Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 31
VIÐTAL 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 31 til. Þær hitta sálfræðing reglulega sem reynir að púsla þeim saman aftur. Maður vonar bara það besta en framtíðin er óljós og það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að hafa áhrif á líf þeirra eftir einhver ár. Í dag geta þær ekki ver- ið einar en slíkt var ekkert vandamál hér áður fyrr. Sjálfur lifi ég ekki í ótta en ég er orðinn aðeins varkárari þegar kemur að stelpunum mínum.“ DAUÐINN KOM EKKI TIL GREINA Árásarkonan var sýknuð af Héraðsdómi Suð- urnesja þar sem hún þótti ósakhæf. Hún var þó dæmd til að greiða fjölskyldunni miskabætur og mun dvelja á viðeigandi stofnun í ótiltekinn tíma. Óskar segist ekki kvíða þeim degi sem hann hitti hana úti á götu. „Ég er vanur að hafa stjórn á sjálf- um mér og hræðist ekki mín viðbrögð. Þar með er ég ekki að segja að ég hafi fyrirgefið henni og ég efast um að ég eigi einhvern tímann eftir að geta það en ég er ekkert að fara að eltast við hana, það væri bara þvæla. Þegar ég rekst á hana úti á götu mun ég ekki gera neitt. Bara hunsa hana og horfa í hina átt- ina. Það er erfitt að segja hvað er í kollinum á manneskju sem gerir litlu barni svona lagað en hún hlýtur að hafa átt erfitt og er greinilega mik- ið veik,“ segir Óskar og bætir aðspurður við að hann hafi aldrei leyft sér að hugsa: hvað ef Álf- heiður litla hefði dáið. „Ég neitaði að taka því sem möguleika og vil ekki hugsa þá hugsun til enda. Ég hefði aldrei tekið það í mál.“ ÞAKKLÁTUR FÓLKINU SÍNU Óskar segir atvikið hafa breytt fjölskyldunni. Nú viti hann hvað það er sem virkilega skipti máli í þessu lífi. „Í dag reyni ég að nýta þessi litlu augna- blik og tek fjölskyldunni ekki sem sjálfsögðum hlut. Við getum alveg horft á björtu hliðarnar og séð eitthvað gott koma út úr þessu því í raun- inni hefur þessi reynsla þjappað okkur enn betur saman sem fjölskyldu. Systurnar eru orðnar mjög nánar og við konan að sama skapi líka. Við svona reynslu sér maður hvað maður á góða vini og fjölskyldu en þetta fólk hefur hjálp- að okkur í gegnum þetta, staðið við bakið á okkur og stappað í okkur stálinu þegar á hefur þurft að halda auk þess sem bræður mínir í hjólaklúbb- num hafa hjálpað mér óendanlega,“ segir hann og bætir við að staðalímyndin af mótorhjólatöff- urum eigi ekki alltaf við rök að styðjast. „Við erum einfaldlega bræður og ef eitthvað kemur fyrir hjá einum okkur stöndum við saman og hjálpumst að. Þessir menn, konan mín, vinirnir, fjölskyldan og fólkið í Keflavík hefur algjörlega bjargað geð- heilsunni. Eins vil ég þakka fólkinu á barnaspít- alanum, þar eru einfaldlega dýrðlingar, allavega í mínum augum,“ segir hann. NÝTUR TÍMANS MEÐ FJÖLSKYLDUNNI „Stelpurnar mínar eru miklu sterkari en ég hefði nokkurn tímann gert mér í hugarlund. Þær eru allar þrjár hetjur. Nema þegar ég er ekki heima – þá á helst að vera slagbrandur fyrir hurðinni og neglt fyrir glugga en við erum að vinna í þeim málum. Ég er rosalega stoltur af fjölskyldunni og í dag nýt ég þess í botn að verja tíma með þeim. Sunnu- dagar eru til dæmis fjölskyldudagar og þá förum við á róló eða gerum eitthvað annað skemmti- legt saman. Stelpurnar þurftu að fullorðnast ansi hratt við þessa hrikalegu lífsreynslu og það ömur- legasta sem komið getur fyrir foreldra er að eitt- hvað komi fyrir börnin en við munum komast í gegnum þetta og það tíu sinnum sterkari fyrir vikið.“ indiana@dv.is HEFND KEMUR EKKI TIL GREINA Hvað gerir það börnunum mín- um gott ef ég hefni mín og fer í fangelsi fyrir eitt- hvert voðaverk? Það er engin lausn. Ég ætla að eyða lífinu með fjölskyld- unni minni og er ekki að fara neitt frá þeim. HRIKALEG LÍFSREYNSLA Í dag nýtur Óskar þess að verja tíma með fjölskyldunni. Hann segir atvikið hafa gert systurnar enn samrýndari og samband hans og konunnar sterkara. MYND SIGTRYGGUR ARI KOMA VEL FRAM VIÐ OKKUR „Mamma árás- arkonunnar hefur komið mjög vel fram við okkur og sendi Álfheiði pakka, bæði þegar þetta gerðist og einnig jólagjöf og afmælisgjöf,“ segir Óskar sem ræddi við ættingja árásarkonunnar til að fullvissa þá um að hann vildi þeim ekkert illt. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.