Húnavaka - 01.05.2008, Qupperneq 164
H Ú N A V A K A 162
teygðist, árin urðu 35 og hann stjórnaði kórnum nær óslitið til ársins 1987,
lengur en nokkur annar af stjórnendum hans. Jón var farsæll stjórnandi, sinnti
starfinu af alúð og áhuga án þess að spyrja um daglaun að kvöldi en
söngstjórastarfið lengst af ólaunað.
Organisti var Jón í Bólstaðarhlíðarkirkju, sóknarkirkju sinni, í hartnær hálfa
öld eða allt til ársins 1991. Hann var einlægur trúmaður, mat kirkjuna og störf
prestsins mikils, einnig út frá hinu menningarlega hlutverki og eignaðist trausta
vináttu prestanna sem hann starfaði með.
Ártúnaheimilið hefur jafnan verið þekkt fyrir rausnarskap og gestrisni. Þar
mætir öllum hlýtt viðmót, hver sem í hlut á, enda gestkvæmt. Jón var
einstaklega góður heim að sækja, glettinn og gamansamur og sló oft á létta
strengi, fór með vísur og stökur sem hann kunni mikið af. Sjálfur var hann
ágætur hagyrðingur en hampaði því lítt.
Nokkur síðustu árin tók Jón að kenna hrörnunarsjúkdóms sem reyndist vera
alzheimer en ágerðist hægt.
Haustið 2006 flutti hann inn á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi,
hjúkrunardeild, þar sem hann dvaldi uns yfir lauk og naut þar hinnar bestu
aðhlynningar.
Jón Tryggvason lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hans
gerð frá Blönduósskirkju 17. mars. Staðnæmst var í hlaði í Ártúnum þar sem
fram fór stutt kveðjuathöfn en jarðsett í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Grímur Gíslason
frá Saurbæ
Fæddur 10. janúar 1912 – Dáinn 31. mars 2007
Grímur fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal en þar voru foreldrar hans bændur,
þau Katrín Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Árnessýslu og Gísli Jónsson,
fæddur í Teigakoti í Svartárdal. Systkini Gríms, sem öll eru látin, voru
Ingibjörg elst, hálfsystir samfeðra. Alsystkini voru í þessari röð: Sveinbarn,
andvana fætt, Anna, þá Kristín, síðan Grímur, Salóme Lóa og yngst var Ingi-
björg.
Grímur ólst upp í föðurgarði með foreldrum og systrum. Þegar hann var
um fermingu flutti fjölskyldan í Saurbæ í Vatnsdal. Þar bjó Grímur allt til
ársins 1967. Fyrst vann hann að búi foreldra sinna en tók þar við búi á móti
foreldrum sínum árið 1942. Við öllu búinu tók hann árið 1944 og var þar
bóndi til ársins 1969, síðustu tvö árin í félagsbúi við dóttur sína og tengda-
son.
Grímur kvæntist, árið 1941, Sesselju Svavarsdóttur frá Akranesi, foreldrar
hennar voru Borgfirðingar aftur í ættir. Í Vatnsdalnum höfðu leiðir þeirra leg-
ið saman en þangað kom Sesselja sem kaupakona að Kornsá. Sesselja varð
hans lífsförunautur, hún lést 3. janúar 2000. Börn þeirra eru fjögur í þessari