Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 34
fræðinga hérna en af hverju sá enginn ykkar þetta fyrir?““ Í fljótu bragði segir Guðlaugur að útlit sé fyr- ir að undirliggjandi kerfisvandi hafi verið ástæða þess að svona fór svo víða. „En það breytir því ekki að við gerðum fullt af mistökum og manni finnst að maður hefði átt að sjá margt af því fyrir sem svo gerðist.“ STYRKJAMÁLIÐ Í apríl 2009 komust Guðlaugur og margir fleiri þingmenn í fréttir sökum styrkja sem þeir þáðu frá fyrirtækjum árið 2006 vegna alþingiskosn- inganna vorið 2007. Í prófkjörssjóð Guðlaugs barst meðal annars styrkur frá Baugi upp á tvær milljónir og svipað frá FL Group. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra, Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, voru einnig á meðal þeirra sem fengu styrki frá Baugi. „Málið í heild sinni er þannig að ég hef sett mér mjög skýrar reglur þegar kemur að fjáröfl- un, en þar til nýlega hafa nánast engar reglur gilt um fjármál eða fjáröflun stjórnmálaflokka. Ég var fylgjandi því að settar yrðu reglur um þessi efni og kom meðal annarra að því að setja núgildandi reglur, sem eru til bóta þótt þær séu ekki galla- lausar.“ Guðlaugur segist því hafa farið að öllum sett- um reglum sem til voru á þeim tíma og rúmlega það. „Ég lagði ríka áherslu á það að þeir sem söfnuðu fyrir mig fengju ekki stórar upphæðir frá fáum aðilum heldur að fjáröflunin yrði eins dreifð og hægt væri, líkt og gert er ráð fyrir í nýju lögunum. Það var enginn einn sem hélt uppi mínu prófkjöri og þannig vildum við líka hafa það. Ég held að hæsta upphæðin hafi numið 8% af heildarupphæð framlaga. Ég hefði ekki viljað vera í þeirri stöðu sem sumir voru í, að vera fjár- magnaðir eingöngu af einum eða tveimur fjár- sterkum aðilum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur komst einnig í fréttir á svipuðum tíma, þegar upplýst var að flokkurinn hefði þegið 30 milljóna króna styrk frá FL Group nokkrum dögum áður en löggjöf um framlög til stjórnmálaflokka tók gildi. For- maður flokksins baðst afsökunar á þessu og lof- aði að greiða upphæðina til baka auk 25 millj- óna króna styrks frá Landsbankanum. „Mitt nafn tengdist þessu, þótt ég hafi ekki borið per- sónulega ábyrgð á því, þar sem ég bað menn um að afla fjár fyrir flokkinn. Ég skil vel að fólk hafi verið ósátt við hvernig staðið var að þessu máli hjá okkur, en það verður að hafa í huga að það gekk ekki gegn neinum reglum sem í gildi voru á þessum tíma og svo kom í ljós, þótt það hafi fengið litla athygli, að aðrir stjórnmálaflokkar stóðu líka í mikilli fjáröflun á þessum tíma. Sam- fylkingin fékk til dæmis háa styrki frá fyrirtækj- um. Félög tengd Jóni Ásgeiri styrktu hana um 25 milljónir, félög tengd Björgólfsfeðgum um 16 milljónir og félög tengd Ólafi Ólafssyni og Bakkavararbræðrum 14 milljónir hvort um sig, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þegar þessar upp- lýsingar voru birtar um mánuði eftir kosning- ar, var eins og fjölmiðlar hefðu bara ekki lengur skoðun á því hvort stjórnmálaflokkar hefðu átt að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum og athafna- mönnum árið 2006 eða ekki.