Húnavaka - 01.05.2008, Page 23
H Ú N A V A K A 21
bæði úr Aðalvík á Horn-
ströndum. Við vor um
ekki gömul þegar leiðir
okkar lágu saman, svolítið
sérkennilegt man ég þegar
ég hitti hana í fyrsta skipti.
Það var dá lítill svans á
okk ur fé lög un um og vor-
um úti að skemmta okkur
og þá var aðalhúsið Röð-
ull í Skipholti. Svolítið
gekk nú á þar og við lent-
um eitthvað í tuski og var
okkur félögunum og fleiri
rúllað saman og hent út,
þannig að kvöldið var
eigin lega farið í vaskinn. Við vorum að labba heim en heyrðum þá dúndrandi
hljóðfæraslátt og fjör og þá var það einmitt í Silfur tunglinu þar sem ferm ingar-
veislan mín hafði farið fram á sínum tíma.
Við vorum ekki seinir á okkur að reka hausinn þarna inn og þá var þar
gömludansaball. Enginn okkar kunni að dansa gömludansana en það skipti nú
ekki máli því þarna var mungát og miklar veitingar. Þegar við vorum að labba
upp hringstigann kom rígfullorðinn maður, grár fyrir hærum, kallaður Grettir
dans ari og sagði. „Strákar, mikið er ég feginn að sjá ykkur því ég er eini karl-
maðurinn í húsinu.“ Það var sko alveg rétt að hann var eini karlmaðurinn í
húsinu.
Þetta var aldeilis kvennager, karlar komnir á réttan stað og þarna kynntist
ég konunni minni, sá hana í fyrsta skiptið á þessu umrædda balli. Síðan erum
við búin að vera að dingla saman en þetta skeði nú það herrans ár sextíu og
sex.
„Viltu ekki kaupa af mér jörðina?“
Það bar dálítið snögglega að þegar ég eignaðist Árbakka en þar bjuggu þá
feðg arnir Guðmundur og Björn. Það var veturinn 1960-‘61 að Björn, sonur
Guðmundar, fékk óþol fyrir heyi, ætlaði þá alveg að kafna, fékk svokallaða
heymæði. Þeir feðgar komu suður til sérfræðings, þetta var í apríl eða maí og
gistu hjá mömmu eins og þeir voru vanir. Sérfræðingurinn sagði við þá að
Björn mætti aldrei framar koma nálægt heyi því veikindin væru á svo háu stigi
hjá honum.
Guðmundur og Björg áttu þennan eina son, hann var einkabarn og því loku
fyrir það skotið að hann gæti tekið við búinu. Guðmundur var svo um kvöldið
að segja mömmu þetta er ég kom í eldhúsdyrnar, þá 15 ára gamall. Þá sagði
Guðmundur við mig. „Ja, nú er útséð með það að við verðum lengur á Ár -
Foreldrar Helgu og bróðir. Hermann Jónsson, Oddur
Hermannsson og Þórunn Finnbjörnsdóttir.