Húnavaka - 01.05.2008, Side 134
H Ú N A V A K A 132
Styttur af postulunum tólf og Kristur fyrir miðju eru á söngloftsbríkinni,
þessar styttur eru eftirlíkingar af upphaflegum styttum sem voru hafðar á bita
fyrir altarinu í fyrri kirkjum á Þingeyrum, gerðar á 16. öld, skornar út í birki í
Þýskalandi. Um aldamótin 1900 voru þær seldar úr kirkjunni ásamt öðrum
munum.
Stytturnar keypti Jón Vídalín konsúll í Kaupmannahöfn og kom þeim fyrir
í eikarskáp sem hann átti þar úti og bæsaði þær með eikarbæsi til að þær færu
betur við skápinn.
Nokkru eftir alda-
mótin 1900 eða
1908 kom Jón með
stytturnar til Íslands
og afhenti þær
Þjóð minjasafninu
til eignar. Sóknar-
nefnd gerði tölu-
verðar tilraunir til
að fá stytturnar frá
Þjóðminjasafninu í
kirkjuna á Þing eyr-
um en þær fengust
ekki. Frú Hulda Á.
Stefánsdóttir frá
Þing eyrum sendi sóknarnefnd erindi um hvort ekki væri tök á að gera eftir-
líkingar af þeim til að hafa í kirkjunni. Erindi þessu var mjög vel tekið af öllum
sem leitað var til, jafnt utan sóknar sem innan. Gerður var samningur við
Svein Ólafsson tréskurðarmeistara í Reykjavík. Hann tók að sér að vinna þetta
verk sem honum fórst svo vel úr hendi að listfærir menn telja að hvergi sé á því
misbrestur að þær séu ekki nákvæmlega eins og þær upphaflegu að gerð.
Björn Th. Björnsson listfræðingur og Þór Magnússon þjóðminjavörður sáu
um að stytturnar bæru klæði í litum frumgerðanna. Listamaðurinn Sveinn
Ólafsson kom styttunum endanlega fyrir árið 1983, hverri á sínum stað eins og
þær fyrri höfðu verið á söngloftsbríkinni.
Á söngloftinu er fótstigið harmoníum, belgorgel í góðu lagi, amerískt frá
1923. Annað orgel er hollenskt pípuorgel sem börn Sigfúsar Bjarnasonar og
Rannveigar Ingimundardóttur, fyrrum eigenda Þingeyra, kennd við Heklu,
gáfu kirkjunni árið 1993 til minningar um foreldra sína.
Til minningar um eitthundrað ára afmæli kirkjunnar var henni gefinn fall-
eg ur róðukross sem prófastshjónin í Steinnesi, séra Þorsteinn B. Gíslason og
frú Ólína Benediktsdóttir, gáfu, hann stendur á predikunarstólnum.
Efst í turni kirkjunnar eru tvær kirkjuklukkur á ramböldum. Á árum áður,
með an fólk kom ríðandi eða jafnvel gangandi til kirkju, var þessum klukkum
hringt hálftíma fyrir messu, stærri klukkunni 6 sinnum 3 slög og síðan 15
mínútum fyrir messu, níu sinnum 3 slög, til að fólk heyrði álengdar hvað
messutíma liði og svo við byrjun messu var báðum klukkunum samhringt, 12
Klofasteinn.