Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Blaðsíða 240
234
Athugasemdir.
Skýrsla þessi er i líku sniði og gerð á sama hátt sem skýrslur um sýslu-
sjóðina fj'rir árin 1006 og 1907, er birtust í Lhsk. 1908 bls. 142—155, nema að því
leyti, að sýsluvegasjóðirnir eru nú runnir saman við sýslusjóðina samkv. vegalögun-
um frá 1907, svo að sýslureikningarnir eru nú allir í einu lagi, nema þar sem brúa-
sjóðir eru sjerstakir. Brúarsjóður Skagafjarðarsýslu virðist vera runninn saman við
sýslusjóðinn, en annars vantar skýrslur um brúasjóðina.
Með lögum nr. 77 frá 22. nóv. 1907 var Húnavatnssýslu skift í tvö sýslufje-
lög og fóru fjárskifti fram milli þeirra við lok fyrsta ársfjórðungsins 1908. Vegna
þess að sýslan var þannig óskift nokkurn hluta ársins er hún sett í einu lagi hjer í
skýrslunni.
Hjer skal nú sjerstaklega minst á tekjur, útgjöld og efnahag sýslusjóðanna.
1. Tekjuhlið sýslusjóðsreikninganna er ekki margbrotin. Sýslusjóðirnir hafa
svo að segja engar fastar tekjur aðrar heldur en sýsluskattana, sýslusjóðsgjald og
sýsluvégagjald sem 1908 námu samanlögð nálega 3/s af hreinum tekjum sýslusjóð-
anna. I’au greiðasl úr sveitarsjóðunum og eru því innifalin í sveitarsköttunum.
Sýslusjóðsgjaldinu er jafnað niður með mismunandi upphæð eftir því sem þörf kref-
ur, en sýsluvegagjaldið er fastákveðið 1 kr. 25 au. á hvern verkfæran karlmann.
Síðan 1903 hefur sýslunefndum verið leyft að hækka sýsluvegagjaldið fyrir eitt ár i
senn, upp i alt að 2 kr. 50 au. og i vegalögunum 1907 var þeim leyft að hækka
það upp í 3 kr. Þessar sýslur hafa hækkað sýsluvegagjaldið 1908:
Upp i 3 kr. Rangárvallasýsla og Árnessýsla.
— - 2 — 50 au. Snæfellsnessýsla.
— - 2 — 25 — Vestmannaeyjasýsla.
— - 2 — Gullbringusýsla, Kjósarsj'sla og Norður-Múlasýsla.
— - 1 — 75 — Eyjafjarðarsýsla.
Samkvæmt sýslureikningunum hafa þessi gjöld nuniið siðustu 3 árin þvi
sem hjer segir:
1906
1907
1908
Sýslusjóðsgjald.
59766 kr.
63211 —
66617 —
Sýsluvegagjald.
19042 kr.
20746 —
22757 —
Sýslureikningunum ber ekki nákvæmlega saman við sveitarreikningana uin
þessar upphæðir, er líklega stafar af því að eitthvað af þeim flytjist stundum frá
einu árinu lil annars.
Auk skattanna hafa sýslusjóðirnir árlega tekjur af gjaldi fyrir verzlunarleyfi,
en það nemur að eins Iítilli upphæð, 50 kr. fyrir hvert leyfisbrjef. Tekjur sýslu-
sjóðanna af þessu gjaldi hafa verið:
1906 ......................... 2300 kr.
1907 ..................... 2800 —
1908 ........ ................ 2050 —
Ymislegar tekjur námu 1908 9950 kr. eða um Vi6 af hreinum tekjum sýslu-
sjóðanna. Meiri hlutinn af þessum tekjum eða 6175 kr. hlutar sj'slnanna úr amts-
búunum. Jafnaðarsjóðum Norðuramtsins og Vesturamtsins var skift upp á milli
sýslnanna. í öllum sýslum i Norðuramtinu eru þessar tekjur tilfærðar, en þar komu
ekki nema rúmar 600 kr. til skifta, en i Vesturamtinu hafa að eins 2 sýslur, Mýra-
ýsla og Snæfellsnessýsla, tekið þær upp í reikninginn (með samtals 5549 kr.), hvort