Húnavaka - 01.05.2008, Side 37
H Ú N A V A K A 35
DAGNÝ M. SIGMARDÓTTIR, Skagaströnd:
Guð í kjallaranum
Ég sat í strætó sem silaðist hægt eftir Miklubrautinni í umferðarkraðaki borgar-
innar og horfði á gráan hversdagsleikann í rigningunni sem streymdi niður
rúð ur nar, þar sem ég sat og lét hugann reika. Strætóinn stoppaði við Löngu-
hlíðina og nokkrir kaldir og blautir farþegar þokuðust inn í vagninn. Einn af
þessum nýju farþegum, ungur strákur, um það bil 12 ára, settist í sætið við
hliðina á mér og kynnti sig strax, svona rétt eins og hann ætlaði að kynnast mér
fyrir lífstíð.
- Sæl, ég heiti Stefán, má ég setjast í þetta sæti.
- Ha, ja, já, auðvitað, gjörðu svo vel, sagði ég og færði töskuna mína sem ég
hafði skellt í sætið við hliðina á mér. - Ég gaut augunum á þennan unga,
skelegga pilt sem kynnti sig fyrir fólki í strætó, nokkuð óvenjulegt. Hann var
bjartur yfirlitum, frekar smávaxinn, eins og strákar eru svo oft á þessum aldri.
Hann bar skærgula, mjög svo áberandi, derhúfu á höfðinu sem var í hrópandi
ósamræmi við annars snyrtilegan klæðnað stráksa. Hann tók eftir að ég var að
mæla hann út, horfði á mig og sagði:
- Amma vill að ég sé með þessa húfu þegar ég ferðast í strætó því þá sér hún mig betur úr
eldhúsglugganum þegar ég fer úr á stoppistöðinni hjá henni. Hún vill fylgjast með mér, hún
segir að það eigi að fylgjast með börnum.
Hann tók niður húfuna og velti henni milli handa sér rétt eins og gamall
öldungur.
- Ha, já, sniðugt, flott húfa, sagði ég og hugsaði að það væri greinilegt að hann
ætti góða ömmu sem hugsaði vel um strákinn sinn.
- Ég held að gamli maðurinn í kjallaranum hjá ömmu sé Guð, sagði Stefán alveg
uppúr þurru en samt hugsi og saug upp í nefið.
- Nú, af hverju heldur þú það? spurði ég mjög svo hissa.
- Ég sá einu sinni mynd af Guði og hann leit alveg eins út og þessi gamli í kjallaranum,
sagði Stefán og starði út um gluggann eins og hann væri að púsla saman í
huganum myndinni af Guði og gamla manninum í kjallaranum.
- Ha, hvar sást þú mynd af Guði? spurði ég og horfði undrandi á þennan
ljóshærða snáða sem greinilega hafði frjótt ímyndunarafl.
- Það hangir mynd af Guði á elliheimilinu þar sem langamma býr og þangað kem ég oft
með henni ömmu.
- En af hverju heldur þú að það sé kallinn í kjallaranum hjá ömmu þinni sem er Guð?
Hvað er hann að gera með að vera bara í kjallaranum? spurði ég af áhuga því þetta
var eitthvað sem mér fannst forvitnilegt.
- Ég held að hann sé að fela sig, vilji ekki að fólk viti að hann er Guð, svaraði sá stutti
og var ekki að hugsa sig mikið um.