Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR Íslensk gæðaframleiðsla í 25 ár Okkar verð – betra verð Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi. Sophia Hansen var á fimmtudag dæmd til að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni tæpar 20 milljónir króna og hlaut sex mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára. Þar með staðfesti Hæstirétt- ur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sophiu. Fjárkrafan er byggð á skuldaviðurkenningu sem var út- gefin 4. júní 2007. Féð sem Sophia þarf að greiða eru lán sem Sigurður Pétur veitti henni á löngum tíma og hún skrifaði upp á skuldabréf fyrir árið 2005. Þetta er annnað tap Sophiu í dómsal á skömmum tíma. Hún var sakfelld í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðasta mánuði fyrir að hafa haft Sigurð Pétur fyrir rangri sök en hún ásakaði hann um að hafa fals- að undirskrift sína og þannig haft af henni fé. Hann neitaði sök og var undirskriftin send til rithand- arrannsóknar í Statens kriminal- tekniska laboratorium í Svíþjóð og benti umrædd undirskrift eindreg- ið til þess að hún væri ekki gerð af Sigurði Pétri heldur Sophiu sjálfri. Ánægður með dóminn „Það er gott að þessu sé lokið. Það er skelfilegt að hafa þurft að sitja undir þessum ásökunum og að fólk hafi reynt að svipta mig ærunni í þessu máli,“ segir Sigurður Pétur Harðarson í samtali við DV. Hann segist aldrei hafa verið í vafa um að verða sýknaður. „Það lá ljóst fyrir frá fyrstu stundu að ég var að fara með rétt mál. Það hefur nú verið staðfest að ég hafði á réttu að standa,“ segir hann. Sophia Hansen vildi ekki tjá sig um dóm Hæstaréttar. Lánin allt frá 1990 Árið 2007 lagði Sophia Hansen fram kæru á hendur Sigurði eftir að hann krafðist þess að hún borgaði trygg- ingabréf, skuldarviðurkenningu og skuldabréf sem faðir hans hafði lagt út fyrir hana. Sophia sagðist aldrei hafa skrifað undir veð í íbúð sinni og kannaðist ekki við að hún eða dóttir hennar hefðu skrifað und- ir skjölin. Eftir að rithandarrann- sóknir sem áður var minnst á sýndu fram á sakleysi Sigurðar Péturs var málið látið niður falla. Sigurður Pétur höfðaði í kjölfarið mál gegn Soph iu vegna peningaláns að upp- hæð tæpra 20 milljóna króna. Pen- ingana hafði hann lánað Sophiu á löngum tíma, allt frá árinu 1990. Var náinn bandamaður Sigurður Pétur var á árum áður nánasti bandamaður Sophiu í bar- áttu hennar um að fá dætur sínar Dagbjörtu og Rúnu heim til Íslands, en barnsfaðir hennar, Halim Al, neitaði henni um umgengnisrétt. Sophia og Sigurður hafa eldað grátt silfur um árabil en þau voru áður mjög náin og Sigurður barðist af kappi með henni í baráttunni fyrir að fá dæturnar heim. Á þeim árum, allt frá 1990 til 2005, lagði Sigurður Pétur henni til fé sem héraðsdómur hefur nú gert henni að endurgreiða að hluta. Í júlí árið 2008 greindi DV frá þeim málaferlum sem fram undan voru á milli Sophiu og Sigurðar Pét- urs. Í kjölfar umfjöllunarinnar var blaðamanni DV hótað lífláti af Eg- yptanum Mohamed Attia sem steig seinna fram og kvaðst vera eigin- maður Sophiu. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sophiu Hansen beri að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni tæpar 20 milljónir króna. Sigurður Pétur segist feginn að málinu sé lokið. Það hafi þó ver- ið skelfilegt að þurfa að sitja undir ásök- unum um skjalafals. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is SOPHIA VERÐUR AÐ BORGA Skilorðsbundið fangelsi Sophia Hansen hlaut sex mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.