Húnavaka - 01.05.2008, Page 155
H Ú N A V A K A 153
Elínborg Margrét Jónsdóttir
frá Másstöðum
Fædd 30. júní 1921 – Dáin 7. janúar 2007
Elínborg fæddist að Másstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Jón Krist-
mundur Jónsson, bóndi á Másstöðum, 1867-1947 og Halldóra Gestsdóttir úr
Dýrafirði, 1890-1977. Þetta var seinna hjónaband Jóns en frá fyrra hjónabandi
sínu átti hann þrjár dætur, Þorbjörgu, Guðrúnu
og Oddnýju. Fósturbróðir Elínborgar var
Þorsteinn Guðmundsson, kært var með þeim og
börnum hans en Elínborg átti engin alsystkini.
Að Másstöðum ólst Elínborg upp, níu ára
gömul fór hún í farskóla og fannst henni gaman
að læra. Elínborg fékk undanþágu til að taka
fullnaðarpróf 12 ára gömul en þegar því var lokið
gekk hún í tíma hjá prestinum í Steinnesi og lærði
íslensku og reikning. Þegar Elínborg var 15 ára
var hún um mánaðartíma í Kvennaskólanum á
Blönduósi. Á því sama ári fór hún líka í orgelnám
hjá Jónínu á Lækjamóti sem reyndist henni
örlagaríkt því þar kynntist hún dóttur Jónínu,
Margréti, urðu þær góðar vinkonur og hélst sú vinátta alla tíð.
Þegar Margrét fór í Kennaraskólann langaði Elínborgu til að gera slíkt hið
sama en þá var hún of ung til að geta farið. Hún ákvað síðan að sækja um að
taka próf inn í annan bekk Kennaraskólans og fékk það svar að hún mætti taka
próf með nemendum 1. bekkjar og ef það gengi nógu vel fengi hún inngöngu.
Þegar hún kom suður frétti hún að það yrði aðeins einum bætt við og það í
stað þeirra sem fengju lægra en sex. Hún las því eins og hún gat og tókst að fá
lausa sætið.
Veturinn eftir að Elínborg lauk kennaranáminu starfaði hún sem heimilis-
kennari fjögurra barna á Geitaskarði en þar var þá mikið stórbú. Veturinn eftir
ákvað Elínborg að prófa að kenna við skóla og fékk starf við Barnaskólann á
Eyrarbakka. Þar var Elínborg aðeins einn vetur. Tók hún sér frí frá kennslu
næsta vetur en hélt svo til Hvammstanga þar sem hún kenndi stúlkum sem
nýlokið höfðu barnaskóla.
Ári seinna var auglýst laus kennarastaða á Skaga strönd og ákvað hún að
sækja um. Elínborgu leist strax vel á Skagaströnd, þar var mikill upp gangur,
þar átti að byggja fyrirmyndarbæ og græða á síldinni.
Við Höfðaskóla hóf Elínborg störf haustið 1945, þá 24 ára gömul og við
skólann starfaði hún út sína starfsævi og meira til. Árið 1985 hætti hún kennslu
en var þá beðin að starfa við bókasafn skólans. Þar vann hún allt til ársins 1995
þegar hún lét af störfum, 74 ára að aldri og hafði þá starfað við skólann í 50
ár. Þeir voru því ófáir Skagstrendingarnir sem Elínborg kenndi á starfsferli
sínum.
Elínborg var virk í starfi Sögufélags Húnvetninga og formaður um tíma og