Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR
Stjórnendur VBS fjárfestingabanka
hafa ákveðið að blása af árshátíð
bankans í ár. Til stóð að fara í ævin-
týraferð út á land en vegna slæmrar
fjárhagsstöðu hefur verið hætt við há-
tíðina.
Samkvæmt þeim tilboðum sem
lágu fyrir hefði kostnaðurinn verið
nærri hálfri milljón króna og af því
stóð til að bankinn greiddi helm-
inginn. Þrjátíu manna starfsmanna-
hópur VBS stefndi að því að halda
árshátíðina á Hótel Rangá 27. mars
næstkomandi þar sem gist yrði, borð-
aður veislumatur og skemmt sér með
ýmsum hætti í sveitinni. Aðspurð-
ur segir Jón Þórisson, forstjóri VBS,
það hafa verið ákveðið að blása árs-
hátíðina af og að starfsmenn íhugi að
halda skemmtun í heimahúsi í stað-
inn. „Þessi áform hafa verið sett til
hliðar en starfsmenn gera sér hugs-
anlega glaðan dag á eigin vegum.
Þegar staðan er svona fannst okk-
ur ekki við hæfi að þetta yrði haldið
undir merki fyrirtækisins,“ segir Jón.
Yfir bankann hefur verið sett
bráðabirgðastjórn en slæm fjár-
hagsstaða hans færði hann í faðm
Fjármálaeftirlitsins. Í lok síðasta árs
komu verulegir fjárhagserfiðleikar í
ljós þegar VBS gat ekki greitt af lánum
sínum en skuldir bankans eru taldar
nema nærri 40 milljörðum króna.
Verið er að stokka upp í rekstrinum
og segir Jón að mikil vinna sé fram
undan við að reyna að rétta skútuna
við. Hann telur þó vera ljós við enda
ganganna. „Við erum að reyna að
glöggva okkur á stöðunni og ég held
að við getum unnið okkur í gegnum
þetta, með samvinnu lánardrottna.
Þetta er alvöru verkefni sem við glím-
um við,“ segir Jón. trausti@dv.is
Ævintýraferð starfsfólks VBS út á land breytist í skemmtun í heimahúsi vegna kostnaðarins:
Banki blæs árshátíð af vegna fjárhags
„Ég hef miklar áhyggjur af henni
þarna úti. Maður veit að fangelsin
þarna í Suður-Ameríku eru ekki
upp á marga fiska,“ segir Þröst-
ur Sveinsson, bróðir Jónu Denny
Sveinsdóttur sem handtekin var
með ríflega tvö kíló af kókaíni á
Jorge Chávez-flugvellinum í höf-
uðborginni Líma í Perú.
Svo virðist sem Jóna, sem er 38
ára, fimm barna einstæð móðir,
hafi ætlað að smygla eiturlyfjun-
um til Noregs, en þangað var ferð-
inni heitið þegar fíkniefnalögregl-
an stöðvaði hana. Hún hafði fest
2,026 kílógrömm af kókaíni fram-
an á sig, innanklæða, í nokkrum
pakkningum.
Lögreglumenn hjá perúsku
fíkniefnalögreglunni, sem DV
ræddi við, segja að Jóna geti átt
von á 8 til 10 ára fangelsisdómi
fyrir smygltilraunina.
Mikið áfall
Þröstur segir að fjölskylda henn-
ar hafi auðvitað orðið fyrir miklu
áfalli þegar fréttirnar, sem voru
óljósar í fyrstu, bárust. Það var
ekki fyrr en í gær, fimmtudag, sem
þau fyrir tilstilli DV fréttu að Jóna
Denny væri heil á húfi í varðhaldi
á lögreglustöð í Perú. Þröstur seg-
ir að Jóna hafi verið í einhverri
óreglu þegar hún bjó í Bandaríkj-
unum, fyrir nokkrum árum, en
undanfarin misseri hafi hún búið
og unnið hér á Íslandi, þar sem
elsti drengur hennar, sem er um
tvítugt, búi hjá henni.
Þröstur segir að systir hans
hafi farið til Noregs í þrígang á
skömmum tíma auk þess sem
hann hafi frétt af því að hún hefði
þaðan farið til Suður-Ameríku.
Grunaði að ekki
væri allt með felldu
„Okkur grunaði að ekki væri allt
með felldu hjá henni,“ segir Þröst-
ur sem frétti af þessu á þriðjudags-
kvöldið. Hann segist ekki hafa vit-
að til þess að Jóna hefði verið í
óreglu hér á Íslandi en hann seg-
ir að hún hafi verið í tygjum við
tvo menn af nígerískum uppruna;
annar búi á Íslandi en hinn í Nor-
egi. Hún hafi með skömmum fyr-
irvara farið utan.
