Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Blaðsíða 45
höfnina, og komi verzlun þar, og geti hún lifað, þá er það vanalegasl með því að
gera eitthvert annað kauptún verðlaust. Ef ein löggilding af 20 hefir árangur, þá
er það oftast líkur skaði annarsstaðar. Með löggildingum, sem þrifast er eitthvað
eldra rifið niður og g.jört verðlausl og stjrrkurinn til strandferða og ílóabáta verður
alt af að aukast. Á einum útskaga hér á landinu, komu vanalegast áður 160
smálestir af vörum, því skipin voru hlaðin, sem komu þar. Þangað eru nú fluttar
að likindum 160—200 smálestir af vörum árlega, en skipin sem koma þar á hafnirnar
árlega eru 25—30000 smálestir, og fyrir viðkomur strandferðahátanna á þessháttar
hafnir verður sérstaklega að borga. Stærri kauptúnin bera sig sjálf með leigunni
undir það sem þangað er flutt. Kaupstaðir og kauptún voru fyrir nokkrum
árum, víðast 20 árum eða svo, mestmegnis torfbæjir. í 20 ár höfum við verið að
rífa þá niður, og bj'ggja timburhús i stað þeirra. í Rej'kjavík var bannað fyrir
nokkrum árum að rista eða stinga upp torf í landi bæjarins, það var dauðadómur-
inn yfir torfbæjunum hér. Menn fengu sér reyndar framan af torf ofan af Ivjalar-
nesi, en þegar var búið að flj’tja það hingað, var torfþakið orðið eins dýrt, eða
dýrara en járnþak með tirabri undir, enn þá standa margir torfbæjir í bænum; þeir
eru notaðir fyrir geymsluliús, hænsnahús og þess háttar, og bíða falls eða niðurrifs,
en að eins í einurn þremur torfbæjum mun vera búið um þetta lej'ti.
í þrjátíu ár hafa öll þessi hús svo að segja, verið bygð úr timbri, með
góðu viðhaldi getur timburhús staðið í 100 ár. Til þess þarf að byggja suma hluti
hússins upp tvisvar sinnum, eða oftar. Þess utan verður að halda þeim vel við.
En hvaðan á eigandinn að taka viðhaldskostnaðinn, ef hann á lítið í húsinu og
henlugustu lánin, sem í því standa eru til 20 ára. Með svo háum afborgunum er
viðliald óhugsandi fyrir flestum. Vátryggingargjöldin i timhurhúsunum eru 8—11
af þúsundi; ef húseign eða verðmunir standa i steinhúsi má fá þau vátrygð fyrir 3
af þúsundi. Timburbyggingarnar gjöra vátryggingarnar óþolandi dýrar; og þegar
oftast er lekið ódýrasta timbrið til þeirra, verður viðhaldið svo dýrt, að ekki má
við una, og sé þeim ekki hrófað upp, eru þau fulldýr þegar þau eru komin upp.
Að likindum verður gangurinn hér á landi sami, sem alstaðar annarsstaðar
i heiminum, að steinbyggingarnar koma i stað timburhúsanna, og menn hætta al-
gerlega að byggja hús úr timbri nema á jarðskjálftasvæðunum. Timbrið verður
dýrara og dýrara, það fer alt i pappírsverksmiðjurnar, steinninn verður ódýrari og
ódýrari hér eins og annarsstaðar. Það er nú þriggja ára gömul uppgötvun, að gera
tígulsteina úr alt að 5% afkalki og sandi, eða smátt muldu grjóti, tígulsteinarnir eru
næstum tvisvar sinnum eins stórir og þeir, sem nú tíðkast, og kosta komnir á vagn
frá verksmiðjunni 9 kr. þúsundið, það er hér um bil sama, sem hver tígulsteinn af
þeirri stærð, sem nú tíðkast kostaði V* eyri kominn í vagn frá verksmiðjunni. Við
þessa uppgötvun verður að breyla öllum hinum eldri tígulsteinsverksmiðjum, eða
þær verða að leggjast niður. Gólf og loft í hús steypa menn nú þegar hér á landi
úr steinstej'pu og járnteinum svo að þau eru nú þegar orðin ódýrari, en timburgólf
og balda miklu lengur, eins og gefur að skilja. Þetta hafa verkamenn hér Iært á
því að steypa nokkur liundruð ferálnir af loflum og húsaþökum af þessari gerð.
Steinbyggingarnar eru að verða ódýrari en timburhúsin, þær endast i 500 ár við-
lialdslítið, vátrygging á steinhúsum og munum, sem i þeim eru geymdir getur kom-
ist niður í 3/i eða jafnvel V6 hluta vátrj'ggingarinnar á timburliúsum utan Reykja-
víkur, eins á þeim munum sem i þeim eru. Séu steinhús sett í veð, má lána út á þau
til 99 ára. Hér stendur steinbj'ggingaöldin fyrir dyrum — nema á jarðskjálftasvæð-
unum, Árnes-, Rangárvalla- og Þingej'jarsýslum — og þegar hún hefst, óskar hver
maður að öll timburhús fari veg allrar veraldar. Nú þegar óska ýmsir ágætismenn
þess að þau brenni öll niður í hrúgu til þess, að komið verði upp góðum húsum í
staðinn. Þegar svo Iangt er komið að ódýrara er að byggja úr steini (sem ekki
dregur í síg vatn) þá verðnr farið með timburhúsin, eins og torfbæjina áður, að