Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010
NAFN OG ALDUR?
„Einar Tönsberg, 37 ára.“
ATVINNA?
„Tónlistarmaður.“
HJÚSKAPARSTAÐA?
„Á yndislega kærustu.“
FJÖLDI BARNA?
„Ein glæný stúlka.“
HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR?
„Ekki lifandi.“
HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST?
„Íslensku tónlistarverðlaunin ef tónleika má kalla.
Dikta og Hjaltalín voru í góðu formi.“
HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN?
„Nei, mig skortir þau rokkstig.“
HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU?
„Ég ber afskaplega litlar taugar til fata, úff, ég bara
veit það ekki.“
HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN?
„Já, já. Ég er samt lélegur í megrun.“
HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL-
UM?
„Algjörlega. Fyrstu skipulögðu mótmælin mín voru
að öskra alltaf þegar ég var svangur. Ég er að ná að
venja mig af því.“
TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF?
„Ég veit lítið um svoleiðis.“
HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA
HALDIÐ UPP Á?
„Ég hef haldið upp á alls kyns lög sem þykja hallær-
isleg, skammast mín samt ekkert fyrir það. The Final
Countdown er hresst.“
HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR?
„Siggi, Lási og Lína, Óskar og Stína.“
TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA?
„Sumarsins í Hvalfirðinum.“
HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR?
„Until the end of the world. Ef ég gæti tekið upp
drauma mína þá myndi ég eyða öllum mínum vak-
andi stundum í að horfa á þá.“
AFREK VIKUNNAR?
„Stytta.“
HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR?
„Nei, forðast það eins og heitan eldinn.“
SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI?
„Já, það hjálpar í mínu starfi.“
VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ?
„Ekki á hnjánum.“
HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU?
„Fjölskylda, vinir og góð heilsa.“
HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA
HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ?
„Fjármálaráðherra. Ég myndi spyrja hann af hverju
hann fórnaði jarðfræðinni fyrir þetta stjórnmálabrölt.
Að fylgjast með skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli
hlýtur að vera meira spennandi en að fylgjast með
óróanum á Alþingi Íslands.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST
VILJA HITTA OG AF HVERJU?
„Hefði viljað vera fluga á vegg á fundum Listamanna-
klúbbsins á baðstofu Naustsins hér rétt eftir miðja
síðustu öld. Þar komu saman margir merkir menn.“
HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ?
„Já, já, en ljóð er samt svo fullorðins að ég hika að-
eins við að svara þessu játandi.“
NÝLEGT PRAKKARASTRIK?
„Að strá skeljum í tugatali upp á topp Esjunnar.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST?
„Nú er ég blankur.“
ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA?
„Ég helli upp á kaffi.“
Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI?
„Þetta er ágætt eins og þetta er.“
HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN?
„Don Zoko.“
HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ
FERÐ AÐ SOFA?
„Það síðasta sem ég geri áður en ég fer að sofa.“
HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI?
„Að hætta að kenna öllum öðrum um ófarir sínar.“
Einar Tönsberg, eða Eberg eins og hann er kallaður, vann á
dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta lag ársins,
Dreamin. Einar vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið
á hnjánum og segir að það besta sem gæti komið fyrir Ísland
væri að hætta að kenna öðrum um ófarir sínar. Hann er ný-
orðinn pabbi og hlakkar til sumarsins í Hvalfirðinum.
NÝORÐINN PABBI
M
Y
N
D
IR
S
IG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
I
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Listmunauppboð á næstunni
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Erum að taka á móti verkum núna í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg
– VERKIN TALA
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200
www.velfang.is • velfang@velfang.is
Fr
um
Nýtt og traust umboð
fyrir á Íslandi
varahlutir
þjónusta
verkstæði
vélar
KOMIÐ ÚT