Húnavaka - 01.05.2008, Síða 42
H Ú N A V A K A 40
Hjörtur var aðeins 12 ára. Þá lauk
glaðværri æsku í foreldrahúsum og
við tók erfiðisvinna og þrældómur hjá
vanda lausum lengst inni í
Ísafjarðardjúpi.
Af þeirri dvöl fer, mér vitanlega,
engum sögum en vafalítið hefur
föður missir og aðskilnaður við fjöl-
skyldu og systkini verið honum þraut
og kross. Sautján ára gamall yfirgaf
hann svo Vestfirði og gerðist vinnu-
maður í sveitum Austur-Húna vatns-
sýslu. Hann virðist þar hafa tekið út
góðan þroska til orðs og æðis og
margvíslegra íþrótta.
Þar verður hann fljótlega nokkuð
áberandi meðal ungra manna fyrir
dugnað og hisp urs lausan gáska,
hagmælsku og hesta mennsku sem og
ýmis uppátæki sem bæði báru
hugkvæmni og áræði vitni. Dæmi um
það er sagan af Giljár tarfinum sem
Hjörtur sagði sjálfur frá í viðtali er
Gísli Jónsson átti við hann í Heima er bezt 1961:
Ég fór úr Víkinni um fermingu, inn í Djúp, var á Hamri á Langa dals strönd. Hjá
vandalausum, já. Fór svo þaðan 17 ára að Stóru-Giljá í Austur-Húna vatnssýslu og var
viðurloða þar alllengi, og þar skeði það, að ég reið á naut inu.
Hvað segirðu?
Hefurðu ekki heyrt það, ég varð landsfrægur fyrir. Jón á Akri hafði gaman af því, það
var stórsniðugt. Þetta var létt gaspur og ósköp meinlaust, og ég var talinn laginn við hesta
og sér í lagi við naut. – Nú, nú, þá skeði það, skal ég segja þér, að á Stóru-Giljá var boli,
orðinn 5 eða 6 ára og var ekki leystur mikið út, því hann var mjög mannýgur. Þá kom
vinnumaður frá Akri, Guðmundur Andrésson, sem nú er hér í bænum, oft hjá Rögnvaldi í
Kompunni að afgreiða á sunnudögum, vinnur annars í Sjöfn eða hefur unnið, og átti að fá
nautið út að Akri, en það þótti ófært að leysa það vegna illsku. Það verður þó úr að ég býðst
til að fara með það út að Akri. Jú, ég mátti það, ef ég passaði að það dræpi mig ekki. Ég
lagði nú hnakk og beizli við nautið inni, þetta er dagsönn saga. Svo leysti Guðmundur
Andrésson nautið, og ég stökk á bak, um leið og boli skauzt út úr dyrunum, og Guðmundur
fór á bak hesti sínum, brúnum fola, og við lögðum af stað til Akurs, ég á nautinu og hann
á hestinum. Þegar kom út fyrir túnið á Giljá, voru mestu rassaköstin úr bola, en þá vildi
hann leggjast niður og talaði mikið ljótt, og þegar við vorum að stympast þarna, kom
langferðamaður af Suðurlandi, og varð hann blátt áfram undrandi að sjá þessa tilburði og
sagan flaug um allt land. Svo sögðu gárungarnir, en það skal tekið fram að er ósatt, að ég
hefði setið á nautinu, á meðan það embættaði á Akri. Ég renndi mér nú ofan af því á
meðan, en Pálmi, faðir Jóns, var í baðstofuglugganum og tautaði: ,,Alveg er hann
Brúðkaupsmynd af Hirti og Lilju.