Húnavaka - 01.05.2008, Page 148
H Ú N A V A K A 146
1968 en þá vorum við beðnir að leita að Þráni NK 70 sem var á svipuðum
slóðum og við og á leið til Eyja. Hann fórst með 10 manna áhöfn.
Skipasmíðastöðin í Fürstenberg, þar sem þessir fyrstu fimm bátar voru
smíðaðir, var inni í landi nærri pólsku landamærunum. Vegna mikilla þurrka
sumarið 1957 í Þýskalandi seinkaði afhendingu bátanna því ekki var nóg vatn
í ánni sem átti að fleyta þeim til sjávar og möstrin voru sett á í Stralsund vegna
brúa sem voru á leiðinni til sjávar. Og áhöfnin sem sótti Húna fékk ekki að vera
um borð á þeirri leið.
Það var fleira, matur var skammtaður og flest það sem á Íslandi taldist
sjálfsagður hlutur árið 1957 sást ekki þarna. Töldu sumir sem sóttu Húna að
bjórinn hafi bjargað þeim frá hungurdauða. Hákon og Gunnar voru í 10 vikur
en hinir sem sigldu Húna heim skemur. Þeir voru: Eðvarð Kristjánsson,
Sigmundur Magnússon og Hjalti Björnsson. Þá var eiginkona Hákonar, Íris
Jónasdóttir, með í för.
Nokkrir einstaklingar af báðum kynjum sóttu fast að komast sem laumu-
farþegar með Húna úr eymdinni en skipverjar þorðu ekki fyrir sitt litla líf, að
sögn Hákonar, að taka farþega enda hermenn gráir fyrir járnum alls staðar.
Þegar stilla átti kompásinn stóð nálin föst í borð þó seglar ættu að hafa áhrif.
Kom þá í ljós að stéttin undir ljóskastara var úr stáli en átti að vera úr áli. Var
þetta hið versta mál og tafði afhendingu því allt ál sem til féll var notað í
rússnesku skipin, hvíslaði einhver hjá smíðastöðinni. Radarinn var settur í
Húna í Danmörku, hann mátti ekki sjást austan járntjalds. Á heimleiðinni
fengu þeir stórviðri í Norðursjónum og reyndist báturinn vel.
Stálið í fyrstu skipunum reyndist ekki eins gott og seinna varð, einnig
raflagnir og rofar sem selta lék illa. Til fróðleiks má geta að á svipuðum tíma
voru smíðaðir stálbátar í Hollandi og reyndist hollenska stálið mjög vel. Því til
sönnunar er Hafrún HU-12 á Skagaströnd sem kom til Eyja 1956 sem Gjafar
VE 300 og var með fyrstu stálbátum sem var smíðaður fyrir Íslendinga. En sá
fyrsti kom til Eyja 1954, Ófeigur III og var hollenskur.
Það sýnir stórhug Björns bónda á Löngumýri árið 1956 að hann var búinn
að panta bátinn þegar hann fór að leita eftir samstarfsaðilum. Ég má til með
að láta fylgja texta við lag sem mikið var sungið á Skagaströnd í gamla daga
um Björn á Löngumýri, ekki þekki ég til höfundar:
Björn hinn ríki vex og verður stórmenni.
Hann stjórnar bæði KAST og Löngumýrinni
og er hann keypti flaggskipið í flota Norðurlands
þá frétti allur heimurinn um afrek þessa manns.
Því hefur nú verið spáð
að saga verði um það skráð
og sagt í útvarpssendingum
frá Sameinuðu þjóðunum.
Já, hann mun leysa Hammerskjöld af hólminum.
Vangaveltur á góu 2008 í Valhúsaskóla.