Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 VIÐTAL Hún er öll að koma til og þær systur báð-ar. Álfheiður mun vonandi jafna sig að fullu líkamlega en verður alltaf með ör eftir stunguna auk þess sem hún er andstutt og veigrar sér við að anda djúpt inn. Við erum að vinna í því með því að láta hana hlaupa og taka á því,“ segir Óskar Harðarson í Reykjanes- bæ, faðir Álfheiðar, litlu stúlkunnar sem stungin var í brjóstið heima hjá sér síðasta haust. Álfheið- ur var aðeins fimm ára gömul þegar árásin var gerð og mátti litlu muna að mjög illa færi. Árásar- vopnið, stór og mikill eldhúshnífur, stakkst á ská niður framan við hjartað í gegnum þind og hluta lifrar, allt inn að neðri holæð neðan við hjartað. Fréttir af voðaverkinu skóku íslenskt samfélag enda sjaldgæft hér á landi að barn verði fyrir jafn- fólskulegri ofbeldisárás. KEYRÐI MEÐ HANA Í FANGINU Árásin átti sér stað í hádeginu á sunnudegi seint í september þegar fjölskyldan í Keflavík var að hefja daginn sem byrjaði eins og hver annar sunnudagur. Systurnar, þá fimm og 11 ára, voru á neðri hæð hússins að horfa á teiknimynd en for- eldrarnir í herbergi sínu á efri hæðinni. Fjölskyld- an átti sér einkis ills von og foreldrarnir töldu víst að dæturnar væru öruggar á heimilinu. „Við heyrum að dyrabjöllunni er hringt en svo er hljótt í um 20 sekúndur eða þar til rosalegt öskur heyr- ist. Við förum niður til að athuga hvað gangi á og ég man að ég var frekar pirraður yfir þessum lát- um og öskraði á þær að hætta þessum hávaða,“ útskýrir Óskar þegar hann rifjar upp daginn mar- traðarkennda. Vonda skapið hafi hins vegar fuðrað upp á augnabliki þegar hann sá yngri dóttur sína al- blóðuga. „Ég ríf hana upp og set peysu yfir sárið til að halda þrýstingi á því og hleyp með hana út í bíl og keyri á spítalann með hana í fanginu,“ seg- ir hann og bætir við að Álfheiður hafi verið með meðvitund allan tímann. „Hún var mjög skelfd og fann til og á meðan læknarnir skoðuðu hana hélt ég í hönd hennar og sagði henni að horfa á mig en ekki spá í læknana eða sárið og það virtist róa hana.“ REIÐIN BLOSSAR UPP Óskar segir árásarkonuna, rúmlega tvítuga konu frá Keflavík, ekki ganga heila til skógar og að hún hafi ekki átt neitt sökótt við fjölskylduna sem rétt- læti slíkt fólskuverk. Í dómi Héraðsdóms Reykja- ness kemur fram að árásarkonan hafi álitið að sér hefði stafað ógn af Óskari og öðrum mönnum honum tengdum. „Í rauninni vitum við ekki af hverju hún gerði þetta en hún viðurkenndi fyrir löggunni að hún hefði ætlað að drepa mig. Eina ástæðan sem okkur dettur í hug er sú að konan mín sagði lögreglunni að hún hefði séð hana brjóta rúðu í húsinu við hliðina auk þess sem ég kom að henni að sparka í mótorhjól bróð- ur míns. Ég hef ekkert talað við hana og veit að fjölskylda hennar skilur þetta ekki heldur,“ segir hann og bætir við að hann sjálfur hafi það ágætt þótt reiðin blossi öðru hvoru upp. „Stundum, þegar ég ligg uppi í rúmi, fer hugur- inn á fullt og ég upplifi þetta aftur og finn þá fyrir reiði og ég hef misst mikinn svefn út af þessu. Ég er samt ekki alltaf reiður, mesta reiðin var fljót að hverfa. Í dag er þetta ekkert sem ein sígaretta get- ur ekki bjargað.