Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Page 25
„Ætli ég verði ekki bara heima.“
LAUFEY GEIRLAUGSDÓTTIR,
46 SÖNGKONA OG BÓKARI
„Ætli ég verði ekki bara í bústaðnum.
Hann er í Syðri-Reykjum í Biskupstung-
um.“
ÁSLAUG HALLDÓRSDÓTTIR,
70 ÁRA ELLILÍFEYRISÞEGI
„Ég ætla bara að vera heima hjá mér. Ég
fer ekki neitt svo ég viti til.“
KRISTRÚN ÞRÁINSDÓTTIR,
25 ÁRA ATVINNULAUS
„Ég ætla bara að slappa af um páskana.“
VALGERÐUR HEBA SVEINSDÓTTIR,
56 ÁRA BÓKARI
„Ekkert sérstakt, ég verð bara heima.“
JÓN GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON,
70 ÁRA ELLILÍFEYRISÞEGI
HVERNIG ÆTLAR ÞÚ AÐ NOTA PÁSKAFRÍIÐ?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
JÓHANN RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Íslandsmeistari fatlaðra í borðtennis
og í 1. flokki ófatlaðra, komst inn á
heimsmeistaramótið sem haldið
verður í Suður-Kóreu. Aðeins átján
bestu í heiminum eru valdir á það.
ÆTLAR AÐ VINNA
TIL VERÐLAUNA
Hver er maðurinn? „Jóhann Rúnar
Kristjánsson, borinn og barnfæddur
Keflvíkingur.“
Hvað drífur þig áfram? „Að vakna
og fá að takast á við daginn. Ég lenti
náttúrulega í alvarlegu slysi þannig að ég
þakka bara fyrir hvern dag.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi? „Ameríka er alltaf spennandi og
þá einhvers staðar á Flórídasvæðinu.“
Af hverju borðtennis? „Borðtennisinn
lá vel við höggi í endurhæfingarferlinu.
Ég sá þar möguleika á að gera eitthvað og
svo var ég með einhverja smá hæfileika.“
Hvar varstu þegar þú fékkst
fréttirnar um að þú værir á leið á
HM? „Ég var nú bara sofandi og fékk
SMS frá þjálfaranum mínum. Þetta lá svo
sem í loftinu en þegar staðfestingin kom
stækkaði maður alveg um metra.“
Er þetta ekki mikið afrek, það eru
ekki margir sem fá að keppa?
„Það eru aðeins átján bestu í heiminum
sem fá að taka þátt. Heimsmeistaramótið
er sterkara en ólympíumótið að mínu
mati og ég er að fara fimmtándi þarna
inn.“
Mun þetta ekki kosta dágóða
summu? „Ég var að reikna það saman
að með öllu mun árið kosta svona 2,5
milljónir. Ég er á B-styrk hjá ÍSÍ og er svo
heppinn að geta leitað til annarra aðila
sem hjálpa mér. Ég hef eiginlega engar
áhyggjur af því að þetta náist ekki.“
Ertu strax búinn að setja þér mark-
mið fyrir HM? „Ég ætla ekki að fara út
nema stefna á að koma með einhver
verðlaun heim.“
Ertu ekki farinn að rúlla upp
ófötluðum líka á Íslandsmótum?
„Jú, ég varði Íslandsmeistaratitilinn minn
í 1. flokki karla, það er klárlega einn af
mínum sætari sigrum. Fyrsti flokkur er
strákar sem æfa 4-5 sinnum í viku og
hafa farið í æfingabúðir í Kína. Þeir voru
ekkert rosalega sáttir fyrst en nú eru þeir
farnir að kannast við karlinn. Fyrst þegar
ég var að vinna þá heyrði maður svona:
„Ég trúi ekki að ég sé að tapa fyrir manni
í hjólastól.““
Kvikmyndagerð á Íslandi er í vanda.
Niðurskurðarhnífurinn ristir þessa
atvinnugrein djúpt og dýpra en flest-
ar aðrar listgreinar. Ástæðan er líkast
til sú að kvikmyndir eru samnefnari
yfir flestrar listgreinar og því meira
úr henni að flysja. Þetta þykir fólki í
geiranum miður og hafnar þessum
umframniðurskurði miðað við aðra.
En þegar almenningur í landinu
berst við atvinnumissi og skulda-
súpu er erfitt að sannfæra stjórn-
völd um nauðsyn menningar. Ekki
síst kvikmyndamenningar sem þyk-
ir í dýr. Venjulegum Íslendingi finnst
gaman að sjá íslenskt efni í bíóhús-
um eða sjónvarpi en í svona árferði
er það varla í forgangi. Venjuleg-
ur Íslendingur spyr sig hvers vegna
kvikmyndagerð spjari sig ekki sjálf
og miðað við útlistingar þeirra sem
greinina stunda er spurningin eðli-
leg. Hve oft heyrum við ekki um
landvinninga og verðlaun, snilld og
yfirburði íslenskra kvikmynda, leik-
ara og leikstjóra? Hvers vegna er
greinin þá ekki sjálfbær?