Þröstur vonast til að Jónu gef-
ist tækifæri til að afplána dóm
sinn á Íslandi, ekki síst vegna
barna hennar, en þrjú þeirra búa
hér. Þau eru á aldrinum 17 til 20
ára. Tvö yngstu börnin, sem eru
10 ára, búa í Bandaríkjunum.
„Ég óttast um líf systur minnar
ef hún þarf að aðplána dóminn í
Perú, hugsanlega við hræðilegar
aðstæður,“ segir Þröstur en hann
hefur séð til þess að börn Jónu
hafi húsaskjól og segir að þau séu
vitanlega miður sín.
8 til 10 ára fangelsi
Jóna Denny er í haldi í höfuð-
stöðvum fíkniefnasveitar perúsku
ríkislögreglunnar í Líma. Roberto
Saluga, fjölmiðlafulltrúi fíkni-
efnalögreglunnar, segir í sam-
tali við DV að þar hafi hún verið
í haldi síðan hún var handtekin á
Jorge Chávez-flugvellinum með
tvö kíló af kókaíni innanklæða.
„Hún hefur verið hjá okkur og
verður hjá okkur áfram. Venju-
lega eru grunaðir menn hér á lög-
reglustöðinni í 15 daga. Hún mun
fá lögfræðing og túlk. Lögfræðing-
urinn er væntanlegur. Það verður
unnið með þetta mál.“
Roberto segir að nokkuð þung-
ir dómar hafi fallið á síðustu miss-
erum í Perú í svipuðum málum.
„Það er líklegt að hún fái 8-10 ára
fangelsisdóm.“
Í klefa með nokkrum konum
Víctor Chávez, höfuðsmaður hjá
fíkniefnalögreglunni, stýrir rann-
sókninni á glæp Jónu. Hann var í
óðaönn að vinna skýrslu um mál
Jónu þegar DV náði tali af hon-
um. „Við erum að vinna að þessu
máli með lögfræðingi og túlki frá
ræðismannsskrifstofunni. Við
þurfum á aðstoð að halda með
túlka, því við erum ekki með
slíka þjónustu hér í höfuðstöðv-
um fíkniefnalögreglunnar,“ seg-
ir Víctor Chávez. Hann segir að
ekki hafi tekist að hafa samband
við neina ættingja Jónu og bend-
ir á að ef einhver nákominn henni
sé staddur í Perú geti hann heim-
sótt hana á heimsóknartímum á
hverjum virkum degi.
„Við handtókum konuna á
flugvellinum en hún var með eitt-
hvað um tvö kíló af kókaíni í fór-
um sínum og var á leið til Noregs
með millilendingu í Amsterdam.
Við höfum leyfi dómara til að
halda henni hér á lögreglustöð-
inni í 15 daga. Hún er í haldi því
Jóna Denny Sveinsdóttir situr í gæsluvarðhaldsklefa ásamt nokkrum konum í höf-
uðstöðvum perúsku fíkniefnalögreglunnar í Líma, að sögn Víctors Chávez, höfuðs-
manns hjá lögreglunni, sem stýrir rannsókninni. Hún var tekin á flugvellinum með
tvö kíló af kókaíni. Bróðir hennar segist hafa miklar áhyggjur af henni.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON OG
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamenn skrifa: helgihrafn@dv.is og baldur@dv.is Hún er í klefa hérna með
nokkrum konum og
verður hér um sinn.
Mikið áfall Þröstur Sveinsson segist
vonast til þess að Jóna fái að afplána
refsingu sína á Íslandi, barnanna vegna.
Hætt við Vegna fjárhagserfiðleika
telja stjórnendur VBS ekki rétt að
glæsileg árshátíð sé haldin undir
merkjum fyrirtækisins. Til stóð að
hún færi fram á Hótel Rangá sem
hér sést baðað norðurljósum.
„ÉG ÓTTAST UM LÍF SYSTUR MINNAR“
Fíkniefnalögreglan í Perú Lögregluyfirvöld í Perú halda úti miklum sveitum sem berjast gegn fíkniefnaglæpum sem
algengir eru í landinu en kókaín er ræktað þar í nokkrum mæli.
Jóna Denny Sveinsdóttir
Var handtekin með tvö kíló af
kókaíni innanklæða.
MYND ÚR EINKASAFNI