Húnavaka - 01.05.2008, Qupperneq 153
H Ú N A V A K A 151
Hjarðartungu á þriðjungi úr Grímstungulandi og bjó þar frá 1962-1985.
Samhliða búskapnum starfaði Eggert um 13 ára skeið á sláturhúsinu á Blöndu-
ósi en er búskap lauk vann hann í eitt ár hjá Pólarprjón á Blönduósi.
Árið 1986 fluttust þau hjón til Seyðisfjarðar þar sem hann starfaði sem
bæjarverkstjóri til ársins 1991 er þau fluttust til Keflavíkur þar sem Eggert
sinnti ýmsum störfum fyrir Keflavíkurbæ til ársins
2004 er hann varð sjötugur.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar- og félags störf-
um um ævina. Meðal annars sat hann í hrepps-
nefnd Áshrepps í átta ár, tók við af föður sínum
sem gangna foringi á Grímstunguheiði, var forða-
gæslu maður í Áshreppi og grenja- og minkaskytta
fyrir Upprekstrarfélag Ás- og Sveinsstaðahrepps
um árabil. Hann var mikill söngmaður og söng
með kirkjukór Undirfellskirkju, kirkjukór Seyðis-
fjarðar og í nokkur ár með kirkjukór Kefla vík ur-
kirkju. Þá var hann félagi í Lionsklúbbi
Seyð is fjarðar og síðar Keflavíkur.
Eggert var góður meðalmaður á hæð og
samsvaraði sér vel en gerðist nokkuð feitlaginn á efri árum. Hann var mikið
náttúrubarn og var Grímstunguheiðin honum kærust. Þar, sem og víða annars
staðar, stundaði hann veiðar á silungi og fugli. Hann hafði næmi fyrir
náttúrunni og ferðaðist vítt og breitt um landið og einnig nokkuð til útlanda.
Eggert var gamansamur og glaðsinna og átti létt með að umgangast fólk.
Hann slasaðist alvarlega er hann féll á hálku við heimili sitt og lést skömmu
síðar á Landspítalanum í Fossvogi.
Útför hans fór fram frá Grafarvogskirkju 12. janúar 2007.
Jóhann Guðmundsson.
Björgvin Brynjólfsson,
Skagaströnd
Fæddur 2. febrúar 1923 – Dáinn 7. janúar 2007
Björgvin fæddist á Sauðá í Borgarsveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Brynj-
ólfur Danivalsson frá Litla-Vatnsskarði í Laxárdal, 1897-1972 og Stein unn T.F.
Hansen frá Sauðá, 1880-1958. Hálfbræður Björgvins, sammæðra, voru
Garðar Haukur Hansen, verkamaður og Málfreð Friðrik Hansen, skósmíða-
meistari. Systkini Björgvins samfeðra voru: Sveinn, verkstjóri í Keflavík, Ragn-
heiður, ljósmóðir í Keflavík og á Sauðárkróki, Stefanía, húsfrú, Jóhanna,
hjúkr unarfræðingur í Keflavík og Erla, öryrki.
Sambýliskona Björgvins var Rósa Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Austur-
Húnavatnssýslu, 1918-1998. Þau eignuðust ekki börn en börn Rósu með
Friðrik Hansen voru: Erna, búsett í Knoxville, BNA, f. 1935, Friðrik Jón,