Peningastreymi til kvikmynda-
gerðar fer aðallega gegnum Kvik-
myndamiðstöð Íslands og RÚV. KMÍ
hefur á umliðnum árum haft á fjórða
hundrað milljónir til ráðstöfunar og
stefnt var hærra. Af þrjú þúsund millj-
óna rekstrarfé sjónvarpsins fara 100
milljónir til kaupa á íslensku efni. Því
má segja að heildarpottur hins opin-
bera til kvikmyndagerðar sé um 500
milljónir á ári. Miðað við umsvif er
ljóst að sjónvarpið þarf að gera miklu
betur, þar á bæ þarf nýja hugsun og
nýja sýn. En kvikmyndagerðarmenn
mættu líka hugsa sinn gang.
Löggilt endurskoðun
Séu framlög KMÍ skoðuð nánar kem-
ur í ljós að örfá fyrirtæki og tengdir að-
ilar hafa fengið þaðan vilyrði fyrir um
milljarði á þriggja ára tímabili. Fyrri
gjaldþrot virðast engu skipta. Spyrja
má hvort þetta sé eðlileg traktering
á opinberu fé? Einnig hafa mynd-
ir, alfarið á erlendum tungumál-
um, notið styrkja. Vel er skiljanlegt
að framleiðendur vilji stækka
markaðssvæði sín
en sé móður-
málið víðs fjarri
og föðurlandið
jafnvel líka er erf-
itt að sjá hvaða
skírskotun slíkar
myndir hafa fyrir
landann.
En hvað um
fullyrðingu kvik-
myndagerðar-
manna um að
ríkið fái útlagt fé
til baka og jafn-
vel rúmlega það?
Hægðarleikur
ætti að vera að
finna þetta út
með því að rekja
afleidd störf,
reikna út endur-
greiðslur, skatt-
tekjur, innstreymi peninga erlendis
frá og í hvað þeir aurar fara? Löggilt
endurskoðun á þessu gæti skilað
kvikmyndagerðinni órækri sönnun
um eigið ágæti.
Þrengingar fram undan
Verkefni kvikmyndagerðarmanna
nú er ekki að biðja um hærri fram-
lög heldur jafnari dreifingu á því sem
er til skiptanna. Bransinn þarf í heild
að njóta betur þeirrar litlu sólar sem
nýtur. Kvikmyndamiðstöðin á ekki
að „búa til bransa“ heldur bransinn
sjálfur. Há framlög KMÍ og endurtek-
ið til sömu aðila hindrar þróun í þá
veru. Hún raskar enn frem-
ur samkeppni
og ýtir
undir klíkumyndun með tilheyr-
andi hagsmunagæslu. Gætum að því
að þó kvikmyndagerð sé dýr er hún
misdýr og miklir peningar tryggja
ekki endilega gæði. Jóhannes, nýleg
gamanmynd, naut sem dæmi engrar
fyrirgreiðslu frá KMÍ en fékk frábæra
aðsókn. Auðvitað ætti kvikmynda-
akademían að útnefna myndina til
Edduverðlauna þó ekki væri nema
fyrir fjármögnun. Að búa til kvik-
mynd úr engu er snilld, engu síðri en
þeirra sem njóta aðgengis að sjóðum
og fjölmiðlum.
Al- menningur virðist deila
sjónarmiðum kvik-
myndagerðarfólks um
metnaðarleysi Sjón-
varpsins gagnvart ís-
lenskri dagskrárgerð.
Úthlutanir Kvikmynda-
miðstöðvar eru hins vegar
umdeilanlegri. Er nauð-
synlegt að styrkþeg-
ar þurfi 60 milljónir
í verk sín, myndu 30
milljónir duga? Ör-
ugglega einhverjum og
hvers vegna þá ekki að
spara peninga án þess
að fækka verkefnum?
Austur góðærisins er
liðinn og kvikmynda-
gerðarmenn þurfa að
gera sér grein fyrir
því. Fram undan eru
þrengingar og vilji
kvikmyndabransinn
halda reisn og vel-
vild almennings er
aðhald í eigin málum
miklu betri leið en
kröfugerð og væll.
Kvikmyndagerð í vanda
Börn á ljósmyndasýningu Þau voru áhugasöm skólabörnin sem veltu fyrir sér ljósmyndum ársins 2009 úr íslenskum fjölmiðlum þegar Rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari
leit þar við á fimmtudaginn. Sýningin er að venju í Gerðarsafni en þar má skoða þær myndir sem þóttu skara fram úr í blöðum og tímaritum í fyrra.
UMRÆÐA 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 25
LÝÐUR ÁRNASON
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Að búa til kvikmynd
úr engu er snilld, engu
síðri en þeirra sem
njóta aðgengis að
sjóðum og fjölmiðlum.”
KJALLARI
MYNDIN MAÐUR DAGSINS