Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 29
...tölvuleikn-
um God of
War 3
Vel gert, vel
unnið. Bravó!
... myndinni From
Paris With Love
Einföld spennu-
flétta sem allir
strákar ættu að
hafa gaman af.
... myndinni Loft-
kastalanum sem
hrundi
Engin mistök.
Frábær loka-
kafli í þríleik
Larssons.
... myndinni Legion
Satanískt vond mynd.
FÓKUS 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 29
FÖSTUDAGUR
n Mínus á Batteríinu
Hljómsveitin Mínus ætlar að troða upp
á Batteríinu en félagarnir hafa ekki
spilað hérlendis um nokkurt skeið. Það
verður gaman að heyra hvað þeir spila í
kvöld en gestir munu fá að heyra efni af
væntanlegri plötu. Húsið er opnað kl. 22
og það kostar 1000 krónur inn.
n Dikta á Akureyri
Hin frábæra hljómsveit Dikta sem átti
eina af bestu plötum síðasta árs verður
með tónleika á Græna hattinum í kvöld.
Það ættu allir að reyna að tryggja sér
miða sem seldir verða í Eymundsson því
það seldist upp á síðustu tónleika Diktu
á Græna hattinum á mettíma.
n Gylfi Ægis og Rúnar Þór á Players
Það ættu allir að kannast við meistarana
Gylfa Ægis og Rúnar Þór en þeir ætla að
halda gestum Players dansandi fram á
rauðanótt. Það er sannkallaður heiður að
fá þá til að spila þetta kvöld og vonast
þeir til að sjá sem flesta.
n Reykjavik Fashion
Festivalstóneikar á Nasa
Það verður glæsileg dagskrá á Nasa í
kvöld en þá munu hljómsveitirnar Gus-
Gus, Retro Stefson og sænska bandið Air
France stíga á svið í tilefni af Reykjavik
Fasion Festival. Það kostar 2.800 inn
en passinn er einnig aðgöngumiði á
laugardagskvöldið sem verður ekki síðra
en þetta.
n Bermuda á Spot
Bermuda verður á Spot í kvöld. Bermuda
var stofnuð árið 2004 og hefur verið að
gera það gott á ballmarkaðnum síðan
með nýjum sem gömlum danssmellum.
það kostar 1.500 krónur inn og er húsið
opnað klukkan 23.
LAUGARDAGUR
n Hreimur og Sjonni á Players
Félagana Hreim Heimisson og Sjonna
Brink þarf vart að kynna en þeir hafa
ákveðið að koma saman á laugardags-
kvöld og skemmta gestum á Players.
Glöggir lesendur muna eflaust eftir þeim
úr síðustu Söngvakeppni Sjónvarpsins
þar sem þeir sungu lagið Waterslide.
n Reykjavik Fashion Festival á Nasa
Í kvöld mun heimsfræg söngkona
stíga á svið en það er engin önnur en
Peaches sem mun syngja fyrir lýðinn.
Einnig munu koma fram Bloodgroup og
ungstirnin í hljómsveitinni Sykur. Miðinn
frá kvöldinu áður gildir inn í kvöld líka.
n Playboy-partý á 800 bar
Það verður allt fullt af Playboy-kanínum
á Selfossi í kvöld í Playboy-partýi á 800
bar. Verðlaun verða fyrir flottasta búning
og þær stelpur sem mæta í dressi fá
glaðning. Dj Óli Geir og Dj Sindri frá Flass
104,5 þeyta skífum.
n Akureyrarball á Spot
Akureyringar ætla að skemmta sér
saman á Spot í kvöld þar sem rifjaðir
verða upp gamlir norðlenskir taktar.
Fram koma hljómsveitirnar Skriðjöklar,
bítlahljómsveitin Bravó, Hunang og
dægurlagapönkhljómsveitin Húfa auk
skemmtikraftanna Rögnvaldar gáfaða
og Kalla Örvars. Húsið er opnað kl. 23 og
kostar 2.000 krónur inn.
Hvað er að
GERAST?
Yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar opnuð á Akureyri:
40 ÁR AF FERLI TRYGGVA
... leikritinu Hænu-
ungarnir
Hver leikar-
inn öðrum
betri í þessu
frábæra
verki.
