Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 HELGARBLAÐ Jóhannes fæddist á Litlu-Brekku í Borgarhreppi og ólst þar upp og á Ána- brekku. Hann hóf nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1937 og lauk það- an búfræðiprófi 1939. Fyrstu búskaparár sín bjó Jóhann- es á Litlu-Brekku í félagi við föður sinn en árið 1939 festi hann kaup á jörð- inni Ánabrekku og bjó þar allt til árs- ins 1997 . Það ár fluttu þau hjón í Borg- arnes og þar var Jóhannes búsettur til dauðadags. Jóhannes var ræktunarmaður sem sýndi sig í því að hann átti góðan fjár- stofn. Hann hafði auk þess sérstakan áhuga á hrossarækt Jóhannes var einn af stofnend- um Fiskræktarfélags Langár sem síð- ar varð Veiðifélag Langár. Hann vann ötullega að uppbyggingu Langár um langt árabil, ásamt öðrum landeigend- um, var formaður félagsins frá stofn- un 1959 og til 1997 og var heiðursfé- lagi í Landsambandi veiðifélaga. Þá sat hann í hreppsnefnd Borgarhrepps á árunum 1950-86, og var heiðursfélagi í hestamannafélaginu Faxa. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 24.4. 1950 Ásu Ól- afsdóttur, f. 13.11. 1921, húsfreyju. For- eldrar hennar voru Ólafur Gíslason, f. 25.9. 1882, bóndi í Geirakoti í Fróð- árhreppi og sjómaður, og Ólöf Ein- arsdóttir, f. 17.2. 1899, húsfreyja. Þau bjuggu seinna í Reykjavík. Þess má geta að Ólafur sá einnig um póstflutn- inga til Grundarfjarðar á sínum tíma. Dóttir Jóhannesar og Ásu er Ragn- heiður Valdís, f. 17.4. 1946, húsfreyja og ferðaþjónustubóndi á Litlu-Brekku en maður hennar er Stefán Magnús Ólafsson, f. 16.7. 1942, bóndi og húsa- smiður. Börn Ragnheiðar Valdísar og Stef- áns Magnúsar eru Ása Björk Stef- ánsdóttir, var gift Runólfi Ágústssyni og eru synir þeirra Skarphéðinn Án, Stefán Bjartur og Eyvindur Ágúst; Jó- hannes Freyr Stefánsson, kvæntur Ásthildi Magnúsdóttur og eru dætur þeirra Ragnheiður Guðrún og Auður Vilhelmína en fyrir átti Jóhannes Þor- vald og Ásta Magnús Þór; Ólafur Ág- úst Stefánsson en sambýliskona hans er Theódóra Bjarnadóttir og er sonur Ólafs úr fyrri sambúð Stefán Óli; Hjör- leifur Helgi Stefánsson, kvæntur Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur, en synir þeirra eru Jóhannes Þór og Eyjólfur Ágúst, auk þess sem þau ólu upp Hjördísi Smith, systurdóttur Jóhannesar. Hún er gift Ólafi Þ. Harðarsyni og er dóttir þeirra Ásthildur Hanna. Fyrir átti Jóhannes dóttur, Helgu Fríðu Kolbrúnu, f. 28.2. 1940, veitinga- mann. Móðir hennar var Sigurlaug Júlíusdóttir,f. 11.9. 1918, d. 1991. Börn Kolbrúnar eru Linda Bjarn- ey, gift Gissuri Ísleifssyni og eru börn þeirra Ísleifur, í sambúð með Ernu Kar en Kristjánsdóttur en þau eiga Gissur Mána og Köru Sól, Kolbrúnu, Hrafnkel Inga og Védísi; Guðmund- ur Vignir, var kvæntur Jórunni Birgis- dóttur og eru börn þeirra Snorri, sem á soninn Sindra Snæ, og Sara Ingi- björg . Systkini Jóhannesar: Helga Guð- fríður, f. 28.10. 1916 en maður henn- ar var Sigursteinn Þórðarson sem er látinn og eignuðust þau fimm börn; Valtýr Haukur, f. 17.4. 1918, d. 28.10. 1927; Kristín Fanney, f. 22.5. 1919 en maður hennar er Hilmar Skagfield og eignuðust þau þrjú börn; Ragnheið- ur Valdís, f. 21.7. 1920, d. 20.2. 2010, var gift Leónard Pepper og eignuð- ust þau fimm börn; Ásta Jóhanna, f. 15.2. 1922, d. 10.8. 1955, var gift Thor- olf Smith og eignuðust þau þrjú börn; Hjördís Þórhildur, f. 20.12. 1923 og eignaðist hún eitt barn; Óskar Guð- mundur Þorvalds, f. 23.8. 1925, d. 17.10. 1989, var kvæntur Ragnhildi Einarsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn; Guðfríður Ágústa, f. 23.8. 1925, d. 31.10. 1927; Valtýr Haukur, f. 4.7. 1928, d. 4.6. 1928. Foreldrar Jóhannesar voru Guð- mundur Þorvaldsson, f. 4.2. 1888, d. 1974, bóndi á Litlu-Brekku, og k.h., Guðfríður Jóhannesdóttir, f. 10.4. 