Húnavaka - 01.05.2008, Page 160
H Ú N A V A K A 158
eiginkonu sinni, Jóninnu Guðnýju Steingríms dóttur frá Blönduósi og gengu
þau í hjónaband árið 1951. Börn þeirra eru: Steingrímur, Helga Ingileif,
Pétur og drengur sem lést þriggja daga gamall. Þormóður og Jóninna byrjuðu
að búa á Blönduósi og áttu heimili sitt þar til áramótanna 1997-1998 en þá
fluttu þau í Kópavog.
Á Blönduósi vann Þormóður í fyrstu hjá Kaupfélagi Húnvetninga og
samhliða þeirri vinnu gegndi hann störfum lögregluþjóns. Hann vann síðan
á jarðvinnuvélum um tíma en um 1960 hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins.
Þar vann hann í nær fjóra áratugi, fyrst sem vegaverkstjóri og síðar sem
rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Austur-Húnavatnssýslu.
Þormóður var ósérhlífinn, vinnusamur og duglegur. Hann hafði mikinn
áhuga á skógrækt og lagði ómælda vinnu í að planta trjám og sinna um
skógræktina á Gunnfríðarstöðum. Þormóður hafði gaman af bridge, knatt-
spyrna var í uppáhaldi hjá honum og hann hafði gaman af hestum. Hann átti
sæti í sveitastjórn á Blönduósi um tíma.
Þormóður var hraustmenni, mjög hjálpsamur, hann var mikill tilfinn-
ingamaður, hlýr, ljúfur og glettinn. Hann var sérlega barngóður og þau hjón
voru gestrisin og góð heim að sækja.
Útför Þormóðs Inga Péturssonar fór fram frá Kópavogskirkju 12. febrúar.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Hulda Árnadóttir
frá Skagaströnd.
Fædd 28. desember 1917 – Dáin 14. febrúar 2007
Aðalheiður Hulda Árnadóttir var fædd á Kringlu í Torfalækjarhreppi. Foreldrar
hennar voru Guðrún Teitsdóttir, ljósmóðir, sem fædd var á Kringlu og Árni
Björn Kristófersson frá Köldukinn í
Torfalækjarhreppi. Á Kringlu bjuggu þau hjón
með börnum sínum en þau eignuðust fimm börn,
er upp komust, í þessari röð; Kristófer Guðmundur,
Aðalheiður Hulda og Elínborg Ásdís. Þá Teitný
Birna, hún dó ungabarn. Fjórða í röðinni er
Guðrún Anna Guðmunda og yngstur var Teitur
Birgir. Guðmunda er ein eftirlifandi systkinanna.
Einn dreng ólu þau hjón upp, Ingvar Sigtryggsson
sem kom til þeirra í barnæsku.
Hulda ólst upp á Kringlu. Árið 1935 brugðu
foreldrar hennar búi og fluttu til Skagastrandar
en þar hafði Guðrún fengið ljósmóðurstöðu.
Hulda gekk að þeirri vinnu sem fékkst fyrir ungar
konur á þeim tíma. Hún var kaupakona í Ási í Vatnsdal og vann hjá Snorra
Arnfinnssyni sem rak hótelið á Blönduósi. Hún stundaði síðan nám í