Húnavaka - 01.05.2008, Page 78
H Ú N A V A K A 76
SVEINN TORFI ÞÓRÓLFSSON frá Skagaströnd:
Bernskuminningar frá
Skagaströnd
Leikir í Höfðanum 1950 – 1956
Aðalleikvangur okkar krakkanna í götunni, sem nú heitir Bankastræti, var í
Höfðanum og þá aðallega í lægðinni sem kölluð var Tjaldklauf. Hún lá frá
Kaupfélagstúninu og yfir í Vækilvík og skipti Höfðanum í tvennt, Litlahöfða
og Stórahöfða.
Litlihöfðinn lá sunnan við Tjaldklaufina alla leið suður í Höfðatá þar sem
innsiglingarmerkið stendur. Stórihöfðinn var austan við Tjaldklaufina og var
talsvert hærri en Litlihöfðinn. Uppi á Stórahöfða var brennustæðið og varðan,
Sveinn T. Þórólfsson er fæddur í Reykjavík 5. september 1945 en fluttist til Skagastrandar
árið 1946 þar sem hann bjó með foreldrum sínum, Ölmu Normann og Þórólfi Sveins-
syni. Bjuggu þau lengst af í Höfðaborg, til ársins 1956
er þau fluttust til Grindavíkur.
Sveinn lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Laugar-
vatni 1961 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum að
Laugar vatni 1965. Hann lauk fyrrihluta prófi í
byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1968 og tók
Mastersgráðu í byggingarverkfræði frá Tækniháskóla
Noregs (NTH) í Þrándheimi árið 1971, með sérhæfingu
í vatnsveitu- og fráveitutækni.
Sveinn vann nokkur ár hjá verkfræðistofu Arne
Reinert sen í Þrándheimi en hélt til framhaldsnáms við
Norsk Institutt for Vannforskning (NIVA) í Osló 1976.
Hann kom aftur til starfa hjá NTH ári síðar og hefur
síðan haft umsjón með kennslu og rannsóknum í
vatnsveitu- og fráveitu kerfum. Þá hefur Sveinn tekið virkan þátt í verkefnum í Noregi,
Íslandi, Nepal, Kína og Svartfjallalandi. Hann var ráðgjafi við skólpveituframkvæmdir
í Reykjavík 1984-1994 og víðar.
Sveinn er giftur Sigríði Gunnarsdóttur frá Eyri við Ingólfsfjörð á Ströndum og eignuðust
þau eina dóttur, Guðbjörgu, f. 1967, d. 2001. Sveinn og Sigríður búa og vinna í Þránd-
heimi.
Í tómstundum hefur Sveinn unnið við að rita minningar frá æskuárunum og þá sérstak-
lega árunum á Skagaströnd. Sveinn var í sveit á Höskuldsstöðum hjá Stefáni Hólm og
Björgu Jónsdóttur sumurin 1954-1958 og minnist þeirra ára með gleði.