Húnavaka - 01.05.2008, Side 43
H Ú N A V A K A 41
dæmalaus þessi drengur frá Giljá.” Á heimleiðinni fór boli hægt, Hjörtur sat á baki og
söng.
Nú verð ég að hvíla mig að skrifa.
Meðan þú hvílir þig verð ég að segja þér sögu frá Bolungarvík um karlinn, sem hélt niðri
ekkjunni með krampann, en hana máttu alls ekki skrifa. Ásgeir í Rikku kann hana. Hún
hefði hvergi getað gerzt nema í Bolungarvík.
Hjörtur virðist hafa verið íþróttamaður góður svo sem ýmsir afkomendur
hans hafa orðið þótt ekki næði hann viðlíka frægð og þeir. Það ber einurð hans
og kjarki ágætt vitni að 23 ára gamall kenndi hann íþróttir við Kvennaskólann
á Blönduósi og kalla ég það að ganga hreint til verks. Nokkrum misserum
síðar, árið 1934, kvæntist hann svo áðurnefndri föðursystur minni, Lilju
Sigurðardóttur frá Steiná í Svartárdal og fluttu þau þá til Akureyrar og bjuggu
þar til dauðadags. Þar vann Hjörtur ýmis störf; fyrst sem langferðabílstjóri,
síðar sem kyndari og hjá Flugmálastjórn vann hann svo síðustu ár ævi sinnar.
Börn þeirra hjóna urðu 5: Anna Ingibjörg, húsfreyja og listakona í Garðabæ,
Gísli Bragi, fyrrverandi múrari og bæjarfulltrúi á Akureyri, Sigurður, sagn-
fræðingur og reðurstofustjóri á Húsa-
vík, Hjörtur Hreinn, múrari í
Hafn ar firði og Reynir, kennari, skáld
og reiðlistarmaður á Akureyri.
Hjörtur var óvenjulega eftirminni-
legur maður með fjölþætta hæfileika
og margvísleg áhugamál og hugsjónir
sem hann sinnti og barðist fyrir af
einurð og bjartsýni. Hann fór hvergi
troðnar slóðir, hvorki í reiðmennsku
sinni eða öðru. Listrænir hæfileikar
hans voru áreiðanlega miklir þótt
barátta fyrir daglegu brauði hlyti að
marka þeim nokkuð þröngan bás. Ég
hygg að skólagöngu hans hafi lokið
með brottför hans úr for eldra húsum
en þó tókst honum með kapps fullum
bóklestri að afla sér staðgóðrar al -
mennr ar menntunar og þroska svo
máltilfinningu sína að sköp un ar gáfa
hans fékk notið sín í ljóða gerð og
skáldskap. Hann var ástríðufullur
bóka safnari en neyddist til að farga miklu safni sínu seint á fimmta áratugnum
er hann stóð í húsbyggingu.
Um tvítugt er hann orðinn það liðtækur hagyrðingur að vísnagerðin var
farin að gagnast honum í hestakaupum. Sagan segir, að eitt sinn hafi Pálmi
Hannesson rektor komið að Giljá en hann var jafnan vel ríðandi. Vildi Hjörtur
hafa við hann hestakaup en þurfti augljóslega að borga háa upphæð í milli.
Pálmi bauðst til að hafa við hann slétt skipti á gæðingsefni sínu og truntu
Hjörtur og Blesi.