Húnavaka - 01.05.2008, Page 158
H Ú N A V A K A 156
ljúf og góð og auðvelt að gera henni til hæfis en þó gat hún, ef illa gekk, orðið
fjúkandi reið líka.
Hún átti því láni að fagna að fá að njóta um önnunar foreldra sinna til
hinstu stundar. Aðeins síðasta mánuðinn var hún
á sjúkrahúsi þar sem þau voru hjá henni, annars
hjúkruðu þau henni heima.
Eftir því sem veikindin ágerðust og meira
þurfti á tækninni að halda lærðu foreldrarnir að
nota hvert tækið á fætur öðru henni til hjálpar.
Þannig fékk hún að vera eins mikið með í daglegu
lífi og heilsa hennar framast leyfði. Þau tvö haust,
sem Katla Rún lifði, mætti hún til réttar þegar
safnið kom af heiðinni til að taka á móti pabba úr
göngunum og mömmu sem hafði riðið til móts
við gangnamenn og verið með síðasta daginn.
Hún prófaði líka að vera trakto rs kona með pabba
þegar hann var að rúlla hey.
Katla Rún var alltaf glerfín í klæðaburði, eins og sannri hefðardömu sæmdi,
hún átti meðal annars bæði pels og kúrekastígvél. Þá voru foreldrar hennar og
bróðir dugleg að leika við hana, lesa fyrir hana og lofa henni að njóta tón-
listar.
Hún lést á Barnaspítala Hringsins og var jarðsungin frá Blönduósskirkju 3.
febrúar 2007. Katla Rún hvílir í sveitinni sinni, í Svínavatnskirkjugarði.
Margrét R. Jónsdóttir.
Svavar Guðjón Jónsson,
Öxl
Fæddur 15. október 1928 – Dáinn 31. janúar 2007
Svavar var fæddur að Molastöðum í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru
Sigríður Guðmundsdóttir og Jón Sigmundsson. Þau voru bændur sem bjuggu
í Fljótunum á nokkrum bæjum þar en lengst af á Lambanesreykjum.
Svavar ólst upp í Fljótunum í Skagafirði, þaðan átti hann góðar minningar,
þar sleit hann barns skónum og dvaldist sín þroskaár.
Bráðungur byrjaði hann í vegavinnu og átján ára gamall keypti hann sinn
fyrsta vörubíl. Akstur og rekstur vörubíla og vegavinna áttu síðan eftir að verða
stór þáttur í lífsstarfi hans.
Hann kvæntist ungur Sigurbjörgu Sigríði Guð mundsdóttur sem var
fósturdóttir Sigríðar Björnsdóttur og Jóns Jónssonar í Öxl í Austur- Hún a -
vatnssýslu. Í Öxl hófu þau Svavar og Sigurbjörg búskap í félagi með Jóni og
Sigríði. Í fimmtán ár bjuggu þau félagsbúi áður en þau Svavar og Sigurbjörg
tóku við Öxl. En með bú skapnum rak Svavar sína vörubílaútgerð.
Börn þeirra hjóna eru fimm í þessari röð: Jón Reynir, Sigríður Bára, Ásdís,