Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Blaðsíða 44
38
Hér eru saml ekki öll kurl komiu til grafar, og ekki hafa hér verið taldar
allar opinberar byggingar í þessum stöðum sem nefndir hafa verið. Safnhúsið er
ekki komið langt, er og því ekki nefnt. Á ísafirði, í Vestmannaeyjum og i Stj'kkis-
hólmi eru kirkjur, sem ekki eru nefndar í húsaskattsskýrslunum, og þess vegna lield-
ur ekki hér. Skólaliús í kauptúnum eru sjaldnast nefnd heldur i skýrslunum, en
venjulegast eru þessi hús ódýrar byggingar, og mundi því litið hera á þeim í virð-
ingai’verðinu, þó þeirra væri getið. Af þessu framansagða má sjá að af öllum
þessum ............................................... ........ 18708 þúsund kr.
sem standa í þessum húseignum, eru opinber eign.............. 1044 — —
Algerð eign eínstakra manna eru ............ 17664 þúsund kr.
1. janúar 1908 eru opinberar byggingar ^/ís hluti af þessum byggingum eða 5.6 af
hundraði.
Þegar landsmenn byggja kaupslaðarliús fyrir 2 miljónir króna á ári, eða
leggja 11 miljónir króna í kaupstaðarhús árin 1900—1907, á einum 8 árum, þá má
fremur kalla það framstökk, eins og Alfr. Landshurgh talar um i Þýzkalandi út af
öðrum umbótum, lieldur en framför. Sjálflr leggja landsmenn ekki upp 2 miljóna
virði á ári. Sparnaður þeirra hefir svarað 1 miljón króna árlega frá 1880 til 1907,
ef það sem þjóðareignin hefir aukist á þeim tíma er metið í krónum og ekki litið á
það, að 1 króna nú kaupir ekki eins mikið og ein króna gat keypt þá. Mikið af
þessum húsum hefir verið bygt fyrir lán frá útlöndum, og sjálfir höfum vér sett lög-
in um þau lán, og sett svo hörð veðdeildarkjörin, að ekki er við þau unandi. í
kaupstöðum og vex-zlunarstöðum verður hver maður að eiga húsið, sem hann býr í
svo að segja. Eins og gefur að skilja, verður sú eigu að eins eign að nafninu all-
oftast. Öll hús eru bygð úr tirnbri, oftast fremur slæmu, og þegar húsið er kornið
upp verður eigandinn, ef hann á lílið í þvi, að greiða í alboi’ganir og vexti af því
— eða liann hefir skuldbundið sig til að greiða svo miklar afborganir og vexti alls —
að upphæðin, sem hann á að greiða árlega, svarar 10°/o—20% af því, sem húsið er
vert, en húsið getixr í leigu frá þeim, sem i því húa frá 5—7°/o árlega. Ef þessi
húseigandi á að standa í skilum, verður hann árlega að leggja til frá sjálfuni sér
4—14% af húsverðinu; það er hverjum manni ofvaxið. Ef húseigandinn boi’gar
allar þær afborganir, sem hann á að greiða af húsinu, þá koma skuldirnar á hann
annarsstaðar. Og því byggja menn, þegar peningamarkaður er svo erfiður? Þegar
húsasmiðurinn hefir lítið, eða ekkert að gera, þá fær hann sér lóðarblett og timbur
og byggir hús, til þess að vera ekki atvinnulaus, verkalaun hans sjálfs og hans
manna standa i húsinu. í kaupstöðunum fjölgar fólkinu ávalt, og liann leigir hús-
ið út þangað til, að hann getur selt það öðrum. Hann byrjar á næsta húsinu, og
svo koll af kolli. Meðan að vjer lögum ekki veðdeildarkjörin, þá má ganga að því
visu, að hver vanalegur húseigandi sé rétt við gjaldþrot á hverju ári, sem guð gefur
yfir. Af þessu stafa vandræðin mestu í ksupstöðunum, og af því að þeir byggjasl
svo fljótt, að þeir geta ekki lxaft næga atvinnu handa þeim, sem í þá flytja.
Um leið og kaupstaðir og kauptún byggja fyrir miklar upphæðir, þá halda
sveitirnar ekki að sér liöndum, þær byggja sömuleiðis, og þó ekki verði sagt fyrir
hve mikið, þá er liklegt, að þær reisi hlöður, hús, stofur, baðstofur og bæji, sein
kosta helminginn af því sem áidega er lagt i kaupstaðina. Þegar byggingarefnið
sem flutt er til landsins kostar hér 2 miljónir króna á ári og kaupstaðarhúsin, sem
upp koma sama áiið, eða árið eftir eru 2 miljóna virði. Þá má gizka á að 700,000
kr. af virði kaupstaðarhúsanna séu verkalaun, en ekki efni, og þær 700,000 kr. hafa
þá farið til sveitabygginganna, sem engar skýrslur ná yfir.
Það sem furðar mest við þessar framfarir, svo það sé ekki kallað fram-
stökk er óhagsýni þeirra, sem að þeim vinna. Hér er verið í óðaönn að hrófa upp
byggingum, sem hafa sáralitla endingu. Alþingi löggildir 10 hafnir á ári, til þess að
létta sveitamönnum aðflutninga frá kaupstöðum. Oftast kemur engin verzlun við