Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 20
10 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR Ármúla 20 // 108 Reykjavík S: 562-5000 // F: 562-5045 N: bjorninn@bjorninn.is // www.bjorninn.is Hjá Birninum færðu nýjar hurðir og skúffustykki í þeirri viðartegund sem þú velur eða sprautulakkað í þeim lit sem þig langar í. Síðan er bara spurning hvernig borðplötu má bjóða þér. Líttu við hjá okkur og kynntu þér málið. GERÐU GAMLA ELDHÚSIÐ EINS OG NÝTT Í vikunni hófust réttarhöld yfir franskri móður sem varð sex börnum sínum að bana. Lík barnanna geymdi hún í plastpokum á heimili sínu. Í fyrra voru tvær evrópskar konur sakfelldar fyrir að hafa orðið nýfæddum börnum sínum að bana. MYRTI SEX NÝ- FÆDD BÖRN SÍN Þrjátíu og átta ára frönsk kona við- urkenndi á mánudaginn við upp- haf réttarhalda yfir henni í bænum Coutances við Ermarsund að hafa drepið sex nýfædd börn sín á árun- um 2000 til 2007. Konan, Celine Lesage sem var handtekin árið 2007, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hún verður sak- felld, en það mun hafa verið 14 ára sonur Celine sem vísaði sambýlis- manni hennar og föður eins barn- anna, Luc Margueritte, á rotnandi lík barnanna í plastpokum í kjall- ara íbúðar þeirra í Valognes í Frakk- landi. „Ég viðurkenni brotin,“ sagði Ce- line Lesage niðurlút eftir að ákæru- atriðin höfðu verið lesin upp. Að- spurð ítrekað hvort börnin hefðu verið á lífi við fæðingu sagði Lesage í fyrstu að hún gæti ekki svarað því, en svaraði að lokum spurningunni játandi. Við yfirheyrslur kom í ljós að tveimur barnanna hafði Celine fyr- irkomið með því að kyrkja þau en fjögur barnanna hafði hún kæft með því að byrgja vit þeirra. Engin útskýring Að sögn lögfræðings Celine bar hún ekki brigður á þær sakir sem á hana voru bornar en hún hefði ekki varp- að ljósi á ástæður verknaðar síns. Faðir fimm barnanna er fyrrver- andi kærasti Celine, Pascal Cather- ine, og var hann tekinn til yfirheyrslu í kjölfar handtöku Celine árið 2007. Sækjandinn í málinu, Michel Garr- andaux, sagðist vera þess fullviss að Catherine hefði vitað af þungun Ce- line, en fallið var frá ákæru á hend- ur honum og hafði hann stöðu vitnis við réttarhöldin. Að sögn Garrandaux lýsti Cel- ine Lesage eftir handtökuna hvern- ig hún hafði ein síns liðs fætt fimm fyrstu börnin í íbúð sem hún deildi með Catherine, en þegar sambandi þeirra lauk árið 2006 tók Celine plastpokana með líkum barnanna með sér þegar hún flutti inn á nýtt heimili með Luc Margueritte. Sem fyrr segir er Luc Marguer- itte faðir sjötta barnsins, en hann var stefnandi í málinu. Önnur mál af svipuðum toga Fyrir tæpu ári var önnur frönsk kona, Véronique Courjault, sakfelld fyrir morð á þremur nýfæddum börnum sínum. Þannig var mál með vexti að í júlí 2006 kom Jean-Louis, eiginmað- ur Véronique, til Seoul í Suður-Kór- eu, þar sem hjónin bjuggu, eftir frí í Frakklandi. Jean-Louis fann lík tveggja hvít- voðunga í frysti fjölskyldunnar og örfáum dögum síðar fékkst staðfest með lífsýnum að um var að ræða börn hjónanna. Þau báru brigður á niðurstöður suðurkóresku lögregl- unnar, en rannsókn sem síðar var framkvæmd í Frakklandi staðfesti niðurstöður frá Suður-Kóreu. Í október 2006 viðurkenndi Vér- onique að hafa banað báðum börn- unum, og þriðja barninu að auki, árin 1999, þegar hjónin bjuggu í Frakklandi, og 2002 og 2003 eftir að þau höfðu flutt til Suður-Kóreu. Í janúar í fyrra var Jean-Louis sýknaður og um hálfu ári síðar var Véronique sakfelld og dæmd til átta ára fangelsisvistar. Lík í fiskabúri og blómapottum Nánast á sama tíma og dómur var kveðinn upp yfir Véronique Courj- ault í Frakklandi var Sabine Hils- chenz, fertug þýsk kona, fundin sek um dráp á átta nýfæddum börn- um sínum. Hún hafði reyndar fyr- irkomið níu börnum, en of langt var um liðið frá fyrsta morðinu svo unnt væri að ákæra hana vegna þess. Lík barnanna fundust í fiskabúri og blómapottum í garði foreldra Sabine í þorpi í Austur-Þýskalandi, ekki langt frá pólsku landamærun- um. Börnin fæddust á árunum frá 1988 til 1998. Upphaflega átti að kæra Sabine fyrir morð, en síðar var ákærunni breytt í manndráp. Við réttarhöldin sagði verjandi Sabine að ótti um að eiginmað- ur hennar „yfirgæfi hana og tæki börnin með sér“ hefði verið ástæða þess að Sabine ákvað að svipta ný- fædd börn sín lífi. Sabine sagði við yfirheyrslur að hún hefði fætt eitt barnanna á sal- erninu og það hefði drukknað, en hún sagðist ekki muna eftir hinum fæðingunum sökum ofurölvunar, og gæti því ekki sagt til um hvort börnin fæddust andvana eður ei. Sabine Hilschenz fékk fimmtán ára dóm. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Aðspurð ítrekað hvort börn-in hefðu verið á lífi við fæð- ingu sagði Lesage í fyrstu að hún gæti ekki svarað því, en svaraði að lokum spurningunni játandi. Sabine Hilschenz ásamt lögfræð- ingi sínum Fékk fimmtán ára dóm fyrir áttfalt manndráp. MYND AFP Celine Lesage Geymdi lík sex barna í ruslapokum í kjallara heimilis síns. MYND AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.