“ ENGIR EFTIRMÁLAR Óskar segir atvikið hafa haft mikil áhrif á bæjarfé- lagið. Íbúar í Keflavík hafi sýnt fjölskyldunni mik- inn velvilja og hjálpað þeim að komast í gegnum þessa lífsreynslu. Hann viti þó að sín fjölskylda sé ekki ein í sárum. Fjölskylda árásarkonunnar eigi einnig erfitt. „Ég skil ekkert í þeim sem halda að ég ætli að hefna mín á henni eða hennar fjöl- skyldu. Slíkt hefur ekkert upp á sig og kemur ekki til greina,“ segir hann og bætir við að þegar mestu lætin hafi verið hafi hann fundið sig knúinn til að leita eftir fundi með fjölskyldu konunnar. „Það varð allt vitlaust í bænum og til að stöðva frek- ara ofbeldi bað ég fjölskyldu árásarkonunnar að tala við okkur og fékk prest til að vera viðstaddan. Ég vildi að þau vissu að það yrðu engir eftirmál- ar af minni hálfu. Mamma árásarkonunnar hefur komið mjög vel fram við okkur og sendi Álfheiði pakka, bæði þegar þetta gerðist og einnig jólagjöf og afmælisgjöf.“ Aðspurður hvað hafi haldið aftur af honum segir hann börnin sín hafa stopppað sig. „Hvað gerir það börnunum mínum gott ef ég hefni mín og fer í fangelsi fyrir eitthvert voðaverk? Það er engin lausn. Ég ætla að eyða lífinu með fjölskyld- unni minn og er ekki að fara neitt frá þeim.“ ELDRI STELPAN SÁ HNÍFINN Eftir að læknir hafði skoðað Álfheiði á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja var hún send með sjúkra- bíl til Reykjavíkur og lögð á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Mamma hennar og amma fylgdu með í sjúkrabílnum en Óskar varð eftir. „Lögreglan vildi ræða við eldri stelpuna því hún varð vitni að árásinni. Hún stóð sig lygilega vel í yfirheyrslu og gat lýst árásarkonunni svo vel að lögreglan handtók hana innan skamms,“ segir hann og bætir við að systirin hafi séð stóra hníf- inn, sem árásarkonan hafi haldið á bak við sig, út um gluggann þegar hún hringdi dyrabjöllunni. „Hún reyndi að stoppa litlu systur sína en hún hlustaði ekkert á hana og opnaði dyrnar og heils- aði. Konan spurði hvort hún mætti koma inn og steig eitt skref inn fyrir þröskuldinn, stakk hana og hljóp í burtu. Þetta var mjög tæpt. Stungan endaði aðeins einn og hálfan millimetra frá hjart- anu en á einhvern undraverðan hátt skemmdust hvorki mikilvæg líffæri né stórar æðar,“ segir Ósk- ar og bætir við að hann hafi hingað til ekki verið trúaður maður. „Eftir þetta veit ég ekki hvað ég á að halda en það hefur greinilega einhver eða eitthvað vakað yfir okkur en hvort það var Jesús, Guð, Allah eða Búdda skal ég ekki segja. Læknarnir sem skoð- uðu hana hreinlega göptu og sögðu að guð sjálf- ur hefði ekki getað staðsett hnífinn betur. Þetta er bara kraftaverk, það hefði svo auðveldlega getað farið svo miklu, miklu verr.“ ALLT BREYTT Álfheiður dvaldi á Barnaspítala Hringsins í viku eftir árásina. Óskar segir fjölskylduna hafa feng- ið áfallahjálp á sjúkrahúsinu sem hafi verið afar hjálplegt. „Við ræddum við prest á sjúkrahúsinu og eldri dóttirin hafði sérstaklega gott af því. Hún þurfti að fá að tala um atburðinn. Þær báðar eru alveg ótrúlegar og það er konan mín líka. Ég gæti ekki verið stoltari af þessum þremur stelpum,“ segir hann og bætir við að atburðurinn hafi vissu- lega breytt lífi fjölskyldunnar. „Þetta hefur tekið á og þær mega ekki heyra harkalegt bank á útidyrnar án þess að kippast HEFND KEMUR EKKI TIL GREINA Óskar Harðarson gleymir aldrei öskri dætra sinna né sjóninni sem mætti honum á neðri hæð húss þeirra í Keflavík einn sunnudagsmorguninn í september. Ráðist hafði verið á fimm ára dóttur hans á heimili þeirra. Árásarkonan stakk barnið með stórum eldhúshníf í brjóstið. Læknar segja kraftaverk að Álfheiður litla hafi ekki slasast meira. Óskar segir árásarkonuna andlega veika og þvertekur fyrir að ætla að hefna dótturinnar. Hann segir forgangsröðun sína breytta eftir árásina. Nú viti hann hvað það er sem skipti mestu máli í þessu lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.