Húnavaka - 01.05.2008, Page 129
H Ú N A V A K A 127
nefna koparstjaka tvo sem hann lét panta frá Kaupmannahöfn og standa á
predikunarstólnum, oblátuöskjur frá 1705 og vínkönnu frá 1713; bæði úr silfri
og með fangamörkum þeirra hjóna. Þá er í kirkjunni áttstrendur skírnarfontur
danskur frá 1697, á honum er skírnarskál úr tini með ártalinu 1693. Einnig er
mikill kjörgripur og fágætlega fallegur predikunarstóll, hollenskur frá 1696,
útskorinn og málaður, hvort tveggja gjafir Gottrups og merktar honum. Yfir
skírnarfontinum er fallega gerður himinn og annar yfir predikunarstólnum.
Sjö fallegar ljósaplötur, úr látúni með einu kerti hver, hanga á veggjunum, allar
áletraðar ártali og nafni gefendanna á árabilinu frá 1697 til aldamótanna
1700. Þær gáfu danskir vinir Gottrups honum í kirkjuna, þær voru í upphafi
10 eða 12.
Í anddyri Þingeyrakirkju er komið fyrir legsteini Laurits Gottrups sem
andaðist 1721 og konu hans, Katarine Kristiansen, sem lést 1731. Þessi steinn
er danskur að gerð, mikið áletraður með skjaldarmerkjum og helgimyndum.
Hann fannst af tilviljun í gamla kirkjugarðinum sem var aflagður árið 1914.
Steinninn var um það bil 30 cm í jörðu þegar hann fannst árið 1927 og var þá
færður að Þingeyrakirkju en komið fyrir í anddyri kirkjunnar árið 1936 þegar
kirkjan var löguð að innan. Þá var upphaflegi kalkmúrinn, sem var mikið
bilaður, tekinn af og hún síðan múruð í sömu áferð og hún var upphaflega og
veggir kalkaðir.
Eins og áður segir var kirkja fyrst byggð á Þingeyrum árið 1121, torfkirkja
sem var lengst af kennd við klaustrið og tilheyrði því meðan klaustrið var
starfrækt og allt fram til 1695.
Klaustrið var ríkasta klaustur á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað, þarf
Þingeyrakirkja. Ljósm.: Rafn Hafnfjörð.