Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Blaðsíða 241
235
sem það kemur til af því, að i hinum sýslunuin hafi þessar tekjur komið siðar inn
eða að gleymst hafi að taka þær upp í reikninginn. Af öðrum tekjum, sem felast i
þessum lið eru þessar hinar helztu:
Andvirði úr landssjóði fyrir seldar simalinur ........................ 1340 kr.
V2 hreppavegagjald úr nokkrum hreppum .................................. 435 —
Afgjald af jarðeignum ................................................ 130 —
Vextir af peningum ..................................................... 119 —
Loks eru lekjur sýslnanna af lántökum, er hafa numið rúmum þriðjungi af
hreinum lekjum sýslusjóðanna 1908. Lántökur sýslnanna voru:
1906 ....................... 14505 kr.
1907 .............. ... 24265 —
1908 ....................... 57968 —
Tölur þessar eru saml ekki fullkomlega samkynja, því að tölurnar 1906 og
1907 eru teknar eins og þær voru i sýslureikningunum, en síðasta árið hefur verið
hælt við þessum lánum, sem sýslurnar hafa tekið úr landssjóði, en ekki hafa verið
tekin upp í sýslureikningana:
8000 kr. lán til Gullnringusýslu til rilsima.
10000 — — — Vestur-Barðastrandarsýslu til ritsiina.
10000 — — — Vestur-ísafjarðarsýslu til ritsíma.
7500 — — — Suður-Múlasýslu til búnaðarskólans á Eiðum.
35500 kr. alls.
Það er því ekki nema helmingurinn af lántökuupphæð sýslnanna 1908, sem
lekinn hefir verið upp í reikningana. Sú skoðun virðist vera allalmenn, að sýslu-
reikningarnir sjeu að eins kassareikningar yfir þá peninga, er ganga í gegnum hend-
ur sýslumannanna, en eigi ekki að ná yfir þær tekjur, sem ávísað er beint til þeirra
útgjalda, er þær eiga að ganga til, og aldrei koma í hendur sýslumannanna.
Af lánum þeim sem tilfærð voru í reikningunum 1908 voru 1468 kr. bráða-
birgðalán.
2. Útgjöld. Nálega helmingur af hreinum útgjöldum sýslusjóðanna 1908
hefur gengið til samgöngumála. Útgjöld sýslnanna lil þeirra voru:
1906 ....................... 35585 kr.
1907 ................... 37812 —
1908 ....................... 72336 —
Þess verður að geta, að síðasta árið hefur hjer verið bætt við 28 þús. kr.
útgjöldum lil ritsíma, sem ekki voru taiin i sýslureikningunum (sbr. það sem sagt
var um lántökur s\Tslnanna). Helztu útgjöldin til samgöngumála 1908 voru þessi:
Til vegagerða ......................................................... 28273 kr.
— brúargerða ....................................................... 3482 —
— síma ............................................................... 34059 —
— hafskipabryggju og hafnarrannsókna .................................. 2133 —
— gufu- og mótorbátaferða.............................................. 1357 —
— kostnaðar við ferjur ............................................... 527 —
— vita .................................................... 129 —
— brúargæzlu ................................................ 499 —
áfangastaða................................................... 333 —
— gistihúsa.................................................. 350 —
Næst samöngumálunum ganga búnuðar- og atvinnumál. Útgjöldin til þeirra