1884, d. 1980, húsfreyja og ljósmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Þorvalds, b. á Hofsstöðum og á Litlu-Brekku Er- lendssonar, b. á Álftárósi á Mýrum Sig- urðssonar. Móðir Þorvalds var Guðný Einarsdóttir. Móðir Guðmundar var Helga, hálf- systir, sammæðra, Einars, b. á Hegg- stöðum, föður Guðmundar, grenja- skyttu á Brekku á Ingjaldssandi. Helga var dóttir Sigurðar, b. á Háhóli Jóns- sonar, b. á Kvíslarhöfða og á Hellis- sandi Finnssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Árnadóttir. Móðir Helgu var Helga, systir Sigurðar, b. í Miklholti í Hraunhreppi, afa Helga Hjörvar, rit- höfundar og útvarpsmanns, Lárusar, glímukóngs og lögregluþjóns, Gunn- ars Úrsusar, Péturs Hoffmanns og Har- aldar, föður Auðar rithöfundar. Helga var dóttir Salomons, b. á Háhóli í Álfta- neshreppi, nefndur Horna-Salómons- son. Guðfríður var dóttir Jóhannesar, b. í Múlakoti í Stafholtstungum Magnús- sonar, b. á Gljúfurá Þorsteinssonar.. Móðir Guðfríðar var Elín Kristín Jónsdóttir, b. á Saurum í Helgafells- sveit Guðnasonar, og Steinunnar Sig- urðardóttur. Útför Jóhannesar verður frá Borg- arneskirkju laugardaginn 20.3. og hefst kl. 14.00. Jón Ólafsson RITSTJÓRI, SKÁLD OG ALÞINGISMAÐUR f. 20.3. 1850, d. 11.7. 1916 Jón Ólafsson var sonur Ólafs Indr iðasonar, prófasts á Kol- freyjustað, og seinni konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur, silfur- smiðs í Dölum Guðmundssonar. Séra Ólafur var prýðilegt skáld enda urðu synir hans, Páll og Jón, báðir landsþekkt skáld. Páll Ólafsson, umboðsmað- ur á Hall- freðar- stöðum og alþm., var hálfbróðir Jóns, sam- feðra, og eitt vinsælasta skáld 19. aldar. Hann orti m.a. Ó blessuð vertu sumarsól og Lóan er komin, auk þess sem hann orti dásamlegar drykkju- og hestavísur og heila ljóðabók af ástarljóðum til seinni konu sinnar, Ragnhildar Björns- dóttur. Jón Ólafsson var ekki eins lið- tækt skáld og Páll, bróðir hans, en bætti það upp með pólitík- inni. Hann var einn róttækasti og harðsvíraðasti málsvari sjálf- stæðisbaráttunnar er þyngstur var róðurinn, eftir Stöðulögin 1871 og stofnun landshöfðinga- embættis 1873. Jón varð frægur á einni nóttu fyrir Íslendingabrag sinn, mergj- aða ádeilu á Dani og „danska“ Islendinga. Íslendingabrag- ur sem var sunginn við franska þjóðsönginn fór eins og eld- ur um sinu um allt landið. Þá vandaði Jón ekki kveðjurnar, fyrsta landshöfðingjanum og var sóttur til saka fyrir skrifin. Hann lagði þá land undir fót og fór til Kanada, líklega sem fyrsti og eini íslenski pólitíski útlaginn Jón fór þá m.a. rannsóknarför til Alaska. Hann var aftur í Kan- ada 1890-97. Jón var ritstjóri fjölda blaða, s.s. Göngu-Hrólfs, Skuldar á Eskifirði, Þjóðólfs, Sunnanfara og Reykjavíkur, og ritstjóri Lög- bergs og Heimskringlu í Winni- peg. Hann var alþm. 1880-90 og 1909-13 og bjó þá um skeið í því sögufræga húsi Laufásvegi 5, einu elsta steinhúsi Reykja- víkur sem var heimili ýmissa annrra þekktra einstaklinga, s.s. Jóns Árnasonar þjóðsagnasafn- ara, Þorvalds Thoroddsen nátt- úrufræðings og síðar frú Stef- aníu Guðmundsdóttur leikkonu og barna hennar, en þrjár dætur hennar urðu frægar leikkonur. Jón skrifaði mikið um stjórn- mál, vakti fyrstur manna máls á þingræði hér á landi, var eins og Jón forseti hallur undir frjáls- hyggju og þýddi höfuðrit um einstaklingsfrelsi, Frelsið, eftir John Stuart Mill. Jón var sannarlega fjöl- menntaður heimsmaður og einn litrikasti málsvari sjálf- stæðisbaráttunnar. Hann var m.a. langafi Halldórs Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. Ævi- minningar Jóns eru skemmti- legar aflestrar og prýðilegur ald- arspegill hans tíma. Þær voru lesnar í útvarpi fyrir allmörgum árum. MINNING Jóhannes M. Guðmundsson BÓNDI Á