Húnavaka - 01.05.2008, Page 133
H Ú N A V A K A 131
máluð innan, bekkir, súlur, rósa-
bekk urinn o.fl. í samsvarandi
græn um lit og er þess vegna ekki í
sínum upphaflega lit.
Framan á altari kirkjunnar er
altarisklæði úr dökkrauðu flaueli
með merki Krists, gefið 1763 af
Bjarna Halldórssyni sýslumanni á
Þingeyrum, ,,hann var afi Reyni-
staðarbræðra“. Hvítur dúkur er á
altarinu sem Hulda Á. Stefánsdótt-
ir saumaði þegar hún var um
nírætt, dúkurinn var gefinn kirkj-
unni á eitthundrað ára afmælinu,
þann 9. september 1977.
Minnisvarðar
Sögn er til um að Ásgeir Einars -
son, á efri árum sínum, hafi beðið
Guðmund Pálsson að skera
himna för Jesú út og ganga frá
lista verkinu áföstu við altaris-
bríkina. Ásgeir og Guðmundur
létust báðir um svipað leyti, Guð-
mundur árið 1884 en Ásgeir 1885
og er Ásgeir jarðsettur í gamla
graf reitnum á Þingeyrum. Kirkj una má segja minnisvarða um Ásgeir, þann
mikla vin kirkju og kristni á Þing eyrum. Að beiðni Ásgeirs var ekki sett minnis-
merki á gröf hans í garðinum.
Öll vegsummerki um garðinn glötuðust þegar hann var sléttaður árið 1927.
Þá voru allir legsteinar færðir saman á þar til gerðan steinstöpul, um það bil
þar sem seinasta torfkirkjan stóð. Við þennan stöpul fannst legsteinn Gott-
rupshjóna, sem fyrr er getið um, þegar verið var að ganga frá hliði girðingar
um legsteinana og var hann þá grafinn upp eftir að járnkarli var stungið þrisv-
ar niður með nokkru millibili svo að hann stóð á steini. Menn töldu ólíklegt að
þarna væri steinn undir. Á honum sjást för þar sem járnkarlinn snart hann.
Aðrir munir í kirkjunni
Tveir ljósahjálmar í barokkstíl hanga úr kirkjuhvelfingunni, taldir vera frá 17.
öld, en þann þriðja vantar sem mun hafa verið seldur úr kirkjunni fyrr á árum.
Kirkjuhvelfinguna prýða 1000 gylltar stjörnur á bláum himni.
Skírnarfontur frá árinu 1697.
Ljósm.: Jón Ögmundur Þormóðsson.