesi, sagði henni að
hann hefði undir höndum tölvu-
póst þar sem fram kæmi að FL
Group hefði boðið henni í ferð til
Minneapolis árið 2005.
Agnes vildi hins vegar ekki ræða
erindi blaðamanns og stöðvaði
hann áður en hann náði að bera
upp spurningar sínar, meðal ann-
ars af hverju hún hefði fengið boðs-
miða frá FL Group til Minneapol-
is og í hvaða erindagjörðum hún
hefði verið þar. Blaðakonan endaði
á því að skella á blaðamann en þar
áður sagði hún: „Eins og ég hef sagt
við ykkur áður þá hef ég ekkert frek-
ar við ykkur að ræða og þú ferð bara
með þetta nákvæmlega eins og þér
býður samviskan til. Vertu blessað-
ur.“ Sagði Agnes þetta nokkuð höst
í símann.
Í lok febrúar sagði Agnes hins
vegar í samtali við DV.is, eftir að
lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins-
son bloggaði um að hún þyrfti að
greina frá því hversu margar boðs-
ferðir hún hefði þegið frá auðmönn-
um, að hún hefði aldrei þegið slíkar
ferðir. „Ég hef aldrei þegið boðsferð
til útlanda,“ sagði Agnes þá. Þar sem
Agnes neitar að ræða málið er ekki
ljóst hvort hún þáði boðsferðina
sem henni stóð til boða árið 2005.
Í umræðu rannsóknarnefnd-
arinnar
Heimildir DV herma að í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis, sem
væntanleg er, muni meðal ann-
ars verða rætt um óeðlileg tengsl
stórfyrirtækja og fjölmiðlafólks.
Sú umræða mun verða í sérstök-
um siðfræðihluta skýrslunnar þar
sem meðal annars verður reynt að
bregða ljósi á hvers eðlis fjölmiðla-
umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf
var á árunum fyrir hrunið og hvort
blaðamenn hafi sofnað á verðin-
um gagnvart viðskiptalífinu og þá
af hverju. Líkt og komið hefur fram
í fjölmiðlum boðaði rannsóknar-
nefndin ýmsa yfirmenn á fjölmiðl-
um á sinn fund til að ræða við þá
um íslenska fjölmiðlun á árunum
fyrir hrunið.
Ekki er vitað hvort fjallað verður
sérstaklega um þessa ferð Agnesar
til Bandaríkjanna í boði FL Group
í skýrslunni en afar ólíklegt verður
að teljast að svo verði þar sem boðs-
ferð hennar til Bandaríkjanna á veg-
um FL Group hefur ekki verið rædd
áður opinberlega. Ljóst er hins veg-
ar að fjallað verður um skyld mál-
efni í skýrslunni.
Of seint mun hins vegar vera að
bæta við hana umfjöllun um þessa
boðsferð Agnesar Bragadóttur þar
sem siðfræðihluti skýrslunnar mun
vera kominn í prentun ásamt ýms-
um öðrum köflum úr skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar.
Við ætlum að styðja hana og
bið ég þig um að setja
á hana I miða.
FL Group bauð Agnesi Bragadóttur til Bandaríkjanna árið 2005.
Agnes fór til Minneapolis og leit FL Group svo á að verið væri
að styðja blaðakonuna. Agnes neitar að tala um ferðina við
DV. Rannsóknarnefnd Alþingis skoðar meðal annars
tengsl fjölmiðlamanna og stórfyrirtækja.
n „Sæl, Agnes Bragadóttir hjá mogganum er að fara í smá ferð út þann 17/10
okt og heim þann 14/11 til minneapolis. Við ætlum að styðja hana og bið ég þig
um að setja hana á I miða. Hún er með tölvupóst agnes@mbl.is og símanúmer
xxx-xxxx. Gott væri ef þú mundir hringja í hana í morgunsárið og fara yfir, við
tökum flugið f. hana - seigja henni það.“
*Ath. Villur og mistök í tölvupóstinum eru höfundarins en ekki DV.
Tölvupósturinn
FL Group studdi Agnesi Agnes Bragadóttir
fékk boð um ókeypis flug til og frá Minne-
apolis frá FL Group haustið 2005. Boðsferðir
Agnesar voru skýrðar út þannig að FL Group
ætlaði að „styðja“ Agnesi.
Aðalmaðurinn Hannes
Smárason var aðalmaður-
inn í FL Group á þeim tíma
sem félagið bauð Agnesi
til Bandaríkjanna.
FL GROUP BAUÐ
AGNESI FRÍMIÐA