... bókinni Það
sem ég sá og
hvernig ég laug
Einlæg, hreinskilin,
áhugaverð, spenn-
andi og hugljúf.
raunum Orms til að reyna að fóta sig
í lífinu. Hann kemur úr sundraðri
fjölskyldu og ber djúpt ör eftir skiln-
að foreldra sinna. Mamma hans er
byrjuð að deita sjóara sem er ansi
mikið fyrir sopann, hann er skotinn
í stelpu og er í uppreisn gegn skóla-
kerfinu, sérstaklega íþróttafasism-
anum sem þar ræður ríkjum.
„Þetta fer allt alveg svakalega í
taugarnar á Ormi blessuðum. En
hann er öðlingsdrengur,“ segir Gói.
„Hann er náttúrlega alveg sjúk-
lega orðheppinn og skemmtilegur
þannig að það er virkilega gaman að
honum. Enda leynast Ormar víða
um grundir!“
Sögusvið Ólafs í bókinni er tím-
inn sem hún er skrifuð á, níundi
áratugurinn. Gói segir aðstandend-
ur söngleiksins halda sig við það
sögusvið, ekkert sé verið „að tala
um Facebook eða SMS. Við höldum
sögunni bara eins og hún er og það
gengur fullkomlega upp.“
Þrátt fyrir að hafa ekki leikið í at-
vinnusýningum í ýkja langan tíma
er Gói, sem útskrifaðist úr leiklist-
ardeild Listaháskólans árið 2005,
kominn með þó nokkra reynslu af
söngleikjum. Á meðal söngleikja-
uppfærslna sem hann hefur tek-
ið þátt í eru Hárið, Litla hryllings-
búðin, Fólkið í blokkinni (sem er
einnig eftir Ólaf Hauk) og nú síð-
ast Söngvaseiður sem fór af fjölum
Borgarleikhússins síðastliðið haust.
„Ég veit það ekki, það verða aðr-
ir að dæma um það,“ segir hann,
spurður hvort söngurinn liggi vel
fyrir honum. „Ég hef að minnsta
kosti rosalega gaman af því að
syngja. Eins og þú segir hef ég gert
ansi mikið af því, enda söngleikur-
inn skemmtilegt form.“
Magnús Geir skipulagður
Gói var fastráðinn við Leikfélag Ak-
ureyrar strax eftir útskrift og var
einn af burðarásum leikhússins þar
til hann var ráðinn til Borgarleik-
hússins árið 2008. Þar fylgdi hann
Magnúsi Geir Þórðarsyni sem tekið
hafði við stjórn Borgarleikhússins
skömmu áður eftir að hafa stýrt LA
árin á undan. Eins og leikhúsunn-
endur vita féllu aðsóknarmetin eins
og lauf að hausti í leikstjórnartíð
Magnúsar hjá LA.
Og Magnús er einmitt leikstjóri
Gauragangs sem er fyrsta uppfærsl-
an sem hann stýrir eftir vistaskiptin,
en hann stökk stundum í leikstjóra-
gallann fyrir norðan.
„Hann hefur eeengu gleymt,
drengurinn,“ segir Gói með leik-
rænum tilburðum. En er samt aug-
ljóslega fúlasta alvara. „Magnús er
frábær leikstjóri. Hann er svo skipu-
lagður og veit hvað hann vill. Það eru
forréttindi að vinna með honum.“
Er það ekki kostur fyrir samvinnu
ykkar hvað þið þekkist vel eftir árin
á Akureyri? „Alveg örugglega. Hann
þekkir mig út og inn sem leikara
þannig að hann þekkir kostina og
gallana. Það er bara gott.“
Besta vin Orms, Ranúr, leikur
Hallgrímur Ólafsson sem einnig var
hjá LA með Góa og Magnúsi. „Við
höfum leikið mikið saman og þekkj-
umst vel. Það er auðvitað mikill kost-
ur að þekkja vel inn á meðleikara
sína. Það er mjög gott að leika á móti
Hallgrími og það hlýtur að skila sér
út í sal með góðum samleik. Eða ég
vona það alla vega.“
Leikur í fyrstu, íslensku þrívídd-
armyndinni
Gói er líka byrjaður að þreifa á kvik-
myndaleiknum. Blaðamaður segist
hafa afar áreiðanlegar heimildir fyr-
ir því að hann fari á kostum í hinni
geysivinsælu mynd Algjör Sveppi
og leitin að Villa. „Þú verður að sjá
hana, það er algjört skilyrði!“ segir
leikarinn. Eftir að hafa fengið loforð
fyrir því frá blaðamanni heldur hann
áfram.
