Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 VERÖLD 42 TONNA HÖFUÐ Eins og allir vita byggðu Sovétmenn margar styttur af byltingarhetjunni Vladimír Lenín. Sumar þeirra voru eyðilagðar eftir fall kommún- ismans en fjölmargar hafa fengið að lifa. Í borginni Ulan Ude í Síberíu er Lenín enn í góðum metum. Borgarbúar (sem er um 360 þúsund) eru stoltir af höfðinu af Lenín sem stendur á aðaltorgi Ulan Ude. Bronshöfuðið af Lenín er 7,7 metra hátt og vegur 42 tonn. Styttan var reist árið 1970 þegar hundrað ára ártíð byltingarhetjunnar var fagnað. Lenín hefur dafnað vel á torginu en styttan hefur ekki orðið fyrir tæringu vegna þykkrar málmhúðar á henni. Á góðviðrisdögum koma borgarbúar saman á torginu og njóta veðurblíðunnar á bekkjum í kringum höfuðið á gamla manninum. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Draumur manns sem vildi reisa stórborg í Mojave-eyðimörkinni: VORSKRIÐUR Á MARS n Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og sæta langa sumardaga hér á norðurhveli jarðar og nú fara leysingar í hönd þegar vetrarísinn þiðnar. En vorið er einnig á næsta leiti á norðurhveli Mars. Þar þiðnar þurrís (frosið koldíoxíð) í leysingum plánetunnar. Sumstaðar er ísinn bundinn í jarðveginum í klettum og fjöllum. Þegar hann þiðnar losar hann um grjót og möl sem fer á flug og myndar skriður. Gervitunglið Mars Reconnaissance Orbiter sem sveimar í kringum rauðu plánetuna náði frá- bærum myndum af skriðum af þessu tagi með Hi-Rise-myndavélinni um daginn. Á myndinni sést þegar grjót hrynur af háum klettastalli og niður á jafnsléttuna hundruðum metra neðar þar sem skriðan myndar myndarlegt rykský. Auðvelt er að nálgast stórt myndasafn Mars Reconnaissance Orbiter og fleiri „vélmenna“ NASA á Mars á heimasíðu bandarísku geimferðastofnunarinnar, nasa.gov. 200 MILLJÓNA ÁRA FÓTSPOR n Í Suðvestur-Afríkuríkinu Namibíu er kofaþyrpingin Otjihaenamapar- ero. Í grennd við hana eru margir sandsteinsklettar og í einum þeirra eru 200 milljón ára steingerð fótspor risaeðla. Sporin mörk- uðu tvær risaeðlur af ólíkri gerð. Þegar ferðamenn ganga upp með klettunum blasir fyrst við þeim 12 metra löng röð spora en þau eru eftir smákollseðlu (syntarsus) sem var þriggja metra löng ráneðla sem elti bráð sína í hópum. Þegar ferðamennirnir hafa gengið örlít- ið lengra sjá þeir tvær 40 metra raðir fótspora sem eru eftir hina sex metra löngu ráneðlu horn- eðlu (ceratosaurus) en úr höfði hennar óx gríðarlega stórt horn. Ferðamenn sem leggja leið sína til Otjihaenamaparero geta tjaldað í grennd við sandsteinsklettana, baðað sig og farið í grillveislu að namibískum sið hjá staðarhaldara. Maður er nefndur Nat Mendelsohn. Hann var háskólakenn-ari í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum á sjötta áratug síð-ustu aldar. Hann keypti árið 1958 þrjú hundruð ferkíló-metra land í Mojave-eyðimörkinni. Draumur hans var að skapa þar borg sem yrði jafnstór Los Angeles. Borgin fékk nafnið Cali- fornia City. Við fyrstu skoðun mætti ætla að draumurinn hafi ræst. Á korti sést hvar götur og stræti mynda flókin mynstur á stórum svæðum í eyði- mörkinni. Það er engu líkara en stórkostleg bílaborg með strjálbýlum úthverfum – í anda ameríska draumsins – rísi úr auðninni eins og vin í eyðimörkinni. Þegar betur er gáð kemur í ljós að það er eitthvað stórkostlega bog- ið við borgina California City: Það standa engin hús við göturnar. Göt- urnar liggja aleinar og berar um sandana – líkt og skrælnuð beina- grind af ólánssömu dýri sem villtist út í eyðimörkina. Þegar litið er á gervihnattamyndir af svæðinu blasa við furðulegar rákir sem göturn- ar mynda og minna þær einna helst á hinar dularfullu Nazca-rákir í Perú. Hin stóru plön Mendelsohns misheppnuðust herfilega. Hann lagði vegi fyrir tugþúsunda manna hverfi og hélt að hann gæti selt þau um leið í fasteignabólunni sem þá var. Kaliforníubúar vildu ekki flytja í Mojave-eyðimörkina og þar við sat. Borgin er reyndar ekki alveg tóm. Í henni búa um 15 þúsund manns. Margir bæjarbúar starfa í gríðar- stóru fangelsi á svæðinu og aðrir í herstöð bandaríska flughersins. En California City virðist ekki á leiðinni að skáka Los Angeles í bráð. CALIFORNIA CITY DRAUGABORGIN Lítil kvikindi föst í náttúrulegu tímahylki búa í dularfullu stöðuvatni: Blóðrauð á lekur hægt út úr Taylor-jökli á Suðurskauts- landinu. Blóðfossinn var fyrst uppgötvaður árið 1911 og vakti mikla furðu. Eft- ir að hafa fullvissað sig um að blóð læki ekki í fossinum töldu vísindamenn í þá daga að þörungar mynduðu rauða litinn. En raunverulega skýr- ingin, sem síðar kom í ljós, er miklu ótrúlegri. Taylor-jökull skreið fram fyrir um tveimur milljón- um ára og lokaði inni örlít- ið stöðuvatn sem síðan hef- ur legið undir þykkri íshellu, langt undir yfirborðinu, í eins konar náttúrulegu tíma- hylki. Í pollinum búa örver- ur sem hafa þróast í einangr- un frá umheiminum síðan jökullinn lokaði þær inni. Örverurnar búa á ljóslaus- um, ísköldum og súrefnis- snauðum stað og hafa lagað sig að stöðuvatninu sínu inn- an í jöklinum. Mjó sprunga hleypir ánni frá stöðuvatn- inu og út úr jöklinum. Rauði liturinn stafar af miklu járn- og saltmagni í stöðuvatninu sem örverurnar virðast hafa skapað. Örverur á borð við þessar – og til dæmis hveraöverurn- ar á Íslandi – sýna vísinda- mönnum að líf getur þrifist á ótrúlegustu stöðum og hugs- anlega á plánetum þar sem ýmislegt leynist undir þykk- um íshjúpi, til dæmis á Mars. Blóðrauður foss á suðurpólnum Gervihnattamynd Með Google Earth-forritinu má virða fyrir sér götuslóðana í eyðimörkinni. Markaðurinn hrundi Fasteigna- bólan í Kaliforníu sprakk og eyði- lagði áætlanir Nats Mendelsohn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.