Húnavaka - 01.05.2008, Page 41
H Ú N A V A K A 39
PÉTUR PÉTURSSON frá Höllustöðum:
Eftirsóttur maður
Ég mun hafa verið sex eða sjö ára gamall þegar ég sá Hjört Gíslason, verka-
mann, skáld og rithöfund á Akureyri, í fyrsta skipti. Hann var þá gestkomandi
á heimili foreldra minna en hann var giftur Lóu, föðursystur minni. Mér þótti
skáldið eftirminnilegt sakir lífsorku sinnar og glaðværðar á góðum degi. Hann
var rómsterkur og hélt sig hvergi til hlés.
Allir sóttust eftir návist þessa orðheppna og djarfmælta gests sem í spari föt-
unum lét sig ekki muna um að halda fæti á óþekkum fola sem verið var að
járna á Höllustaðahlaði. Mér þótti mikið til um harðfylgi og ósérhlífni hins
prúð búna gests þegar hann að síðustu lá endilangur í forinni fremur en að
sleppa fætinum.
Seinna varð ég svo tíður gestur á heimili þeirra hjóna eftir að ég var sestur
á skólabekk nyrðra. Því miður urðu kynni okkar alltof stutt, því hann lést vorið
1963, aðeins 55 ára gamall. Í endurminningunni finnst mér hann alltaf hafa
farið nokkuð geyst og því kannski ekki að undra þótt hérvist hans yrði ekki ýkja
löng.
Hjörtur fæddist í Bolungarvík 27. október 1907 og voru því 100 ár liðin frá
fæðingu hans sl. haust. Hann var Vestfirðingur í báðar ættir. Hann átti sex
alsystkini, tvö hálfsystkini að móðurinni og ellefu að föðurnum, Gísla Jónssyni
skálda, er var sjómaður í Bolungarvík. Sá var vel hagmæltur og orti jafnt
trúarljóð sem veraldlegan kveðskap. Gísli skáldi dó 68 ára gamall þegar
Ég, Pétur Pétursson, er frá Höllustöðum í Blöndudal
og fæddur 1947. Eftir stúdentspróf frá MA las ég
læknisfræði við Háskóla Íslands og eftir kandídatspróf
tók ég sérnám í heimilislækningum í Västerås í
Svíþjóð. Var læknir í Bolungarvík og héraðslæknir
Vestfjarða um skeið en frá 1987 heilsugæslulæknir á
Akureyri, hef bætt við mig meistaragráðu í lýðheilsu-
fræðum og hef sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðis-
stjórnun. Auk þess hef ég skipt mér af öllum
fjand an um, ort, sungið og sýslað við hross. Er giftur
Margréti Kristjánsdóttur læknaritara frá Ísafirði og
á með henni sjúkraliða, hjúkrunarfræðing, ljósmóður
og tvo lækna.