Húnavaka - 01.05.2008, Síða 30
H Ú N A V A K A 28
Þær eru búnar að koma og heim-
sækja okkur sem túristar, hafa skrifað
og sent kort. Sérstaklega eru það fjórar
sem má segja að séu rótgrónar og ein
þeirra varð svo fræg að spila á trompet
fyrir biskupinn. Hún var mögn uð, kom
frá Svartaskógi en hringdi áður og
spurði mig hvort hún mætti koma með
trompetinn sinn með sér. Já, já, sagði
ég, hún gæti haft trompet inn sinn með
sér.
Þetta reyndist vera dóttir einhvers
kornbónda í Þýskalandi og heimilis-
bragurinn þar var þannig að hún fékk
að æfa sig á trompetinn hálftíma á dag.
Hún byrjaði á að spyrja mig þegar hún
kom hvað hún mætti æfa sig lengi á
dag og ég sagði að hún réði því sjálf. Ef ég þyrfti ekki á henni að halda til vinnu
þá gæti hún andskotans á trompetinum eins lengi og hún vildi.
Nokkru seinna spurði hún mig að því hvort það væru ekki einhverjir á
svæðinu sem spiluðu á blásturshljóðfæri og ég vissi ekki um neinn nema Skarp-
héðin Einarsson. Hún hafði náttúrulega engan við að vera nema okkur hjónin
og ég sagði henni að Skarphéðinn væri kennari í Tónlistarskólan um og ég
skyldi tala við hann. Jú, jú, hún vildi endilega komast í að blása með
einhverjum svo ég talaði við Skarphéðin og hann sagði. „Já en kann hún
eitthvað að spila?“ Það hélt ég ekki því ég hafði aldrei heyrt eitt einasta lag hjá
henni því hún var alltaf að æfa einhverjar nótna- og fingraæfingar. „Það er nú
ekkert að marka þig“ sagði Skarphéðinn, „komdu með stelpuna eitthvert
kvöldið þegar ég hringi til þín.“
Svo hringdi Skarphéðinn og sagði: „Nú skaltu koma með stelpuna, við
erum þrír að fara að spila.“ Svo ég fór með stelpuna og sagði henni að nú væri
komið að því, hún yrði að standa sig.
Þegar við komum þá tóku þeir upp trompetana og þá sá ég, þótt vitlaus sé
í þessum blásturshljóðfærum, að trompetarnir sem þeir voru með voru bara
svona Harlem útgáfa af því sem stelpan hafði í höndunum. Síðar hringdi svo
Skarphéðinn í mig og sagði. „Já, hún kann nú alveg þokkalega á trompet
þessi.“ Ég hafði aldrei spurt hana að því hvað hún væri búin að spila lengi,
heyrði aldrei nema fingraæfingarnar en þá var hún búin að spila í 60 manna
hljómsveit í fleiri ár.
Þetta endaði svo með því að hún spilaði íslenska þjóðsönginn fyrir biskup-
inn á hátíðarsamkomu á Blönduósi. Allt sem Þjóðverjinn gerir verður að vera
hundrað prósent og hún kom heim einn daginn, alveg uppveðruð, og sagði
okkur að hún ætti að spila fyrir biskupinn. Ég hélt að það væri í lagi, hún gæti
vel spilað fyrir biskupinn. Hún æfði sig og æfði og æfði og ég verð að viðurkenna
það að ég átti erfitt með að heyra þjóðsönginn nokkuð lengi á eftir.
Jakob með Hallfríði og Helgu Dögg.