Húnavaka - 01.05.2008, Page 122
H Ú N A V A K A 120
örnefnið Kirkjuskarð í Akurshólum. Þar er hins vegar Kirkjulaut, grunn og
breið laut milli Akurshóla og Sandhóla. Tæplega verður hún kölluð skarð en
um hana lá kirkjugatan frá Skinnastöðum og e.t.v. fleiri bæjum um litla lægð
af Hrísholti og síðan í nokkuð beina stefnu á Vaðtanga við Húnavatn.
Örnefnaskrár kunnað að vera misjafnlega ábyggilegar. Þó hafa fræðimenn
varla annað traustara að styðjast við, sérstaklega þegar þær greina frá
örnefnum sem lifað hafa í nokkra mannsaldra og allmörg ábúðarskipti.
Örnefnaskráin fyrir Akur er að stofni til rituð af Birni Bergmann upp úr 1950.
Heimildarmaður hans var Jónas Björnsson, fyrrum bóndi á Hólabaki. Björn
segir um Jónas: „Hann var fæddur 1873, ólst upp á Akri og var þar óslitið til
25 ára aldurs. Fóstri hans var Páll Ólafsson, faðir Bjarna prófasts í Steinnesi.
Mun hann hafa búið á Akri alla sína búskapartíð og dó háaldraður 1910.“
Jafnaldri Jónasar, Páll Björnsson, var fæddur á Akri 1873 og ólst þar upp fram
á fullorðinsár en fór þá til Kanada og var þar í áratugi. Hann var alla tíð mikill
veiðimaður, bæði á Akri og eins í Vesturheimi þar sem hann stundaði veiðiskap
á Winnipegvatni og víðar. Hann kom heim á efri árum og dvaldi þá oft á Akri.
Ég spurði Pál um örnefnin á Akri og eins vestan megin Húnavatns. Hann
mundi þau ótrúlega vel og til hægðarauka færði ég þau öll inn á gróft kort sem
ég hafði rissað upp. Við Björn Bergmann bárum síðan saman örnefnalýsingu
þessara tveggja heimildarmanna sem Björn gefur þá einkunn að báðir hafi
verið stálminnugir og traustir. Þá kom í ljós að þeim bar saman um öll þau
nöfn sem báðir nefndu og var það meginþorri þeirra. Hjá báðum vantaði
nokkur nöfn sem hinn nefndi. Björn Bergmann gekk síðan frá endurskoðaðri
örnefnaskrá þar sem tekin voru inn í þau viðbótarnöfn sem Páll Björnsson
hafði lagt til.
Inn í þessa örnefnaskrá voru ekki tekin nöfn sem höfðu orðið til í tíð föður
míns sem flutti að Akri 1923 eða síðar. Skráin greinir því frá örnefnum sem ég
hef kunnað í marga áratugi og hafa verið óbreytt, a.m.k. síðan á síðari hluta
19. aldar. Sama gildir um þau örnefni vestan Húnavatns sem ég hef kunnað
alla mína tíð. Að þeim standa traustar heimildir og ég tel það hafa nokkurt
gildi að halda þeim við.
Getið er í bókinni merkilegra örnefna austan Hvammshlíðarfjalls. Þar er
Járnhryggur, sem gnapir stuðlabergshöfði sínu, og Járnhryggjarhöfði, austur
að svokölluðum Skálahnjúksdal. Nákunnugur maður hefur sagt mér, sem ég
leyfi mér að bæta hérna við, að ef smásteinum sé kastað í stuðlabergið í
Járnhryggjarhöfði þá syngi í því, líkt og hamri sé slegið í steðja. Því hafa menn
talið að þarna sé járn að finna og þar af eru þessi nöfn dregin.
„Húnaþing eystra“
Ýmsum mun hafa brugðið nokkuð í brún er þeir sáu þetta nafn á bókinni sem
hér er fjallað um og einnig á héraðslýsingu Jóns Torfasonar sem er meginefni
hennar. Það þarf ekki að undra því þetta nafn hefur aldrei verið til. Ég hygg
að það sé enn lenska að rita full og formleg nöfn í fræðiritum og opinberum