Húnavaka - 01.05.2008, Page 137
H Ú N A V A K A 135
voru skráðir gestir í
júní, júlí og ágúst
um fjögur þúsund.
Þann 27. ágúst
2004 lá fyrir tilboð
frá Hilmari Krist-
jáns syni í Stíganda
ehf. Blönduósi að
byggja, eftir gerðri
teikningu Guðrúnar
Jónsdóttur, þjón-
ustuhús við Þing-
eyra kirkju og hefja
framkvæmdir við
bygginguna í júní-
byrjun árið 2005.
Var því tilboði tekið.
Þess skal getið að hjónin, Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir, eig-
end ur Þingeyra, lögðu kirkjunni til þinglýsta lóð undir húsið endurgjaldslaust.
Fyrsta skóflustungan
Á lóð væntanlegs þjónustuhúss safnaðist saman hópur manna þann 27. maí
árið 2005 til að taka fyrstu skóflustunguna að byggingu þjónustuhússins. Það
gerðu Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, þá formaður ferðamálaráðs
og Ingimundur Sigfússon, eigandi Þingeyra. Að lokinni skóflustungunni buðu
eigendur Þingeyra öllum viðstöddum til veislu heim að Þingeyrum.
Þjónustuhúsið var fullgert af hendi Stíganda ehf. í apríllok 2006. Öll þeirra
vinna var mjög vel af hendi leyst, yfirsmiður við bygginguna var Páll Marteins-
son, húsasmiður á Blönduósi.
Þann 29. apríl 2006 var gengið frá tilboði við Helga Sigurðsson, fyrir hönd
Fornverks ehf., að gera grjóthleðslu utan á alla steypta veggi þjónustuhússins
og nálgast grjótið sem þurfti til þess í grjótnámu sem er við landamerki
Hólabaks og Uppsala. Verkþætti Fornverks var að mestu lokið í byrjun október
2006.
Rigningasumarið 2006, það er að segja í júní til ágústloka, var þjónustuhúsið
opið gestum á snyrtingar og í kaffisal, þrátt fyrir blautt og erfitt aðgengi yfir
lóðina og líka var grjóthleðslan í fullum gangi. Þá um haustið var samið við
Steingrím Ingvarsson á Litlu-Giljá að gera jarðvegsskipti á plani framan við
þjónustuhúsið sem hann gerði mjög vel á faglegan hátt. Vegagerð ríkisins lagði
til unna möl á planið við húsið.
Verönd úr timbri var gerð sunnan og austan við húsið samkvæmt tilboði
Kráks ehf. á Blönduósi og var hún fullgerð 17. október 2006.
Um svipað leyti var gert samkomulag við Ágúst Þór Bragason, skrúðgarðyrkju-
Klausturstofa.