ÁNABREKKU Í BORGARHREPPI MERKIR ÍSLENDINGAR Eggert fæddist við Njálsgötuna í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík en lengst af, eða í þrjátíu og fimm ár, átti hann heima í Engjabæ við Holtaveg þar sem faðir hans rak sauðabú. Þar er nú Grasagarðurinn í Laugardalnum. Eggert byrjaði ungur til sjós, var m.a. á Skúla fógeta 1931 og Hann- esi ráðherra 1932, auk fjölda ann- arra skipa. Hann tók mótorpróf 1938 og minna stýrimannaprófið 1946 en hann var m.a. fyrsti vélstjóri á Elsu sem var á veiðum við Grænland 1949 og annar vélstjóri á Hamranesi. Eggert átti vörubíla og keyrði þá um nokkurra ára skeið. Hann var félagi í Vörubílstjórafélaginu Þrótti 1940-48. Þá starfaði Eggert um hálfs árs skeið 1950 í Gambíu á vegum Ný- lendudeildarinnar í London. Eggert var sjálfmenntaður list- málari en hann málaði myndir frá 1960 og var einn þekktasti naívist- inn hér á landi. Hann sótti gjarn- an myndefni sitt til þeirra framandi slóða sem hann hafði heimsótt, eða í minningarbrot og fréttnæma við- burði mannlífsins. Eggert tók þátt í nokkrum sam- sýningum hér heima og erlendis og hélt nokkrar einkasýningar, m.a. hjá Dagsbrún í Lindarbæ, 1965; í Djúp- inu við Hafnarstræti, 1982 og oft síð- an; í Háskólabíói, 1983; í Listmuna- húsinu, 1985, og á Kjarvalsstöðum 1987; Safnasafninu 2002; í Hafnar- borg, í Galleríi Louise Ross í New York og nokkrum sinnum í Gallerí Fold og í Gerðubergi. Foreldrar Eggerts voru Magn- ús Jónsson frá Breiðholti í Reykjavík og Hrefna Eggertsdóttir Norðdal frá Hólmi í Seltjarnarneshreppi. Ætt Þess má geta að þrjár götur í Breið- holtinu bera nöfn föðursystra Egg- erts, Þórufell, Lóuhólar og Maríu- bakki. Hálfbróðir Magnúsar er Haukur, afi Hauks Gunnarssonar, heimsmeistara og afrekshafa á al- þjóðlegum íþróttamótum fatlaðra. Magnús var sonur Jóns, b. í Breið- holti Jónssonar, og Bjargar Magnús- dóttur, af húnvetnskum ættum. Hrefna var hálfsystir Magnús- ar, föður Hreggviðs Norðdahl, dokt- ors í jarðfræði. Hrefna var dóttir Eggerts Norðdahl, b. í Hólmi, bróð- ur Skúla, föður Gríms Norðdahl, b. á Úlfarsfelli. Eggert var sonur Guð- mundar Norðdahl, b. á Elliðakoti í Mosfellssveit Magnússonar Norð- dahl, pr. í Meðallandsþingum Jóns- sonar, pr. í Hvammi Magnússonar, sýslumanns í Búðardal Ketilsson- ar. Móðir Magnúsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla landfógeta. Móðir Magnúsar Norð- dahls var Guðrún Guðmundsdóttir, sýslumanns á Svignaskarði Ketils- sonar, bróður, samfeðra, Magnúsar í Búðardal. Móðir Guðmundar var Rannveig Eggertsdóttir, pr. í Staf- holti Bjarnasonar, landlæknis Páls- sonar. Móðir Eggerts var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnússon- ar. Móðir Eggerts í Hólmi var Guð- rún Jónsdóttir, b. í Langholti Giss- urarsonar og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Syðri-Steinsmýri Jónssonar, pr. í Meðallandsþingum Jónssonar, bróð- ur Steingríms biskups. Móðir Jóns prests var Helga Steingrímsdóttir, systir Jóns eldprests. Móðir Hrefnu var Valgerður, syst- ir Eiríks, afa Vigdísar Finnbogadótt- ur. Annar bróðir Valgerðar var Ein- ar, faðir Guðmundar frá Miðdal, föður Errós. Valgerður var dóttir Guðmundar, b. í Miðdal í Mosfells- sveit Einarssonar, b. á Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar, b. á Álfsstöð- um Helgasonar, bróður Ingveld- ar, móður Ófeigs ríka á Fjalli og Sól- veigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móð- ir Guðmundar var Margrét Hafliða- dóttir, b. á Birnustöðum Þorkels- sonar. Móðir Guðbjargar var Vigdís Eiríksdóttir, b. á Vorsabæ á Skeiðum Hafliðasonar, bróður Margrétar. MINNING Eggert Magnússon LISTMÁLARI Fæddur 28.10. 1916 - Dáinn 11.3. 2010 Fæddur 10.3. 1915 - Dáinn 14.3. 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.