Húnavaka - 01.05.2008, Page 88
H Ú N A V A K A 86
Mikilvægt var að útvega olíu og helst bensín til að skvetta á bálið. Fengum
við notaða smurolíu af bátunum og úr frystihúsinu en hún brann hægt. Best
var að nota bensín. Einu sinni gaf Ensi hafnarvörður á Karlsskála okkur heila
tunnu af bensíni. Þá vorum við aldeilis montnir.
Olían og bensínið voru látin í 10 lítra blikkfötur og svo skvett á bálið undan
vindinum. Í hvert skipti gaus upp mikið bál og hvað þá við aaahhhooo, frá
áhorfendum. Við strákarnir fengum ekki að kasta olíu og alls ekki bensíni á
bálið. Fannst okkur það óréttlæti. Við sem höfðum dregið draslið saman.
Mömmur okkar höfðu nóg að gera við að halda okkur í hæfilegri fjarlægð
frá bálinu svo einfaldlega kviknaði ekki í okkur. Eitt helsta áhyggjuefni þeirra
allt haustið var að við værum blautir í lappirnar og gætum fengið kvef. Við
vorum stöðugt minntir á þann möguleika. En við önsuðum því ekki og ég man
ekki að neinn hafi orðið alvarlega veikur af kvefi í haustvolkinu á Skagaströnd
við að draga við í brennuna.
Björn á Löngumýri
Björn Pálsson á Löngumýri í Blöndudal varð kaupfélagsstjóri á Skagaströnd
þegar Gunnar Grímsson og flutti suður að Bifröst að uppfræða unga og
verðandi kaupfélagsstjóra. Þetta var vorið 1955.
Björn bjó áfram á Löngumýri eftir að hann varð kaupfélagsstjóri og keyrði
á milli á Willis-jeppanum sínum. Konan hans sá um búið og hann sá um
kaupfélagið, sagði hann mér einu sinni.
Þetta sumar var ég í sveit á Höskuldsstöðum. Þegar ég sat við eldhúsborðið
á morgnana og borðaði morgunmatinn, sá ég út um eldhúsgluggann hvar
rykmökkur kom í ljós á veginum suður í Refasveit, neðan við bæina, Síðu og
Kúskerpi. Síðan hvarf rykmökkurinn en birtist svo aftur suður við Krosshól og
Kollugerði og þeyttist norður melana og áfram neðan við túnið hjá okkur og
hvarf í norðri við Ytra-Hól.
Þarna var Björn á Löngumýri á ferð og kom hann alltaf um klukkan tíu til
fimmtán mínútur yfir sjö á morgnana svo hægt var að stilla klukkuna eftir
honum. Björn keyrði greitt svo rykmökkur, möl og grjót þeyttist í allar áttir.
Svo endurtók þetta sig um kvöldið en þá úr norðri. Björn kom þá í ljós á ofsa-
hraða úti við Ytri-Hól eða Syðri-Ey og var best að verða ekki fyrir honum.
Af þessu háttalagi Björns kallaði ég hann kúreka norðursins. Á morgnana
kom hann þjótandi á reiðskjóta sínum, jeppanum, úr suðri yfir slétturnar, mel-
ana, og úr norðri á kvöldin. Seinna varð mér ljóst að hér varð nafnaárekstur
við frænda minn, Hallbjörn Hjartarson, heimsfrægan kú reka á Skagaströnd.
Þannig var að ég náði í kýrnar milli klukkan sex og sjö á kvöldin og varð þá
að reka þær yfir veginn neðan við túnið á Höskuldsstöðum. Eftir að Björn fór
að keyra á milli varð að hafa gætur á að kýrnar væru ekki á veginum þegar
Björn var á heimleið. Ég var því mjög passasamur með að athuga vel hvort
rykmökkur sást í norðri áður en ég rak kýrnar yfir veginn.
Einu sinni var ég seint á ferð með kýrnar. Ég varð að sækja þær alla leið