Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2008, Page 38

Húnavaka - 01.05.2008, Page 38
H Ú N A V A K A 36 - Nú og af hverju vill hann ekki að fólk viti hvar hann er? Vill hann ekki einmitt að fólk hitti sig og biðji til sín svo hann geti hjálpað og stutt okkur og því þá að vera að fela sig í einhverri kjallaraholu? - Hvað er að þér manneskja, skilur þú þetta ekki? sagði hann svolítið höstugur og pirraður út í skilningsleysið mitt á þessu annars grafalvarlega máli. - Það yrði alltaf fullt út úr dyrum hjá honum af fólki sem vildi hitta hann og biðja hann um hitt og þetta. Það er miklu betra að fólk fari bara í kirkju og tali við prestana og svo koma þeir til hans og segja honum hvað fólkið var að biðja um og svoleiðis. - Já, það er náttúrulega satt hjá þér en koma þá ekki margi prestar að heimsækja hann? spurði ég og var nú orðin verulega spennt yfir þessu annars óvenjulega umræðuefni og það í strætó. - Ja, það held ég nú ekki, allavega hef ég ekki séð neina. En, ferð þú ekkert í heimsókn til hans? spurði ég af áhuga. - Nei, amma segir að hann sé geimfari og vilji ekki mikið vera innanum fólk. - Ha – geimfari? – ja, þú meinar einfari, leiðrétti ég og brosti, sá samt Guð alveg fyrir mér sem geimfara, góð samlíking. - Já eða eitthvað svoleiðis, annars fór ég til hans um daginn með póstinn, hann hafði ruglast saman við ömmupóst og amma sendi mig með hann. Hann þakkaði mér rosa vel fyrir og klappaði mér á kollinn og sagði að ég hefði nú ekkert þurft að vera að koma með þennan póst, þetta væru bara leiðinlegir reikningar. - Reikningar? Hver sendir eiginlega reikninga til Guðs? spurði ég og var satt að segja frekar hneyksluð í röddinni, gat ekki alveg sé fyrir mér hvað hann þyrfti að borga fyrir. - Nú, þú veist rafmagns og síma og svoleiðis rukkanir og svo tuðaði hann yfir einhverju bréfi frá skattinum, sagði Stefán, rétti sig upp í sætinu og leit út um gluggann, svona rétt til að sjá hvort vagninn væri á réttri leið. Ég leit mjög svo hugsandi á stráksa og sagði að mér fyndist nú alveg óþarfi að vera að rukka Guð um rafmagn og síma. Hvaða samskipti hann þyrfti að hafa við skattinn gat ég ekki ímyndað mér en auðvitað gerði skatturinn ekki mannamun, angraði alla hvort sem þeir væru Guðir eða bara venjulegur Jón eða Gunna. En Stefán hafði miklu betri skilning á þessu heldur en ég og hélt ró sinni því satt að segja var ég hálfpartinn farin að æsa mig yfir þessu öllu. - Hann verður náttúrulega að borga sína reikninga eins og aðrir þótt hann sé rosalega góður kall og hafi skapað allan þennan heim og allt það. Amma er rosalega góð og hún er alltaf að skapa eitthvað, prjónar, bakar og gefur svo allt á tombólur og basara til styrktar fólki í útlöndum sem á ekki einu sinni vatn. Hún er alveg rosalega góð en hún þarf samt að borga reikningana sína og örugglega gera eitthvað fyrir þennan skattakall, sagði Stefán og lagði áherslu á orð sín. - Já, veistu, það er þó nokkuð til í þessu hjá þér, við þurfum að borga það sem okkur ber hvort sem við erum góð eða ekki. - Ég held að hann sé kominn með e-mail svo að maður getur bara sent honum tölvupóst. - Ha, hver? spurði ég ringluð. - Nú, Guð í kjallaranum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.