Húnavaka - 01.05.2008, Page 93
H Ú N A V A K A 91
Þegar eitthvað þungt við hreyfði,
þrýsti á með hugarböl,
fannst honum sem drykkjan deyfði,
drægi helst úr sálarkvöl.
Erfitt var þá byrði að bera,
brást þar sýn til vonar greið.
Því var fæddum fagurkera
fylgt til gæfu skammt á leið.
Löngu horfinn lífs af sviði,
laus við daglegt hugarstríð,
hvíli hann vafinn foldar friði
fram að sinni lausnartíð.
Þeir sem vildu nafn hans níða
níddu með því lífsins heim.
Ævi hans mun alltaf prýða
æðri mennt en fylgdi þeim.
❄❄❄
Hjólið bifreiðaviðgerðir
ATHUGIÐ
Verkstæði okkar er skammt frá Hótel Blönduósi. Meðan þér fáið ykkur hressingu
annaðhvort á Hótelinu eða í bakaríinu hjá Húna, önnumst við athugun á bílnum yðar,
gerum við hjólbarðana og margt fleira.
Vélsmiðja Húnvetninga hf.
Húnvetningar athugið. Við bjóðum yður, rafbúnað fyrir íbúðar- og útihús, plastkapal,
margar gerðir, ídrátttarvír, alls konar. Varhús frá 10 til 180 amp., lampasnúrur, þrjár
gerðir, gúmmíkapal, 5 tegundir, rafmagnsrör, öryggi, kúlur í eldhús og baðherbergi.
Klær margar gerðir, tengi alls konar. Dyrabjöllur: Big Ben. Eldavélahellur o.m.fl.
Útvegum flest af því sem yður vantar. Önnumst alls konar raflagnir og viðgerðir í
bæjum og sveitum, úti og inni.
VÉLSMIÐJA HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI
RAFLAGNADEILD