Húnavaka - 01.05.2008, Page 95
H Ú N A V A K A 93
hafði orðið úti í Skagaheiði á jólaföstu árið áður, var til heimilis hjá föður
sínum og síðari konu hans og fór fótgangandi þaðan að morgni 12. desember.
Förinni var heitið að Kjalarlandi á Skagaströnd en þar átti þá móðir Jóns
heima.
Færð var slæm og hríðarveður sem síðla dags varð að stórhríð. Hún stóð um
nóttina og daginn eftir. Þrátt
fyrir illviðri, ófærð og myrkur
tókst Jóni að komast lengra en
nokkurn óraði fyrir enda mun
hann hafa verið mikið hraust-
menni. Leitað var að honum
þegar hríðinni slotaði en sú leit
miðaðist að vonum ekki við
svo gífurlegt gönguþrek við
aðstæður sem erfitt er að gera
sér í hugarlund. Hann villtist
langt norður eftir Skagaheiði
og fannst af tilviljun þar sem
heita Sæmundarhólar fremst í
Ketubruna 25. júlí 1886. Þeim,
sem vilja fræðast nánar um
uppruna og ættartengsl þessa
unga pilts, lífshlaup hans og
hörmuleg afdrif, skal bent á
bók Ludvigs R. Kemp, fyrr ver-
andi bónda á Illugastöðum,
„Sagnir um slysfarir í Skefils-
staðahreppi á sjó og landi
1800-1950,“ sem kom út hjá
Prentsmiðjunni Leiftri 1963.
Þar á blaðsíðum 145-149 er ítar leg frásögn sem er tekin upp og stytt á blaðsíðu
140 í bók Sigurjóns Björnssonar, „Skaginn og Skaga heiði,“ er kom út hjá
Skruddu 2005.
Enginn veit nú hvar í Hofskirkjugarði Jón Sigfússon hvílir en þar sem hann
fannst var reistur trékross og staðurinn nefndur Krosshóll. Í Húnavöku árið
1999 birtist á blaðsíðum 135-137 frásögnin „Löng nótt“ eftir móðurbróður
minn, Skafta F. Jónasson frá Fjalli, sem lést árið 2006, þá 91 árs að aldri. Þar
segir Skafti frá tildrögum þess að hann endurnýjaði krossinn á hólnum. Í mars
1936 átti hann þarna leið um í dimmviðri og nánast rakst á krossinn sem hann
þekkti. Hann hélt þar til um nóttina og komst heim að Fjalli þegar bjart var
orðið. Skafti áleit það handleiðslu æðri máttarvalda að hann skyldi hitta á
þetta kennileiti og smíðaði síðar nýjan kross og setti þar upp.
Óblíðum höndum fara veður um trékross á slíkum stað, auk þess sem hann
getur orðið fyrir nuddi og nagi hrossa. Víst er um að sá kross, sem Skafti reisti
forðum á Krosshóli, var löngu horfinn þegar hann sjálfur féll frá. Ennfremur
Krossinn og minnisvarðinn á Krosshóli.