Húnavaka - 01.05.2008, Page 157
H Ú N A V A K A 155
Guðrún Sigurvaldadóttir
frá Eldjárnsstöðum
Fædd 6. nóvember 1925 – Dáin 29. janúar 2007
Guðrún fæddist að Gafli í Svínadal. Foreldrar hennar voru Sigurvaldi Jósefsson
bóndi og Guðlaug Hallgrímsdóttir húsmóðir. Hún fluttist með fjölskyldu sinni
að Eldjárnsstöðum ári eftir að hún fæddist og þar ólst hún upp í stórum
systkinahópi en þau voru í aldursröð: Sigurlaug,
Jósef, Hallgrímur, Jórunn, Ingimar, Georg,
Þorsteinn, Guðrún og Aðalbjörg. Jórunn er ein
eftirlifandi úr þessum systkinahópi.
Guðrún var í sambúð með Haraldi Karlssyni
og átti með honum börnin; Óskar Vikar, Birgittu
Hrönn, kjörforeldrar hennar voru Guðbjörg
Ágústsdóttir og Halldór Eyþórsson, Ásgeir,
Sigurjón, Þorbjörn, Hallgrím og Þórhalla. Fyrir
átti hún Sigurvalda Rafn Hallgrímsson.
Guðrún var afburða dugleg kona, velvirk og
útsjónarsöm. Ekki var ávallt byr í seglin en aldrei
heyrðist hún kvarta né kveina. Það var mikil festa,
bjartsýni og þor sem var einkennandi á vegferð
hennar og óbilandi trú á framtíðina og enga heimspekinga þurfti til að leysa
þau verkefni sem til féllu. Í hennar augum var það einfaldlega heilbrigð
skynsemi og jákvæðni sem skilaði sér á endanum.
Guðrún lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi og fór útför hennar fram frá
Fossvogskapellu en aska hennar var jarðsett í Svínavatnskirkjugarði.
Þorbjörn Haraldsson.
Katla Rún Jónsdóttir,
Stóradal
Fædd 21. apríl 2005 – Dáin 29. janúar 2007
Katla Rún fæddist á sumardaginn fyrsta. Foreldrar hennar eru Guðrún Birna
Hagalínsdóttir og Jón Ölver Kristjánsson. Eldri bróðir hennar er Kristján
Hagalín, fæddur 2003.
Katla Rún kom heim í sveitina sína fljótlega eftir fæðingu og dvaldi þar
sumarlangt. Þar áttu hún gott sumar ásamt foreldrum sínum og bróður en fór
með þeim til Reykjavíkur þegar haustaði.
En litli sumargeislinn greindist kornung með ólæknandi sjúkdóm. Hún tók
örlögum sínum af þvílíku æðruleysi að margir mættu af henni læra. Þrátt fyrir
ungan aldur og erfiðan sjúkdóm hafði Katla litla sterkan persónuleika. Hún
gat skellihlegið svo að ekki var annað hægt en að hlæja með henni. Hún var