Húnavaka - 01.05.2008, Page 22
H Ú N A V A K A 20
ég skrifa mig alltaf Jakob H. H. Guð-
mundsson.
Trésmíðin
Ég fór snemma að klambra og smíða bæði
á tré og járn með pabba því hann var
mjög laghentur maður og vann í
Stálsmiðjunni. Ég lærði síðar trésmíðar
hjá Kristni Sveinssyni sem var sómakall.
Það bar þann ig við að sumarið eftir lands-
próf, þegar ég var 15 ára, þá átti pabbi bát
sem hét Óli GK og var ég settur á sjó og
átti að verða hálfdrættingur. Þeir voru þrír
sem áttu bátinn, auk pabba voru það
Engilbert sem var yfirverkstjóri í Stál-
smiðj unni og Snæbjörn, gamall togarajaxl.
Þeir fengu mann til að vera með bátinn og mér var skutlað þarna um borð af
því að það vantaði háseta. Þarna var ég meiripartinn af sumrinu á færum í
Faxaflóanum og var það ágætur og skemmtilegur tími.
En svo varð eitthvert uppihald með bátinn og eitt sinn þegar Kristinn kom
í Stálsmiðjuna spurði pabbi hvort hann vantaði ekki lipran strák í byggingar-
vinnu. Þá var einmitt maður að fá frí hjá honum, átti að fá frí í 11 daga og ég
átti að vinna þessa 11 daga og það passaði akkúrat því ég var meira og minna
hjá honum í 11 ár.
Ég lærði hjá Kristni frá 1963 - 1967 en hann hafði marga lærlinga og ég
komst ekki strax að sem slíkur en Kristinn var mjög umsvifamikill bygg inga-
meistari í Reykja vík á þessum árum. Fyrsta verkið mitt var að vinna við mikið
strengjasteypuhús fyrir Byggingariðjuna en það síðasta var að byggja Faxa-
skála sem þeir voru að enda við mölva niður fyrir þetta tónlistarhús. Það var
mikið að gera hjá Kristni því hann var eftirsóttur meistari í Reykjavík og er til
þess að gera nýlega hættur.
Hann var með sitt eigið trésmíða verkstæði og þar var ,,yfiragent“ maður
sem hét Jón Jakobsson, mikill smiður og réði þar ríkjum með harðri hendi við
alls konar smíðavinnu, einkum yfir veturinn. Aftur á móti vorum við úti um
allan bæ á sumrin og langt fram á haust í þessari hefðbundnu útivinnu. Kona
Kristins, Margrét Jörundsdóttir, var mikil vinkona mín, ættuð úr Hrísey.
Kastað út af Röðli
Konan mín heitir Helga Hermanns dóttir og eru foreldrar hennar hjónin,
Hermann Jónsson sem nú er látinn og Þórunn Finnbjörnsdóttir en þau voru
Helga og Jakob.