Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010
LOSTAKÚSTAR Á HM
Mottumars er nú í gangi hér á Íslandi
til stuðning góðu málefni. Þetta
er þó ekki í fyrsta sinn sem
karlmenn safna losta kústi á
efri vörina á sér. Á heims-
meistaramótunum í gegn-
um tíðina hafa fjölmargir
knattspyrnumenn boðið
upp á glæsilegt og þykkt
yfirvaraskegg.
GIUSEPPE BERGOMI, ÍTALÍU 1982
Bergomi lék heil 19 tímabil með Inter
frá Mílanó. Hann var í ítalska landsliðinu
frá 1982 til 1998 og lék 81 landsleik og
skoraði sex mörk. Hann var kallaður Lo
zio eða frændinn sökum lostakústsins
sem hann var svo frægur fyrir.
RONALD SPELBOS, HOLLANDI 1982
Spelbos var varnarmaður og mikill nagli.
Hann lék 21 landsleik fyrir Hollendinga á sjö
ára tímabili frá 1980 til 1987. Hann náði að
pota boltanum einu sinni yfir marklínuna.
CLAUDE LE ROY,
ÞJÁLFARI SENEGAL 1998
Le Roy er Frakki og hefur þjálfað víða
um heim í 30 ár. Þegar hann var þjálfari
Senegal 1998 bauð hann upp á fallegt
yfirvaraskegg sem kom Senegal alla leið
í undanúrslit. Eða svo gott sem.
PAUL BREITNER,
VESTUR-ÞÝSKALANDI 1982
Einn umdeildasti leikmaður Þýskalands
fyrr og síðar. Hann lék 48 landsleiki með
Vestur-Þýskalandi og skoraði 10 mörk.
Hann skoraði meðal annars í tveimur
úrslitaleikjum á HM, 1974 og 1982.
RIVELINO, BRASILÍU 1974
Frægur fyrir sinn eitraða vinstri fót og
að kynna fyrir fótboltamönnum Elastico
sem Zidane, Ronaldinho og Ronaldo
hafa allir notað. Hann lék 92 landsleiki
fyrir Brasilíu og skoraði 26 mörk.
MARIO KEMPES,
ARGENTÍNU 1978
Aðalmaðurinn í liði Argentínu
sem vann HM árið 1978. Kall-
aður El Matador fyrir ótrúlegt
markanef en hann skoraði
20 mörk í 43 landsleikjum og
291 mark í 538 leikjum með
fjölmörgum félagsliðum.
GRAEME SOUNESS,
SKOTLANDI 1978
Herra Harður – með kúst á efri vörinni.
Souness var aðalmaðurinn í ótrúlegu liði
Liverpool sem vann allt með Souness.
Hann var 12 ár í skoska landsliðinu, lék
54 landsleiki og skoraði 12 mörk.
RUDI VÖLLER, ÞÝSKALANDI 1990
Ef einhver er frægur fyrir að vera með
lostakúst þá er það Völler. Þvílíkur
framherji og þvílík motta. Hann lék 90
landsleiki og skoraði 47 mörk - krækti
meðal annars í vítið umdeilda á HM
1990.
PHILIPPE ALBERT, BELGÍU 1994
Belginn stóri fór ekkert á þess að
vera með fallegan kúst á efri vörinni.
Goðsögn hjá stuðningsmönnum
Newcastle og enn er sungið um hann.
Lék 41 landsleik með Belgum og skoraði
5 mörk.
CARLOS VALDERRAMA,
KÓLUMBÍU 1998
Frægasti fótboltamaður síðari tíma –
bæði vegna hæfileikanna og útlitsins.
Lúkkið með ljósa hárið og svörtu mottuna
klikkaði aldrei og hefur enginn komið í stað
Valderrama. Lék 111 landsleiki og skoraði
11 mörk.
DAVID SEAMAN, ENGLANDI 2002
Mottan fór úr tísku í smástund en Sea-
man bar alltaf mottu með þeirri virðingu
sem hún á skilið. Rakaði sig og fékk bágt
fyrir. Lék 75 landsleiki fyrir England – alla
með mottu.