Húnavaka - 01.05.2008, Side 152
H Ú N A V A K A 150
um. Hann bætti við ræktun og byggði ný fjárhús uppi á fjalli. Fyrstu árin
bjuggu þau blönduðu búi en síðari áratugina eingöngu með sauðfé og hross.
Í marsmánuði 1963 gerðist sá atburður að gamli bærinn á Gili brann til
kaldra kola og missti heimilisfólkið þar nánast allt sitt innbú. En þrátt fyrir það
stóra áfall gafst fjölskyldan ekki upp, nýtt steinhús reis af grunni sem flutt var
í hið næsta ár.
Friðrik á Gili var bóndi af lífi og sál, farsæll og gætinn, fjármaður góður og
glöggur og átti jafnan afurðagott sauðfé. Hann var einnig maður félagslyndur
að eðlisfari, hafði gaman af að blanda geði við fólk á góðri stund og taka þátt
í félagsstarfi. Þar var söngstarfið efst á blaði. Friðrik var söngmaður góður og
ör uggur, byrjaði að syngja aðeins 15 ára að aldri í Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps og söng þar nánast óslitið í nærri 60 ár eða meðan heilsa leyfði, lengst
af bassa. Einnig söng hann um langt árabil í kirkjukór Bólstaðarhlíðarkirkju.
Á sjötíu ára afmæli karlakórsins, 1995, var Friðrik gerður að heiðursfélaga
kórs ins.
Friðrik var áhugamaður um veiðimál og sat í stjórn Veiðifélags Blöndu og
Svartár um árabil, einnig alllengi í stjórn Sölufélags A-Hún.
Hann var áhugasamur bridsspilari og tók þátt í fjölmörgum mótum.
Á Gili hefur jafnan verið gestkvæmt og öllum tekið þar af hlýju og rausn.
Friðrik gaf sér góðan tíma til að ræða við gesti sína, var í eðli sínu glettinn og
gam an samur en þó alvörumaður innst inni. Hann fylgdist vel með hræringum
þjóðlífsins, var víða heima en gagnrýninn á margt í samtímanum, vildi sjálfur
hafa fyrir því að kryfja málin til mergjar.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og fór útför hans fram frá
Blönduósskirkju 13. janúar en jarðsett í heimagrafreit á Gunnsteins stöð um.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Eggert E. Lárusson
frá Hjarðartungu
Fæddur 16. september 1934 – Dáinn 4. janúar 2007
Eggert Egill fæddist á Blönduósi. Foreldrar hans voru Lárus Björnsson og
Pétur ína Björg Jóhannsdóttir, bændur í Grímstungu í Vatnsdal. Hann var
yngstur átta systkina en þau voru: Helga Sigríður, dáin, Björn Jakob, dáinn,
Helgi Sigurður, dáinn, Helga Sigríður, Ragnar Jóhann, Grímur Heiðland,
dáinn og Kristín Ingibjörg.
Eggert kvæntist, 15. júní 1963, eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Líndal
hjúkrunarfræðingi frá Holtastöðum. Þeim varð fjögurra barna auðið sem eru:
Soffía Líndal, Páll Örn Líndal, Þröstur Líndal og Jónatan Líndal. Áður
eignaðist Eggert dótturina Sigríði Jónu með Sóleyju Fjeldsted.
Eggert ólst upp í Grímstungu við leik og störf en mörgu þurfti að sinna á
stóru heimili. Hann lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið
1955. Árin 1958-1962 var hann bóndi í Grímstungu en reisti síðan nýbýlið