Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 124
H Ú N A V A K A 122
Hitt er svo annað mál að á ýmsum héraðsfánum eða skjaldarmerkjum
byggðarlaga eru myndir af fuglum, fiskum eða dýrum. Það er m.a. vegna þess
að ekki eiga öll héruð jafn afdráttarlaust kennileiti og Skagfirðingar en á hér-
aðs fána þeirra er mynd af Drangey. Yfirleitt eru ekki tengsl á milli mynda á
hér aðsfánum og nafna héraðanna. Og þó að myndir af bjarndýrum séu á hér-
aðsfánum okkar Húnvetninga er það að sjálfsögðu ekkert óeðlilegt en haggar
í engu röksemdum um af hverju nafnið á héraði okkar er dregið.
Eyðibýli o.fl.
Í bók þessari er víða gerð ítarleg grein fyrir eyðibýlum og öðrum mannvistar-
leif um og er það vel. Ég tel því við hæfi að setja hér fram viðauka úr minni
heimasveit sem þar er ekki greint frá.
Hjaltabakkakot var hjáleiga frá Hjaltabakka og stóð nokkru norðar en
hús höfuðbólsins. Þessa býlis er getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín árið 1706 og sagt að það hafi fyrst verið byggt fyrir rúmum 40 árum
en síðan að þar hafi verið búið öðru hverju en „þó tíðum í auðn“. Hjalta-
bakkakots er og getið í sóknarlýsingu Hjaltabakkasóknar árið 1839 og segir
þar: „hjáleiga – nú byggð.“ Enga vitneskju hef ég um hvort bólfestusaga
Hjaltabakkakots hefur eftir þetta verið samfelld eða skörðótt. Þó liggur fyrir að
þar var búið á síðasta áratug nítjándu aldar því þar var fæddur árið 1892 Jón
Guðmundsson, síðar bóndi á Sölvabakka. Í ritinu „Ættir Húnvetninga II“ var
afi Jóns, Guðmundur Sveinsson, f. 1815, d. 1887, titlaður bóndi í Hjalta bakka-
koti. Einnig hefur verið búið þar eftir aldamótin 1900 því í ritinu, Húnaþing
III, er sagt að síðasti ábúandinn, Ásgrímur Jónsson, hafi búið þar til ársins
1915.
Dalstóftir eru á landamerkjum Holts og Meðalheims, skammt frá Brúar-
læk sem fellur í Laxá hjá Húnsstöðum. Býlið reisti Pétur Guðmundsson frá
Holti, eftir því sem best verður séð eftir 1920. Hann byggði þar þrjú fjárhús,
þiljaði af eina króna og dvaldist þar með fjölskyldu sinni í fáein ár, uns hann
flutti að Hnjúkum og var löngum kenndur við þann bæ. Á eftir Pétri fluttu að
Dalstóftum hjónin, Antoníus Pétursson og Petrea Jónsdóttir, með sínu fólki.
Þar dvöldu þau skamma hríð en fluttu síðan að Mýrakoti. Þar með lauk
búskap í Dalstóftum og mun það hafa verið fyrir eða um 1930. Heimild Húna-
þing III.
Árið 1925 eða ´26 hafði Sveinn Björnsson byggt bæ, sem hann nefndi
Grund, við norðurjaðar túnsins á Torfalæk. Þar bjó hann síðan ásamt konu
sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur, í aldarfjórðung. Tvö elstu börn þeirra voru áður
fædd á Torfalæk en fjögur fæddust á Grund og var eitt þeirra látið ungt í
fóstur.
Sveinn hafði ávallt nokkrar skepnur og hafði því einhverja grasnyt. A.m.k.
stund um heyjaði hann eitthvað fyrir neðan Öxl í Þingi. Hann var mjög
lagtækur og vann að einhverju leyti fyrir heimilinu með smíðum, einkanlega á
búshlutum ýmiss konar. Trúlega hefur hér ekki verið um formlegt býli að ræða