Húnavaka - 01.05.2008, Page 76
H Ú N A V A K A 74
BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR, Syðri-Löngumýri:
Var það Skotta eða …
Ein af sögunum sem hann afi minn, Eyþór, sagði mér þegar ég var stelpa, var hálfgerð
drauga saga. Hann var nú skyggn karlinn, sá lengra en nef hans náði og fann á sér ótrúlega
hluti. Hann sagði mér margt skrýtið sem gerðist þau ár sem hann og amma mín bjuggu í
Fremri-Hnífsdal og barnssálin mín drakk í sig allan fróðleik þess liðna tíma; allt það sem
hafði átt sér stað hjá forfeðrum mínum á Vestfjörðum, sem í mínum huga voru Galdrafirðir
og það var ekki lítið gaman að tengjast þangað.
En þessi frásögn, sem hvorki var löng né ítarleg, festist svo í mér að ég vil alls ekki að
hún gleymist en hún er svona:
Einn morguninn þegar ég fór á fætur til að mjólka kýrnar kom dálítið undar-
legt fyrir mig. Þetta var um haust og dulítið kalt úti og mér vitanlega var eng-
inn, nema ég, kominn á fætur í bænum. Ég ætlaði mér að mjólka kýrnar áður
en ég fengi mér morgunskattinn.
Það var enn dálítið rökkvað en tunglið glóði í öllu sínu veldi á himninum.
Eftir morgunpissið tók ég fötur mínar og hélt af stað í átt til fjóssins. Sé ég
þá hvar vinnukonan er komin út á undan mér og farin að breiða þvott á snúr-
ur. Mér varð nú öllum lokið og hugsaði með mér hvílík gæða vinnukona þetta
væri og hvað hefði komið henni til að fara að þvo fyrir allan venjulegan fóta-
ferða tíma.
Vinnukona þessi var heldur hressileg og þoldi vel að væri talað við hana.
Vorum við vön að gantast saman daglega og tók hún öllu glensi mjög vel. Ég
ákvað því að gantast við hana og sagði eitthvað sem svo:
- Guð gefi þér góðan daginn, þú hefur náttúrulega viljað vera komin út til
að taka á móti mér í fjósinu?
Þetta var bara eins og hvert annað glens sem við vorum alls ekki óvön og
eng in meining var í. En að þessu sinni bregður öðruvísi við. Í stað þess að
skensa mig til baka, þá snýr konan sér frá þvottinum og að mér. Hún segir
ekkert en tekur ofan höfuð sitt og stingur í handarkrikann. Mér varð að vonum
orðfall og stóð sem frosinn og starði á eftir henni þar sem hún gekk í burtu frá
mér með höfuðið undir hendinni, uns hún hvarf sjónum.
Ég gerði mér grein fyrir því að þetta hafði verið einhver Skotta eða Skinn-
pylsa sem var að gera mér skráveifu í morgunskímunni. Þar sem ég hef séð
ýmislegt í gegnum tíðina varð ég sosum ekki hræddur en það var samt
hálfgerður hrollur í mér þegar ég fór að mjólka kýrnar og sá að líklega sé best
að vera viss um við hvern maður er að tala áður en maður ávarpar hann.
En vinnukonumyndin svaf auðvitað inní baðstofu á sínu græna eyra og vissi
ekkert.