Húnavaka - 01.05.2008, Page 161
H Ú N A V A K A 159
Kvennaskólanum á Blönduósi og fetaði síðan í fótspor móður sinnar og lærði
ljósmóðurfræði í Ljósmæðraskóla Íslands.
Árið 1943 lágu saman leiðir Huldu og Friðjóns Guðmundssonar er hann
réði sig í málningarvinnu til Snorra Arnfinnssonar á Hótel Blönduósi. Þau
hófu sinn búskap á Skagaströnd í húsi sem nefnt var Flankastaðir. Seinna
byggðu þau sér hús sem nefndist Lækjarhvammur og bjuggu þar allt til þess er
þau fluttu til Blönduóss.
Skagaströnd átti alltaf sterk ítök í Huldu, þar átti hún viðburðarík ár og
góðan tíma. Hún vann þar við heilsugæslustörf og sem hægri hönd læknanna
í áratugi. Starfi sínu unni hún af heilum hug.
Hulda og Friðjón eignuðust eina dóttur, Hörpu sem búsett er í London.
Sambýlismaður hennar er Richard Bell. Hulda og Friðjón ólu einnig upp
dótturdóttur sína, Bergþóru Huld Birgisdóttur.
Til Blönduóss, að Blöndubyggð 4, fluttu Hulda og Friðjón árið 1997. Þar
áttu þau góð ár saman en Friðjón andaðist í janúar 2001 eftir veikindi um
árabil.
Þar var heimili Huldu síðast, ævinlega smekklegt og hlýlegt, hún hafði
ánægju af blómarækt og var dýravinur og hafði áhuga á söng og tónlist. Sjálf
lék hún á píanó í stofunni heima.
Eftir að Friðjón dó eignaðist Hulda góðan vin og ferðafélaga, Bjarna Sig-
urðsson sem reyndist henni vel.
Hulda andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar var gerð
frá Blönduósskirkju þann 24. febrúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 2. ágúst 1931 – Dáin 6. mars 2007
Ingibjörg var fædd á Skagaströnd og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru
hjónin, Axel Helgason, sjómaður og smiður og Jóhanna Lárusdóttir, verkakona
og húsmóðir. Þau bjuggu á Læk á Skagaströnd. Börnin voru tíu, tvö dóu mjög
ung en átta þeirra komust á legg og var Ingibjörg þeirra næstelst.
Á heimili Axels og Jóhönnu ríkti glaðværð og góðvild í garð annarra og
þessa eiginleika erfði Ingibjörg í ríkum mæli og þroskaði með sér alla tíð.
Systkinahópur gefur félagshæfni og hún sótti í að vera með fólki sem kunni að
glettast og vera saman. Það var engin lognmolla í kringum systkinin á Læk.
Sérstaklega voru systurnar þekktar fyrir hrekki og alls konar undarleg
uppátæki.
Ingibjörg kvæntist Hallgrími Kristmundssyni árið 1964 en þau höfðu búið
saman frá árinu 1949. Þau eignuðust þrjú börn: Elst er Jóhanna Bryndís, maki
Jakob Þór Skúlason. Næstur er Sævar Rafn, kona hans er Ragnheiður
Magnúsdóttir. Yngstur er Axel Jóhann, maki hans var Herborg Þorláksdóttir.