“ VINNUR Í ÞÁGU ALMENNINGS Guðlaugur segist alla tíð hafa verið talsmað- ur þess að hafa hlutina uppi á borðinu og hans störf sem stjórnmálamaður sýni það í verki. Allt tal um að hann sé að sinna erindum fjármálaafla eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Menn skulu skoða mín störf mjög gagnrýnið, en þau stand- ast vel skoðun. Sem stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur kom ég í veg fyrir að Orkuveit- an keypti svokallað grunnnet Símans sem átti að kosta allt að 20 til 23 milljarða árið 2006. Ég stoppaði það líka að Orkuveitan byggði allt að 500 sumarbústaði við Úlfljótsvatn. Ég hvet menn til að skoða hvernig staða Orkuveitunnar væri ef orðið hefði af þessu. Ég takmarkaði líka ábyrgð Orkuveitunnar af útrásarstarfsemi fyrirtækisins, og í minni tíð var starfsemin mjög takmörkuð, og einn af litlu hlut- unum sem ég tók á var að koma í veg fyrir að þjónar í búningum þjónuðu til borðs í Orkuveitu- húsinu, en þannig var fyrirkomulagið þegar ég kom að málum. Það ber að hafa í huga að þess- ar áætlanir hefðu náð fram að ganga ef nýr borg- arstjóri og nýr meirihluti hefði ekki tekið völdin í borginni árið 2006. Ef einhver spyr mig hvort ég telji mig hafa gætt hagsmuna almennings, er svarið já. Ég tel mig svo sannarlega hafa gert það og að það sé það sem ég reyni mitt besta til að gera á hverjum degi. Sem heilbrigðisráðherra tókst mér að ná gríðarlegum árangri við að stytta biðlista í ýms- ar aðgerðir og taka á rekstri heilbrigðisstofnana. Aukin áhersla var lögð á forvarnir með nýrri heilsustefnu. Þetta var í miðju góðærinu og þá voru ekki háværar raddir að krefjast þessara að- gerða. Ég lækkaði líka lyfjakostnað um einn og hálfan milljarð í góðærinu. Er sá sem slíkt gerir að vinna fyrir peningaöflin? Ég hef aldrei unnið í þágu annars en almennings.“ ÞYKKUR SKRÁPUR Þessi hugsjón, að bera hag fólksins fyrir brjósti, er Guðlaugi greinilega mikilvæg og það sést þegar verið er að ræða þessi mál. Var það því ekki erfitt fyrir hann að sitja undir ásökunum um spillingu og óheiðarleika? „Jú, það var mjög erfitt. Ég hélt að maður væri kominn með ansi þykkan skráp en greinilega ekki nógu þykkan. Mér fannst af- skaplega erfitt að sitja undir þessu. Það sem var erfiðast var að hugsa til alls þess fólks sem hef- ur stutt mig í gegnum tíðina og hjálpað mér að komast þangað sem ég er. Ef þetta fólk héldi, þótt ekki væri nema í stutta stund, að ég væri einhver annar en ég gef mig út fyrir að vera. En sem betur fer fann ég fyrir miklum stuðningi í gegnum alla þessa orrahríð. Ég vil að fólk geri miklar kröfur til mín og treysti mér en auðvitað verð ég líka að standa undir þeim kröfum og því trausti og held ég hafi gert það í gegnum tíðina.“ ÆPT AF KVÖLUM EN EKKI VONBRIGÐUM Þótt Guðlaugur hafi mikinn drifkraft til að vera í stjórnmálum og berjast fyrir hugsjónum sínum, er pólitíkin ekki endastöð að hans sögn. „Ef ég þyrfti að hætta á morgun eða ef ég myndi tapa kosningum væri það enginn heimsendir. Aðrir hlutir í lífinu eru mikilvægari, eins og fjölskyldan og heilsan. Svo lengi sem maður hefur þá hluti í lagi eru manni allir vegir færir.“ Guðlaugur hefur kynnst heilsumissi af eigin raun eftir að hann brenndist illa árið 2006. Hann hefur jafnað sig að fullu eftir það atvik en seg- ist ánægður með að þjáningar hans hafi reynst öðrum víti til varnaðar. „Það er mjög vont,“ seg- ir Guðlaugur um hvernig tilfinning það sé að brenna. „Manni varð hugsað til þess eftir þetta, þegar verið var að brenna fólk á báli hér á öldum áður. Hversu hræðileg grimmd það er, því kval- irnar eru slíkar.