Húnavaka - 01.05.2008, Page 132
H Ú N A V A K A 130
Þegar þannig er litið á hve langt var að
sækja suma smiðina og einkum þegar þess
er gætt, hve erfiðar eru útvegur hér
norðanlands á öllu því útlenda efni, sem
eigi eru almennar verslunarvörur, þá þarf
eigi að furða á að byggingin hefur orðið
mér að mörgu leyti erfið, bæði staðið lengi
yfir og orðið næsta kostnaðarsöm; til dæm-
is að taka kom mér það næsta illa, að
oft ar en einu sinni brugðust mér pantanir
hjá kaupmönnum á kalki og fleiru. Þak-
skífurnar gat og ekki fengið fluttar nær en
á Borðeyri og varð að kaupa flutning á
þeim og talsverðu af kalki að Hólanesi á
verslunarskipi þaðan en svo strax sækja
þetta í tveim ferðum um hásláttinn á átt-
ræðingsskipi. En því meiri erfiðleikar sem
mætt hafa mér við kirkjubyggingu þessa
því meiri er gleði mín yfir því.
Þingeyrakirkja var 13 ár í bygg-
ingu, eins og fyrr segir vígð 9. sept-
ember árið 1877 af séra Eiríki
Briem, prófasti í Steinnesi. Ásgeir
Einarsson lagði til hennar af eigin
fé tíu þúsund krónur, til voru í sjóði
kirkjunnar tæpar sex þúsund krónur.
Heildarverð var 16.000 krónur.
Þingeyrakirkja er fyrsta stein-
kirk ja byggð úr blágrýti á Íslandi,
einn af fegurstu og vönduðustu dýrgripum þjóðarinnar, bæði hvað ytra og
innra útlit varðar.
Söfnuður Þingeyrasóknar eignaðist Þingeyrakirkju árið 1914 og það ár var
fyrst jarðsett í grafreitnum við kirkjuna.
Altarisbríkin og himnaför Jesú
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim munum sem kirkjan geymir
frá tíð Gottrups.
Himnaför Jesú ásamt postulum er skorin út í tré sem myndar hálfhring ofan
við altarisbríkina og fallegur rósabekkur umhverfis hana, skreyttur rósum
niður með og undir bríkina sjálfa og fallegur engill efst yfir himnaförinni.
Guðmundur Pálsson myndskeri, sem kallaður var ,,bíldur“, skar himnaför Jesú
út og málaði í upphafi, hann mun hafa komið þessu listaverki fyrir eins og það
er enn. Rósabekkurinn var upphaflega í fölbláum lit, árið 1979 var kirkjan
Predikunarstóllinn í Þingeyrakirkju.
Ljósm.: Jón Ögmundur Þormóðsson.