Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 36
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Valgarður fæddist á Grenivík við Eyjafjörð og ólst upp í Hléskógum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961, embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1968, stundaði framhalds- nám og rannsóknir í krabbameins- fræðum við University College í London 1972-79 og lauk doktors- prófi í frumumeinafræði frá Uni- versity of London 1978. Valgarður var héraðslæknir á Eskifirði 1968-69, kennari við læknadeild HÍ 1979-84 og hefur unnið að krabbameinsrannsókn- um við Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði frá 1979. Hann er klínískur prófessor við Háskóla Ís- lands og hefur verið yfirlæknir við frumulíffræðideild Landspítalans frá 1995. Meðal skáldverka eftir Valgarð má nefna: Dags hríðar spor, leik- rit, sýnt í Þjóðleikhúsinu 1980, í Bel fast 1984 og í Kaffileikhúsinu; Ferjuþulur, Rím við bláa strönd, útg. 1985 og sýnt af Alþýðuleikhús- inu og af leikhópi á Akranesi þeg- ar Akraborgin lauk göngu sinni; Ferju þulur, lesnar af höfundi, útg. á geisladiski 2001, ásamt sögunni af Hakanum Hegg; Dúnhárs kvæði, ljóðabók, útg. 1988; Á mörkum, ljóðabók, útg. 2007 og á geisladiski sama ár, lesin af höfundi. Valgarður aðstoðaði við út- gáfu á bók Páls G. Jónssonar, Flat- eyjardalsheiði, útg. 2000. Hann vann, ásamt Friðþjófi Helgasyni ljósmyndara, Grímseyjarbók, útg. 2004, ritaði, ásamt Bjarna Guð- mundssyni og Hauki Jóhannes- syni, Árbók Ferðafélags Íslands árið 2000, Í strandbyggðum norð- an lands og vestan, og var hann einn af viðmælendum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar í bókinni Fótspor á fjöllum, útg. 2006. Valgarður þýddi, ásamt Katrínu Fjeldsted, leikritið Amadeus, eftir Peter Shaffer, sýnt í Þjóðleikhúsinu 1983. Valgarður var formaður fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík 1990 og 1994. Hann keppti í sundi og setti Íslandsmet í bringusundi 1958, hefur verið far- arstjóri ferðahópa á sumrin, var í nokkur ár varaforseti Ferðafé- lags Íslands, hefur átt sæti í stjórn Landverndar og var formaður Samtaka foreldrafélaga í Reykjavík 1986-88. Fjölskylda Valgarður kvæntist 23.9. 1967 Katrínu Fjeldsted, f. 6.11. 1946, lækni og fyrrv. alþm. Hún er dótt- ir Lárusar Fjeldsted, f. 30.8.1918, d. 9.3.1985, forstjóra, og k.h., Jórunn- ar Viðar, f.7.12.1918, tónskálds og píanóleikara. Börn Valgarðs og Katrínar eru Jórunn Viðar, f. 16.6. 1969, lækn- ir á Selfossi, gift Arnari Þór Guð- mundssyni lækni; Einar Vésteinn, f. 26.6. 1973, d. 3.3. 1979; Vésteinn, f. 12.11. 1980, sagnfræðingur við MR; Einar Steinn, f. 22.8. 1984, BA í ensku. Dóttir Valgarðs og Dómhildar Sigurðardóttur er Arnhildur tón- listarmaður, búsett i Mosfellsbæ. Systkini Valgarðs: Sigurður, f. 26.9.1934, skipasmiður, síðast hús- vörður í Ráðhúsi Reykjavíkur; Lára, f. 23.12. 1935, sjúkraliði í Reykjavík; Bragi, f. 19.6. 1937, d. 29.3. 1958, læknanemi; Áskell, f. 28.8. 