Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 51
19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 51 LITRÍKT SUKK OG SVÍNARÍ 2010-útgáfan af John Terry er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma sér í fréttirnar í gegnum tíðina fyrir allt annað en getu í fótbolta. John Terry, Frank Lampard, Jody Morris og Eiður okkar Guð- johnsen voru árið 2001 sektaðir fyrir dónaskap í garð bandarískra ferðamanna á Heathrow- hótelinu 11. september það ár. Sama dag og hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana í New York. Terry og Jody Morris voru ákærðir fyrir líkamsárás á næturklúbbi í London. Báðir voru þeir sýknaðir. Enska knatt- spyrnusambandið ákvað að Terry myndi ekki koma til greina í hópinn fyrir HM 2002 fyrr en málinu væri lokið. Chelsea sektaði þó bæði Terry og Morris fyrir næturbröltið. Terry var rekinn af velli fyrir að kalla Ledley King fyrirliða Tottenham apa. Þeldökkir leikmenn Tottenham urðu æfir af reiði og Didier Drogba skipti sér ekki af sínum manni. Terry réðst á Graham Poll dómara með blótsyrðum. Hann var ákærður af enska knattspyrnusambandinu og játaði sök. Þurfti að borga 10 þúsund pund í sekt. Claude Makalele fyrrverandi sam- herji Terrys segir í ævisögu sinni að Terry hafi spilað stóra rullu í því að Jose Mourinho hafi verið látinn fara frá Chelsea. Terry neitaði sök. Foreldrar hans fóru að sjá um að koma Terry í blöðin. Sue, móðir Terrys, var aðvöruð af lögreglu eftir að hún var gripin glóðvolg við búðarhnupl í London. Nokkru síðar var faðir hans, Ted, sakaður um að hafa reynt að selja dulbúnum blaðamanni fíkniefni. Í lok síðasta árs varð Terry fórnarlamb dulbúinna blaðamanna þegar hann var gripinn á myndband að reyna að selja sýnisferðir um æfingasvæði Chelsea fyrir tíu þúsund pund. Slíkt er stranglega bannað enda æfingasvæði knatt- spyrnuliða næsta heilög og ekki opin hverjum sem er. John Terry var nafngreindur sem The Sportsman og enska pressan afhjúpaði að hann ætti í ástarsam- bandi við Vanessu Perroncel, eigin- konu besta vinar síns og liðsfélaga, Wayne Bridge. Terry hefur ekki enn beðið Bridge afsökunar eða fyrirgefningar. Breskir fjölmiðlar halda áfram að leita að beinagrind- um í öllum skápum Terrys. Daily Mail kom upp um það þegar fulltrúi hans reyndi að leigja blaða-manni lúxusstúku enska landsliðsfyrirliðans á Wembley, slíkt er harðbannað. Fabio Capello svipti Terry fyrirliðabandinu hjá enska lands- liðinu, nokkrum mánuðum fyrir Heimsmeist- arakeppnina í Suður-Afríku. Fjöldi ljósmyndara kepptist við að ná myndum af Terry og konu hans Toni, þegar þau yfirgáfu Stamford Bridge og ók Terry á öryggisvörð sem reyndi að halda ágengum ljósmyndurum frá þeim. Öryggisvörður- inn lá óvígur eftir en Terry keyrði áfram án þess að stoppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.