„Það var mjög skemmtilegt að
leika í þessari mynd. Og mér finnst
þetta allt svo skemmtilegt. Ég er bara
sjúkur í þetta starf. Það er gaman
að skipta á milli, vera í leikhúsinu,
döbba teiknimyndir, leika í sjón-
varpi og bíó og gera þetta allt. Það er
bara ekki hægt að fá leið á þessu.“
Í bígerð er svo framhaldsmynd,
Algjör Sveppi og dularfulla hótelher-
bergið. Og metnaðurinn er mikill hjá
leikstjóranum, Braga Þór Hinriks-
syni, og framleiðendum myndarinn-
ar því hún verður tekin upp í þrívídd
sem ekki hefur verið gert áður hér af
íslenskum kvikmyndagerðarmönn-
um svo vitað sé. En vinnslan verður
hröð, tökur fara fram á vormánuðum
og frumsýning er áætluð næsta haust.
„Við tókum fyrri myndina líka
svona,“ segir Gói. „Tökur voru í maí
og júní og svo frumsýndum við í
september. Stafræna tæknin er svo
mikil snilld. Og ég er mjög spenntur,
ég meina, fyrsta íslenska þrívíddar-
kvikmyndin!“
Og fleira er að sjálfsögðu á prjón-
um gaursins Góa. Það er venjan hjá
góðum leikurum.
„Já, það er fullt á prjónunum. En
eins og alltaf þá má ekkert segja. Þá
verður einhver móðgaður. En það er
margt spennandi að fara að gerast
og ég bíð bara spenntur og fullur til-
hlökkunar. En fyrsta mál á dagskrá er
að frumsýna Gauragang.“
kristjanh@dv.is
Alþjóðleg vídeó- og tilraunakvikmyndahátíð:
Metþátttaka í 700IS Hreindýralandi
Alþjóðlega vídeó- og tilraunakvik-
myndahátíðin 700IS Hreindýra-
land verður sett í fimmta sinn á Eg-
ilsstöðum á laugardaginn en hún
stendur til 27. mars. Að þessu sinni
var metþátttaka; innsend verk voru
642 frá 49 löndum, af þeim voru 76
verk valin til sýningar. Þar að auki
frumsýnir Steina nýtt vídeóverk fyr-
ir sex skjái í Frystiklefanum í Slát-
urhúsinu á Egilsstöðum. Víðs veg-
ar um Sláturhúsið verða svo hin 76
verkin sýnd þessa viku en einnig
verða listamenn og forstöðumenn
samstarfshátíða með listamanna-
spjall og kínverskt tilraunabíó.
700IS er komið í Evrópusamstarf
sem felur í sér að fjórar vídeóhá-
tíðir velja hver sitt verðlaunaverkið
úr innsendum evrópskum verkum.
Auk 700IS eru það Moves í Bret-
landi, Intermodem í Ungverjalandi
og Frame Research í Portúgal. Þessi
fjögur verk verða sýnd á hátíðun-
um í öllum löndunum frá maí 2010
til apríl 2011 og höfundar þeirra
fá sérstök verðlaun og vegsauka.
Einnig er hátíðin nú í samstarfi við
norrænan listaþríæring sem hald-
inn verður í fyrsta sinn í vor í Eskil-
stuna í Svíþjóð.
Enn ein nýbreytni er sérstök
gestavinnustofa. Gestalistamaður í
Skaftfelli á Seyðisfirði, í Sláturhús-
inu á Egilsstöðum og Charles Ross
frá Bretlandi, búsettur á Eiðum,
ásamt Matta Sarinen frá Finnlandi,
sem búsettur er á Akureyri, fá sér-
staka kynningu.
Fyrir utan ofantalið verður efnt
til sérstakrar „stillusýningar“ víða
um landið. Það þýðir að kyrrmynd-
ir úr völdu vídeóverkunum verða
sýndar á skjám hér og þar um land-
ið í aðdraganda hátíðarinnar fyrir
austan.
Dagskrána er að finna á heima-
síðunni 700.is.
Streymi Úr mynd Maríu
Dalberg, Streymi, sem sýnd
verður á 700IS Hreindýralandi.
Gói sem Ormur „Þetta er
náttúrlega stórsaga og mikill
karakter. Þetta er nettur Hamlet.“
MYND GRÍMUR BJARNASON
Rekkjubrögð Margt kemur upp
á í lífi Orms. Sumt af því gerist í
rekkjunni. MYND GRÍMUR BJARNASON
Stuð Leikhópurinn er stór, telur á þriðja tug leikara. MYND GRÍMUR BJARNASON