1938, d. 1.9.2002, skipasmiður á Akureyri; Egill, f. 25.10.1942, d.13.12.2009, eðlisfræðingur, menntaskólakenn- ari og rithöfundur í Reykjavík; Laufey, f. 5.8. 1947, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. Foreldrar Valgarðs: Egill Ás- kelsson, f. 28.2. 1907, d. 25.1. 1975, sjómaður á Grenivík, síðan bóndi í Hléskógum og kennari á Greni- vík, og k.h., Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, f. 22.8.1905, d. 10.12 1973, húsfreyja. Ætt Egill var m.a. bróðir Jóhannesar jarðfræðings, Þorbjörns útgerðar- manns og Skapta, skipasmiðs og forstjóra Slippstöðvarinnar. Egill var sonur Áskels, smiðs á Skugga- björgum Hannessonar, í Aust- ari-Krókum Friðrikssonar, Gott- skálkssonar. Móðir Hannesar var Þuríður, dóttir Kristjáns, ættföður Illugastaðaættar. Móðir Áskels var Hólmfríð- ur Árnadóttir, afasystir Theodórs Friðrikssonar rithöfundar. Móðir Egils var Laufey Jóhanns- dóttir, kirkjusmiðs á Skarði í Dals- mynni, bróður Lísbetar, formóður óperusöngvaranna Kristjáns Jó- hannssonar og Magnúsar Jónsson- ar. Móðir Laufeyjar var Sigurlaug Einarsdóttir, ættföður Fellselsætt- ar Bjarnasonar. Móðir Sigurlaug- ar var Agata, systir Sigríðar, móð- ur Þórhalls biskups, föður Tryggva forsætisráðherra. Systir Sigurbjargar var Sigríð- ur G. Schiöth, söngkona og org- anisti. Bróðir Sigurbjargar var Sverrir, faðir Valgerðar, fyrrv. alþm og ráðherra. Sigurbjörg var dóttir Guðmundar, b. á Lóma- tjörn Sæmundssonar. Móðir Sig- urbjargar var Valgerður, systir Ingu, langömmu Svanfríðar Jón- asdóttur, fyrrv. alþm. og núver- andi bæjarstjóra á Dalvík. Val- gerður var dóttir Jóhannesar Reykjalín, b. á Kussungsstöðum Jónssonar Reykjalín, pr. á Þöng- labakka, af ætt Jóns Grímseyj- arformanns. Séra Jón var sonur Jóns Reykjalín eldra, pr. á Ríp, bróður prestanna Ingjalds og Þorvarðar. 70 ÁRA Á LAUGARDAG Bragi Ásgeirsson TANNLÆKNIR OG HESTAMAÐUR Bragi fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp og í Hvítársíðunni. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1961 og prófi í tannlækningum frá Hí 1969. Bragi var aðstoðartannlækn- ir við skóla í Reykjavík 1969-70, tannlæknir í Borgarnesi 1970-81 en hefur starfrækt tannlæknastofu í Reykjavík frá 1981 og i Keflavík 1987-2009. Bragi starfaði í Lionsklúbbi Borgarness 1970-81, í hesta- mannafélaginu Faxa 1970-81 og var varaformaður þess 1977-80, sat í ritstjórn hestatímaritsins Eið- faxa 1986-2002 og var stjórnarfor- maður frá 1988-2002, sat í stjórn hestamannafélagsins Fáks frá 1993 og var formaður þess 1996-2000. Fjölskylda Bragi kvæntist 15.12. 1962 Eddu Hinriksdóttur, f. 2.3.1944, hár- snyrtimeistara og framhaldsskóla- kennara. Hún er dóttir Hinriks Ragnarssonar, f. 15.11. 1920, d. 2000, bifreiðastjóra, og k.h., Jónu Margrétar Árnadóttur, f. 1.3. 1913, d. 6.1. 1990, húsmóður. Börn Braga og Eddu eru Jóna Dís Bragadóttir, f. 4.4. 1963, upp- eldisfræðingur og kennari í Mos- fellsbæ, en maður hennar er Helgi Sigurðsson, f. 20.7.1952, dýra- læknir, og er sonur Jónu Dísar og Sigurðar Páls Jónssonar, Bragi Páll, f. 29.3. 