“ Atvikið átti sér stað kringum jólin en Guðlaug- ur hallaði sér óvart upp að logandi kerti þegar hann var að lesa blað. „Ég var að lesa um eldgos í Lifandi vísindum,“ segir Guðlaugur og skellir upp úr enda nokkur kaldhæðni fólgin í því. „Ég fann fyrir einhverjum hita á bakinu og leit við og svo fann ég þennan gríðarlega sársauka. Það sem ég gerði næst er einmitt það sem maður á ekki að gera. Það var nýbúið að setja upp nýja eldhúsinn- réttingu hjá okkur þannig að ég vildi síður vera að standa í þessu þarna og hljóp út.“ Bruni Guðlaugs hefði orðið mun minni ef hann hefði kastað sér strax á bakið til þess að kæfa eldinn líkt og ráðlagt er við slíkar aðstæður. „Ég hljóp út alveg eins og kjáni. Ef ég hefi gert hitt hefði ég fengið smá sviða, skyrtan eyðilagst og enginn rætt þetta nokkurn tímann.“ Það já- kvæða við athyglina sem fylgdi atvikinu segir Guðlaugur vera að svo hafi virst sem umræðan hafi dregið úr brunaslysum almennt. Fólk hafi gefið sig á tal við hann og sagt að atvikið hefði fengið það til að hugsa um rétt viðbrögð í svona aðstæðum. Þegar Guðlaugur hljóp út úr húsi sínu öskr- aði hann af kvölum og kallaði á eiginkonu sína, Ágústu Johnson, til að fá hjálp. „Eftir það fór ég undir sturtuna til að kæla brunann. Rafn stjúp- sonur minn, sem var tólf ára þegar þetta var, kom og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði á móti hvort hann hefði ekki heyrt öskrin í mér og hvers vegna hann hefði ekki brugðist við þeim. Svarið var: „Ég hélt bara að Liverpool hefði fengið á sig mark.“ Það varpar kannski einhverju ljósi á við- brögð mín þegar mínu liði, Liverpool, gengur illa í boltanum,“ segir Guðlaugur og hlær. ÍSLAND FRAMTÍÐARINNAR Fram undan eru erfiðir tímar. Fram undan eru líka miklir óvissutímar, bæði í stjórnmálum og at- vinnulífi. Guðlaugur segist þó hvergi banginn og ætlar að takast á við þær áskoranir sem að hönd- um ber. „Það er mikilvægt fyrir okkur sjálfstæð- ismenn að þétta raðirnar og styðja forystu okkar í þessu erfiða verkefni, að byggja upp á ný. Það er eiginlega ótrúlegt til þess að hugsa að á þeim tíma sem er liðinn frá hruni hefur nánast ekk- ert verið rætt um framtíðina. Þá sem nú eru við stjórnvölinn skortir alla framtíðarsýn. Markmiðið hlýtur að vera að Ísland verði sem allra best fyrir börnin okkar í framtíðinni. Við sjálfstæðismenn þurfum að vera mjög gagnrýnir þegar kemur að okkur en á sama tíma uppbyggjandi. Við höfum fengið á okkur brotsjói, en við verðum að sýna þroska með því að koma tvíefldir til baka til þess að leiða þessa þjóð inn í framtíðina. Ef við ger- um það mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur taka við þeirri stöðu sem þjóðin hefur treyst honum til þess að vera í fram að þessu.“ asgeir@dv.is 34 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 VIÐTAL Manni varð hugsað til þess eftir þetta, þegar verið var að brenna fólk á báli hér á öldum áður. Hversu hræðileg grimmd það er, því kvalirnar eru slíkar. HEITUR LIVERPOOL-AÐDÁANDI „Ég spurði á móti hvort hann hefði ekki heyrt öskrin í mér og hvers vegna hann hefði ekki brugðist við þeim. Svarið var: „Ég hélt bara að Liverpool hefði fengið á sig mark.“ MYND SIGTRYGGUR ARI FJÖLSKYLDAN Er Guðlaugi mikilvægust og hann gæti hætt í stjórnmálum þess vegna á morgun hennar vegna. MYND BRAGI ÞÓR 40 ára Vörur á verði fyrir þigSTELL GLÖS HNÍFAPÖR ÖLL SÖFNUNAR Kringlunni - Sími: 568 9955 www.tk.is KRINGLUKAST Mikið af flottum tilboðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.