Húnavaka - 01.05.2008, Page 131
H Ú N A V A K A 129
gæti samsvarað hinu háleita
augnamiði. Þegar ég nú fór
að íhuga hvernig þetta mætti
best verða þá festist það
áform í huga mínum að
byggja kirkjuna úr íslensku
grjóti, þótt á því væru all
mikl ir erfiðleikar, þar sem
hentugt grjót var hvergi að
fá í landareigninni eða
nokk urs staðar í nánd.
Ásgeir lét húskarla
sína, veturinn 1864-65,
flytja grjót til kirkju-
byggingar yfir 8 km
breitt Hópið, eftir að
það var ísi lagt, frá
Ás bj arnarnesbjörgum,
sem eru vestan við
Hóp ið, til lands Þing-
eyra megin en því verki
var endanlega lokið
1868. Uxar drógu sleð-
ana sem grjótinu var
hlaðið á. Frá Hópinu
lét Ásgeir gera 700
faðma langan kerruveg
að byggingarsvæðinu
og var grjótið flutt á
hestakerrum þann veg.
Þingeyrakirkja er byggð úr höggnu blágrýti, límdu saman með kalki, 95 cm
þykkir veggir með fínlega gerðum 10 járngluggum með 100 rúðum hver. Í
fyrstu var þakið á kirkjunni hellulagt en í veðrum færðust hellurnar til og
brotnuðu, komst þá vatn sumstaðar í þakviðina. Árið 1959 voru þakhellurnar
teknar af, skipt um skemmda viði og þakið klætt með læstri koparklæðningu.
Ásgeir Einarsson réð Sverri Runólfsson steinsmið til að reisa kirkjuna, hann
var jafnframt yfirsmiður við bygginguna. Sverrir gerði einnig uppdrátt af
kirkjunni. Kalk og þakskífur voru pantaðar að utan.
Við grindina var trésmiður Halldór Friðriksson yfirsmiður; þakskífuna lagði
Guðmundur Jónsson, trésmiður í Reykjavík, til að smíða innan um kirkjuna
var fenginn Þorgrímur Austmann á Gilsárteigi í Breiðdal í Múlasýslu, sem var
orðlagður kirkjusmiður á Austurlandi og hafði vanist smíðum í Kaupmannahöfn.
Annar yfirsmiður var Friðrik Pétursson, trésmiður sem jafnframt málaði
kirkjuna.
Ásgeir segir orðrétt:
Altarisbríkin í Þingeyrakirkju.