1984, en börn Jónu Dísar og Helga eru Anna Jóna, f. 24.3. 1993, og Hinrik Ragnar, f. 1.11. 1994; Hinrik Bragason, f 10.9. 1968, hrossabóndi að Árbakka í Lands- sveit, en kona hans er Hulda Gúst- afsdóttir, f. 5.3. 1966, hrossabóndi og viðskiptafræðingur og eru böm þeirra Edda Hrund, f. 19.12. 1992, og Gústaf Ásgeir, f. 12.2. 1996; Guðrún Edda Bragadóttir, f. 27.8. 1970, snyrtifræðingur í Reykjavík en maður hennar er Sveinn Ragn- arsson, f. 5.2. 1969, viðskiptafræð- ingur og eru synir þeirra Ragn- ar Bragi, f. 18.12. 1994, og Konráð Valur, f. 24.8. 1996. Systkini Braga eru Ásgeir Ás- geirsson, f. 23.6. 1948, skrifstofu- maður hjá Borgarverki í Borgar- nesi; Ólafur Árni Ásgeirsson, f. 4.8. 1931, d. 5.10. 2008, verkfræðingur í Texas í Bandarikjunum. Foreldrar Braga voru Ásgeir Þ. Ólafsson, f. 28.10. 1902, d. 15.7. 1995, dýralæknir í Borgarnesi, og k.h., Guðrún Svava Árnadóttir, f. 23.12. 1908, d. 18.7. 1993, hús- móðir. Ætt Ásgeir var bróðir Braga læknis. Ás- geir var sonur Ólafs, kaupmanns í Keflavík, bróður Ófeigs í Leiru, föð- ur Tryggva útgerðarmanns, föður Páls Ásgeirs, fyrrv. sendiherra. Ól- afur var sonur Ófeigs, hreppstjóra á Fjalli Ófeigssonar, ættföður Fjalls- ættar Vigfússonar, bróður Sólveig- ar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva hestamanns. Móðir Ófeigs á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir, ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Móðir Ólafs var Vil- borg Eyjólfsdóttir, hreppstjóra í Auðsholti Guðmundssonar og Sig- ríðar Ólafsdóttur. Móðir Ásgeirs var Þórdís Ein- arsdóttir, b. á Kletti í Króksfirði Jónssonar, b. á Kletti Björnssonar. Móðir Einars var Þórdís Jónsdóttir. Móðir Þórdísar var Halldóra Jóns- dóttir, b. á Bakka í Geiradal Jóns- sonar, b. á Gillastöðum Jónssonar. Móðir Halldóru var Elísabet Jóns- dóttir, b. á Kambi Jónssonar. Guðrún Svava var systir Gunn- ars framkvæmdastjóra, föður Styrmis, fyrrv. ritstjóra Morgun- blaðsins. Guðrún Svava var dótt- ir Árna, kaupmanns og leikara í Reykjavík Eiríkssonar. Móðir Árna var Halldóra Árnadóttir, b. á Út- skálahamri Magnússonar, b. þar Magnússonar, b. á Bakka Hall- grímssonar, b. þar Þorleifssonar. Móðir Hallgríms var Guðrún Eyj- ólfsdóttir, b. á Ferstiklu Hallgríms- sonar, sálmaskálds Péturssonar. Móðir Halldóru var Margrét Þorkelsdóttir, b. á Lykkju Jóns- sonar, og Álfheiðar Alexíusdótt- ur, systur Rannveigar, formóður Össurar Skarphéðinssonar, Marð- ar Árnasonar og Guðrúnar Helga- dóttur rithöfundar. Móðir Álfheið- ar var Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-Hálsættar Árnasonar. Móðir Guðrúnar Svövu var Vil- borg Runólfsdóttir, b. í Ásgarði í Landbroti Jónssonar og Vilborgar Ásgrímsdóttur. Bragi heldur upp á daginn með fjölskyldunni. Elís fæddist í Gautavík í Berunes- hreppi. Hann var bifreiðastjóri frá 1948, var steypustöðvarstjóri EPS Vallár um tuttugu ára skeið, og umboðsmaður birgðastöðvar BP á Breiðdalsvík í þrettán ár. Elís starfrækti ferðaþjónustuna Áka á Breiðdalsvík á árunum 