Húnavaka - 01.05.2008, Page 54
H Ú N A V A K A 52
Hér fékk ekki nokkur í felur að skríða
né falla í dá eða mók.
Hún þurfti að horfa á hanann sinn fríða
upp hengdan á gljáandi krók.
Þá burtu var upphefðin, reisnin og rostinn.
Já, raun var að hafa það séð.
Hinn skrautlegi hani var skelfingu lostinn
og skalf eins og hvert annað peð.
Nú endar mitt kvæði, hún beið þarna bana,
og barst inn í verksmiðjuhús,
var bútuð í sundur og krydduð úr krana
og koveruð steikingarmús.
Í stað þess að trúlofast stællegum hana
er stélið svo fimlega skók,
þá var henni sporðrennt af spikfeitum Kana,
- með special dressing og kók.
❄❄❄
Sölufélag Austur-Húnvetninga
með texta sem var myndskreyttur
Þegar þið komið heim af Húnavökunni og hafið tíma til þess að fara í fjós, þá
vinsamlegast athugið að kúnum okkar líði vel og að aðbúnaður allur í fjósinu og þá fyrst
og fremst hreinlæti sé í góðu lagi.
Til þess að hægt sé að framleiða fyrsta flokks vöru er nauðsynlegt að meðhöndlun
hennar, frá fyrsta stigi til hins síðasta sé óaðfinnanleg. Þetta á flestum vörutegundum
fremur við um mjólkina svo vandmeðfarin vara sem hún er. Ef þið húnvetnskir bændur
komið með mjólkina í fyrsta flokks ástandi og á réttum tíma á brúsapallinn, þá verður
smjörið frá mjólkursamlaginu ykkar fyrsta flokks. Meiri og betri framleiðsla og betri
lífsafkoma.
Sölufélag Austur Húnvetninga Blönduósi.
Trésmiðjan Stígandi hf.
Framleiðum úr besta fáanlegu efni allt til húsbygginga. Svo sem: glugga, innihurðir,
útihurðir, eldhússkápa, fataskápa, gerekti o.fl.
Einnig höfum við nú á boðstólum til fermingargjafa:
Fyrir drengi: Skrifborð, tvær gerðir.
Fyrir stúlkur : kommóður ( maghogní).
Margra ára reynsla í starfi tryggir ykkur góðar vörur og fyrsta flokks vinnu.
Sanngjarnt verð og góð afgreiðsla.