1998- 2004 og bauð þar upp á fjölbreyttar bátsferðir á bátnum Áka með ýms- um uppákomum. Hann flutti til Akureyrar 2004 og hefur síðan stundað sjóferðir með bátnum Húna, ásamt kenn- urum og aðila frá sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri með grunn- skólabörn í 6. bekk. Sjóferðirnar eru hugsaðar sem verklegt námsefni barnanna og bera heitið Frá öngli í maga. Þar kynnast grunnskólanem- ar handfæraveiðum og öðrum verk- um þeim tengdum, gera síðan að fisknum um borð, flaka hann, mat- reiða hann síðan og borða hann. Auk þess er báturinn með krabba- gildru sem tekin er upp í hverri ferð og þau sjárvardýr sem þar finnast, skoðuð og skilgreind. Elís gekk reglulega reka á Langa- nesi á sjötta og sjöunda áratugnum og var mikill áhugamaður um rétt Íslendinga á Jan Mayen. Elís starfaði í Lionsklúbbn- um Svani á Breiðdals- vík í þrjátíu og fjögur ár og var nokkrum sinnum formaður hans og svæð- isstjóri. Þess má geta að félagsmenn í Lions- klúbbnum Svani hafa hirt heimilissorp í Breið- dalsvík vikulega í þrjátíu og tvö ár. Allar þær tekjur sem klúbburinn hefur fengið fyrir sorphirðuna hafa gengið til tækja- kaupa fyrir heilsugæslustöðina á Breiðdalsvík. Fjölskylda Eiginkona Elísar er Fjóla Ákadótt- ir, f. 17.1. 1940, húsmóðir. Hún er dóttir Áka Kristjánssonar og Ás- laugar Jónsdóttur frá Brekku á Djúpavogi sem bæði eru látin. Börn Elísar og Fjólu: Áki Elís- son, f. 15.2. 1958, d. 12.3. 1994, en kona hans var Bryndís Karlsdótt- ir húsmóðir og eru börn þeirra Fjóla, Sóley, Lilja og Brynjar Elís; Sigurður Elísson, f. 21.10. 1960, bílstjóri á Breiðdalsvík, kvæntur Jóhönnu Guðnadóttur húsmóður og eru börn þeirra Aðalbjörg Eva og Arnór Ari; Áslaug Elísdóttir, f. 14.8. 1964, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Hermannssyni vélstjóra og eru synir þeirra Sindri Már og Ævar Þór; Erla Vala Elísdóttir, f. 26.4. 1971, húsmóðir í Sönne- borg í Danmörku en börn hennar eru Sigurlaug Stefanía og Páll Erlingur; Stefanía Fjóla Elísdóttir, f. 26.4. 1971, rafvirki og let- urgrafari á Akureyri, gift Áka Garðarssyni viðgerðarmanni og eru börn hennar Heiðdís Lóa Ben og Svanur Áki Ben; Ragna Valdís Elísdóttir, f. 26.1.1979, iðju- þjálfi í Sönneborg í Danmörku, en maður hennar er Jakob Eiríksson húsasmiður og eru börn þeirra Blædís Björt og Amanda Ösp; Elís Pétur Elísson, f. 2.4. 1981, vél- fræðingur við skipasmíðastöð í Hamborg í Þýskalandi en kona hans er Þórunn Hjartardóttir hús- móðir og er dóttir þeirra Dagbjört Fjóla Elísdóttir. Bróðir Elísar var Stefán Sig- urðsson sem lést tólf ára. Uppeldisbróðir Elísar er Guð- mundur Ottósson bifreiðasmið- ur. Foreldrar Elísar: Sigurður Stef- ánsson, póstur og bóndi á Krossi í Beruneshreppi, og k.h., Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 80 ÁRA Á FÖSTUDAG Elís P. Sigurðsson FERÐAFRÖMUÐUR 36 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 ÆTTFRÆÐI Valgarður Egilsson YFIRLÆKNIR OG RITHÖFUNDUR 70 ÁRA Á LAUGARDAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.